Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 61

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 61
Hofstaðir í mývatnssveit - Yfirlit 1991-1997 ýmist voru taldar vera leifar hofa sem getið er í fornritum eða munnmæli eða örnefni gáfu tilefni til að ætia að væru hof eða hörgar. Þannig gerði Sigurður Vigfússon rannsóknir á hofleifum t.a.m. á Þyrli í Hvalfirði 1880 og Lundi í Lundarreykjadal 1884. Undir lok 19- aldar dró stóra tóftin að Hofstöðum á ný að sér athygli fræðimanna. Daniel Bruun (1897) fór víða um landið 1896 og gerði yfir- borðsathuganir á Hofstöðum. Skráði hann stutta lýsingu á „hoftóftinni” og gerði af henni einfaldan uppdrátt. I leiðangri um Norðurland á vegum Fornleifafélagsins árið 1900 kom Brynjúlfur Jónsson (1901, 12-13) að Hofstöðum og gerði samskonar athug- anir. Gat Brynjúlfur þess m.a. að bæj- arnafnið „Hofstaðir” benti til þess að hér hafi verið hof og rakti samskonar sagnir og Kálund hafði skráð aldar- fjórðungi áður. Hofstaðalýsing Bruuns kom út árið 1897 í bók sem hann skrifaði um ís- lenskar fornleifar, Fortidsminder og Nutidshjem, en þar var m.a. fjallað um hofminjar. Ari síðar tók Finnur Jóns- son (1898) textafræðingur rannsóknir Fornleifafélagsins á hofminjum til endurskoðunar. Hann gagnrýndi m.a. Sigurð Vigfússon fyrir að taka allar frá- sagnir Islendingasagna jafntrúanlegar. Finnur taldi að greina þyrfti á milli frásagna um heiðna helgistaði sem væru áreiðanleg söguleg sannindi og þeirra sem væru uppspuni. Bæði vildi hann gera skýrari greinarmun á munn- mælum skráðum á seinni öldum og frásögnum Islendingasagna og eins taldi hann að íslendingasögurnar sjálf- ar væru misáreiðanlegar. A grunni textarannsókna sinna flokkaði hann sagnir um hof eftir trúverðugleika og sagðist vona að ritgerð sín mætti gagnast sem leiðarvísir til að finna raunverulegar hoftóftir. Síðar hófu Finnur og Bruun (1909, 308-15) sam- starf og gerðu m.a. úttekt á flestum meintum hofminjum á landinu. Þeir töldu varasamt að leggja mikinn trún- að á munnmæli um hofminjar og héldu því fram að rækileg rannsókn með uppgrefti væri helsta aðferðin til að ganga úr skugga um eðli slíkra minja. Það varð úr að þeir réðust í fornleifarannsókn að Hofstöðum 1908 og var það þá stærsti uppgröftur sem gerður hafði verið á Islandi. Við upphaf rannsóknarinnar rifu þeir hesthús sem stóð í norðurenda stóru tóftarinnar (þar sem Kálund sagði vera fjárhús) og grófu hana upp alla að inn- an, og gerðu þar að auki holur og skurði vestan hennar. Tóftin er ein sú stærsta sem þekkt er hér á landi, um 45 m löng með lítillega bogadregnum langveggjum úr torfi. Kom í ljós að þar sem hesthúsið stóð hafði verið e.k. afhýsi við norðurendann og því var að- altóftin tvískipt, í stóra tóft og litla. Við uppgröftinn fundust fáeinir gripir, naglar, brýni, skærabrot og vaðsteinar. Við suðvesturhorn hennar kom í ljós viðbygging, en við norðvesturhornið voru líka mannvistarleifar sem þeim tókst ekki að henda reiður á. Þeir grófu einnig tvo þverskurði í hringtóftina sunnan aðaltóftar og uppgötvuðu að hún var í raun gryfja. Fundu þeir þar 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.