Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 63

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 63
Hofstaðir í mývatnssveit - Yfirlit 1991—1997 ruslagryfja. Niðurstöður Bruuns og Finns vöktu að vonum mikla athygli, sérstaklega þar sem fornleifafræðing- um á Norðurlöndum hafði gengið illa að finna leifar eftir hof þar og var tóft- arinnar á Hofstöðum jafnan getið í yf- irlitsritum um norræna fornleifafræði og sögu víkingaaldar fram eftir öld- inni. Undir miðja öldina kom fram gagn- rýni á þessa niðurstöðu. Aage Roussell (1943, 220-221) benti á að hoftóftin svokallaða væri í raun afar svipuð venjulegum skála og að áhöldin sem fundust væru fremur hversdagsleg am- boð. Það væri því vafamál hvort um minjar um heiðið helgihald væri að ræða. Arið 1939 gróf Jouko Voionmaa (1943) á ný í hoftóftina á Lundi sem Sigurður Vigfússon hafið grafið út 1884 og komst að þeirri niðurstöðu að tóftin væri leifar af fornum bæ, en ekki hofi. Enn síðar var sýnt fram á að þetta hús hefði verið fjós en ekki híbýli manna (Kristján Eldjárn 1965,107). Gagnrýni af þessu tagi fékk byr undir báða vængi og tók Olaf Olsen (1966) hana upp í doktorsriti sínu Hprg, hov og kirke. Olsen tók til endurskoðunar allar heimildir, fornleifafræðilegar og ritaðar, um heiðið helgihald norrænna manna. Hann vísaði á bug tilgátum fræðimanna um hofminjar hér og þar um landið, en taldi helst að finna mætti vísbendingar um helgihald til forna á Hofstöðum í Mývatnssveit. Ol- sen taldi hoftóftina vera leifar af afar stórum bæ frá fornöld. Hann lagði til að helgiathafnir hefðu farið fram á stórbýlum á borð við hina fornu Hof- staði, fremur en í sérstökum þar til gerðum húsum. Holan sunnan við tóftina gat hafa verið soðhola, enda varð sú túlkun Finns og Bruuns að teljast ólíkleg að menn hefðu grafið stóra holu til þess eins að fylla hana með rusli. Holan er um 6 -7 m í þver- mál og því óhugsandi að hún hafi verið notuð við venjulega matseld, en Olsen sýndist að hún gæti hafa verið heppi- leg sem seyðir fyrir stórar samkomur. Olsen gróf í holuna árið 1965 og hreinsaði upp úr könnunarskurði Bru- uns og Finns. Fann hann ösku, dýra- bein og eldsprungna steina og taldi sýnt að holan hefði verið soðhola. Hafa efasemdir Roussells og niðurstöður Ol- sens haft víðtæk áhrif á skoðanir fræði- manna (sjá Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson 1997). Njjar rannsóknir Um minjarnar á Hofstöðum hefur víða verið fjallað í fræðiritum um íslenska og norræna menningu og sögu á síð- ustu árum og áratugum. Staða Hof- staðaminja í íslenskri fornleifafræði er sérstök, því að rannsóknarsaga þeirra er um leið saga rannsóknarhefðarinnar í íslenskri fornleifafræði. Fræðimenn hverfa frá rómantískum hugmyndum um fortíðina, leggja til hliðar munn- mæli og sögur, en leitast heldur við að byggja túlkun sína á aldri og fyrra hlutverki mannvistarleifa fyrst og fremst á því sem fram kemur við upp- gröft. Athyglisvert er að öll sú umræða sem átt hefur sér stað um Hofstaði 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.