Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 75

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 75
Fornleifarannsóknir á Hofstöðum 1991-1992 menn dregið þá niðurstöðu í efa (Roussell 1943) og í ljósi nýrra rann- sókna 1965 var talið líklegra að þarna væru leifar af óvenjustórum skála þar sem helgiathafnir hefðu farið fram í heiðnum sið (Olsen 1966). Arið 1991 hófust rannsóknir að Hof- stöðum að nýju á vegum Fornleifa- stofnunar Islands og var markmið þeirra að leita vísbendinga um aldur og fyrra hlutverk þessara minja og kanna hvort þar leyndust eldri bygg- ingaskeið eða aðrar minjar sem ekki höfðu komið í ljós við fyrri athuganir. Um fyrri rannsóknir er fjallað í grein höfunda hér á undan en í þessari grein verður sagt frá árangri nýrra rannsókna árin 1991-1992. Markmið rannsóknar Markmið rannsóknarinnar var að leita nýrra vísbendinga um aldur, gerð, byggingarsögu og fyrra hlutverk húsa- leifanna í Hofstaðatúni. a) Aldur. Rannsóknir á Hofstöðum 1908 voru gerðar fyrir daga gjósku- lagafræðinnar og ekki var stuðst við gjóskulagafræði eða geislakolsgrein- ingu við athuganir þar 1965. Ekki höfðu fundist forngripir er sýndu frá hvaða tíma þessar leifar voru. Gengið var út frá því sem vísu að lögun skál- ans, eitt stórt rými með lítillega boga- dregnum veggjum, sýndi að um leifar frá víkingaöld væri að ræða. Þar sem þróun íslenskra híbýla var og er lítið þekkt, verður þessi ályktun hins vegar að teljast ótraust og einsætt að reyna að afla afdráttarlausari heimilda með því að leita gjóskulaga og beita þeim aðferðum öðrum sem nú standa til boða til að ákvarða aldur fornleifa. b) Byggingarsaga. Algengt hefur verið í umfjöllun fræðimanna að geng- ið sé út frá því sem vísu að bygginga- leifar á Hofstöðum séu allar jafngamlar eða þær hafi verið í notkun á sama tíma. Við vildum ganga úr skugga um hvort svo væri. Einkum þóttu okkur grunsamlegar útbyggingar þær sem Bruun kannaði lítillega vestan við skálann en komst ekki að ákveðinni niðurstöðu um. Hugsanlegt var að þær væru eldri eða yngri en skálinn og eins hafði ekkert komið fram sem sýndi að holan sunnan við skálann væri frá sama tíma og hann. c) Hlutverk. Svo sem fyrr hefur ver- ið nefnt var aðaltóftin á Hofstöðum kölluð „hoftóft“ og við uppgröft 1908 var talið að húsið samræmdist hofalýs- ingum í fornritum. Roussell (1943) benti á að Hofstaðir líktust venjuleg- um bæjarhúsum, en Olsen (1966) stakk upp á að Hofstaðir hafi getað verið hofbær. Við vildum kanna hvort búið hefði verið í þessum húsum eða hvort finna mætti vísbendingar af öðr- um toga. Aðferðir Áður en uppgröftur hófst var unnið að undirbúningi með tvennum hætti. Annars vegar var gerð úttekt á eldri rannsóknum og uppgraftargögnum og hins vegar var rannsóknarstaðurinn mældur upp og teiknaður. Gerður var uppdráttur af minja- 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.