Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 83

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 83
Fornleifarannsóknir A Hofstöðum 1991-1992 Hverfjalli. Undir Hverfjallsgjósku er fínkornóttur grábrúnn jarðvegur og loks Heklulögin H3 og H4. Til sam- ans eru óhreyfð jarðlög undir mann- vistarlögum kölluð C3. Þau sjást in situ utan AB tóftarinnar en undir veggjum hennar hefur jarðvegur og torf verið fjarlægt þegar veggirnir voru reistir. Innan veggja AB hefur verið grafið enn lengra niður við skálagerð- ina, því að þar eru mannvistarleifarnar beint ofan á H3 gjóskunni. Svceði AB Nú skal vikið að sjálfum fornleifunum. Svo sem vænta mátti er hér einkum um að ræða veggi og gólfleifar skála- byggingarinnar AB. Verður fyrst fjall- að um austurlangvegg, síðan vestur- vegginn og loks gólfleifar og önnur ummerki sem fundust innan aðaltóftar. Austurveggur. Veggir aðaltóftarinnar eru vel sjáanlegir á yfirborði, þeir virð- ast þykkir og vel varðveittir. Þess var vænst að sjá báða veggi í sniði, en minna sást af þeim en vænta mátti. í sniðinu er austurveggur tóftarinnar (C33) með beina innbrún vestanmeg- in, en lækkar í austur og endar í mjórri tungu. Ljóst er að grafararnir árið 1908 hafa grafið niður á miðjan vegg- inn og síðan niður með honum að inn- anverðu alveg niður í óhreyfðan jarð- veg. Því mun vanta hluta af vesturhlið hans á þessum stað. Greina má hnausa í vegghleðslunni og er í þeim sorplag og landnámslagið einnig. Ekki var hægt að mæla breidd veggjarins þar sem innri brún hleðslunnar hafði verið grafin burt í fyrra uppgrefti. Undir veggnum er ljósbrúnt, lítillega hreyft moldarlag, þar undir er lag með land- námssyrpunni í og undir þeim eru áð- urnefnd forsöguleg lög (C3). Brotalínan á grunnmyndinni (mynd 4) yfir austurhluta skurðarins sýnir annan skurð eftir rannsóknina 1908. Við uppgröftinn 1992 var látið nægja að hreinsa upp skurðinn frá 1908 og snið hans teiknað. Athygli vekur að þessi skurður kemur ekki fram á upp- dráttum Daniels Bruun. Hins vegar er sýndur skurður sem grafinn hefur verið þar sem hinar meintu dyr hafa verið og eru merktar P á teikningum Bruuns. Er hér eitthvert ósamræmi, því skurð- urinn fyrir P hefði allur átt að lenda sunnan skurðarins sem grafinn var 1992. Er líklegast að skurðurinn fyrir P hafi orðið öllu breiðari en sýnt er á teikningum. Endar hann í óhreyfðum jarðlögum neðst í brekkunni austan við tóftina. í samanburði við mannvistarleifar vestan hússins er augljóst af öllum jarðlögum og ummerkjum að minnsta raskið hefur verið austan við skálatóft- ina, en vestan hennar hefur langtum meira umstang verið. Vesturveggur. Þess var vænst að sjá vesturvegg aðaltóftarinnar í sniðinu, en því var ekki að heilsa. Líkt og aust- anmegin, hefur líklega verið grafið niður á vesturvegginn árið 1908, innri mörk hans fundin og síðan grafið nið- ur með honum, í óhreyfðan jarðveg. Enginn stæðilegur torfveggur kom fram við rannsóknina 1992, en hins vegar allþykkt torflag (C1015) þar sem 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.