Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 84
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
veggurinn ætti að vera. Virtist okkur
að hrun úr vesturveggnum lægi í vest-
ur í sniðinu og fyllti lægð sem þar
hefði verið. Við síðari rannsóknir hefur
komið í Ijós (sbr. Howell Roberts
1997) að skurðurinn frá 1908 hefur
sneitt í gegnum afhús sem er byggt
við vesturvegginn. Greina má stöku
torfhnausa í sniðinu. I sumum þeirra
er að flnna iandnámslag. I þeim er
einnig gráleitt lag með sandi, móösku
og brunnum viðarleifum, e.k. ruslalag.
Virðist sem þessir hnausar hafi verið
stungnir í námunda við ruslahaug,
sem þegar hefur verið horfinn í svörð-
inn. Er því Ijóst að búseta í landi Hof-
staða hefur verið hafin fyrir nokkru
áður en þessi veggur var reistur eða við
hann gert. Ekki verður meira sagt um
gerð þessa veggjar, þar eð lítið sást af
honum í óröskuðum mannvistarlög-
um. Nánari lýsing á vesturhluta skurð-
arins utan skálans er gefin hér að neðan
(sjá „Svæði E”).
Innan veggja. Innan tóftarinnar AB
var komið niður á þykkt lag, sem var
fyllingin úr fyrri rannsókn frá árinu
1908. Undir henni komu í ljós steinar,
gólf og holur. Vestast, við vesturvegg,
er röð af steinum, sem virðast geta ver-
ið hluti af innbrún veggjar. Austan við
þá stendur steinn, flatur að ofan og
framundan honum og austan við hefur
verið töluverður niðurgröftur og rask.
Að jafnaði virðist flöturinn innan tóft-
ar vera um 30 sm lægri en efri flötur
steinsins. Innan við austurvegg tóftar-
innar er öllu veglegri hleðsla úr stein-
um. I henni er steinn í svipaðri fjar-
lægð frá vegg og í sömu hæð og fyrr-
nefndur steinn við vesturvegg. Væri
freistandi að ætla að þessir steinar hafi
verið stoðarsteinar, en svo mun ekki
vera ef gera á ráð fyrir fullu samræmi
milli byggingar vesturveggjar og aust-
urveggjar. Steinninn við vesturvegginn
er tæpum metra innan við meinta
hleðslu í innri brún, en steinninn við
austurvegg er í hleðslunni.
Innan við steinaröðina og hjá meint-
um stoðarsteini vestanmegin kom í
ljós gólflag. Það er mjög tætt og
þunnt, en virðist vera kolaborið gólf
með móöskuflekkjum. Hefur það rask-
ast við uppgröftinn 1908.
Vestan við miðju tóftarinnar eru
tvær gryfjur. Vestari gryfjan (C28d)
hefur allreglulega lögun og í henni
fundust nokkur lög af jarðefnum og
voru sýni tekin úr þeim. Líklega eru
þetta leifar gryfju „L” sem var grafin
upp árið 1908. Staðsetning „L” á upp-
drætti Bruuns kemur heim við gryfj-
una sem fannst 1992, en hún er fast
austan við brúnina á pallinum með-
fram vesturveggnum. Aðeins hafði ver-
ið grafið upp úr hluta gryfjunnar 1908
og var eystri hluti fyllingarinnar enn
óhreyfður og uppmoksturinn var enn á
austurbakkanum er svæðið var hreins-
að 1992. Gryfjan er mest um 50 sm
djúp og um 110 sm frá austri til vest-
urs og suðurbrún er á henni um 60 sm
frá nyrðri skurðbrún en ekki er vitað
hvað gryfjan nær langt norður fyrir
skurðinn. I vesturhlið gryfjunnar, fast
við steinlögnina í brúninni á bekknum
með vesturvegg skálans, eru nokkrar
smáholur. 5 holur eru niðri í brún
gryfjunnar, frá 4 upp í 12 sm í þver-
84