Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 85
Fornleifarannsóknir á Hofstöðum 1991-1992
mál, en tvær eru uppi á brúninni
sunnan við gryfjubarminn. Þær eru
minni, ílangar, báðar um 8x2 sm og
um 4 sm djúpar. Þessar síðarnefndu
holur eru eins og för eftir litla stafi en
hinar holurnar eru allar sívalar, eins og
eftir misgildar spýtur. Fyllingin í þess-
um holum var lagskipt og voru kola-
lög, mjög svipuð efninu í gólfi skálans,
í fjórum þeirra. Fyllingin sást vel því
að eftir að úrkast frá 1908 hafði verið
hreinsað úr gryfjunni sáust holurnar
eins og rákir í gryfjubarminum, skorn-
ar með miklum fláa. Sú brún gryfjunn-
ar sem þessar smáholur sáust í hafði
verið grafin 1908 og því er ekki hægt
að sjá hvort þær höfðu verið skornar af
gryfjunni meðan skálinn var í notkun
eða hvort að þær voru skornar 1908 og
hafi því náð niður úr gólfinu, en hið
fyrra virðist þó sennilegra nema þeir
Finnur og Bruun hafi látið taka þeim
mun meira af brúnum gryfjunnar.
Smáholurnar virðast því vera eldri en
gryfjan. Megnið af fyllingu gryfjunnar
hafði verið fjarlægt 1908 en austast í
henni var óhreyfður stabbi um 30 sm
þykkur. Efst var 9-12 sm þykkt grá-
leitt lag sem var nálega hreint járngjall
en undir því voru moldarblandaðri lög
með meiru af viðarkoli en mest af járn-
gjalli. Flrúgan á austurbarmi gryfjunn-
ar sýndi að efnið sem fjarlægt hafði
verið 1908 var sama eðlis. A mörkum
laganna í stabbanum var eins og yfir-
borð hefði myndast um skamma hríð,
með steinvölum og smáholum. Gryfja
þessi stendur augljóslega í sambandi
við járnvinnslu og virðist hafa fyllst
smátt og smátt af gjalli, sora og kolum
og hefur verið unnið í henni eða við
hana á milli þess sem gjalllögin hlóð-
ust upp. Við suðausturhorn gryfjunnar
er minni hola í gólfmu, 20 sm djiip og
22 sm á hvorn veg í botninn en
nokkru víðari efst. Þessi hola var að
mestu fyllt af gólflagi (C28a,b: sjá síð-
ar) en yfir því var ruslalag (C39) sem
innihélt mold og torfleifar með
móöskublettum, viðarkoli, brenndum
beinum og miklu sóti. Var það allt að
13 sm þykkt. Svo virðist sem þetta sé
ruslalag ofan á gólfi, sem Finnur og
Bruun hafa ekki hreyft við á þessum
bletti.
Skammt austan við þessa gryfju er
önnur (C28e) og fannst grjót í botni
hennar. Þessi hola hefur verið grafin
árið 1908, en ekki er ljóst hvort þar
hefur verið e.k. gryfja fyrir því að
hennar er ekki getið í lýsingunni á
uppgreftinum. I botni holunnar eru
nokkrir steinar og virðast þeir vera
heldur lausir, og er líklegt að þeim
hafi verið komið þar fyrir í rannsókn-
inni 1908.
Langsniðbálkur var skilinn eftir í
miðju tóftarinnar fyrir síðari rannsókn-
ir. Austan hans fundust einnig áður-
nefndar gólfleifar (C28a,b) sem teygðu
sig nær alveg að pallinum við austur-
vegginn. Bruun segir pallinn hlaðinn
úr torfi en ekki sáust ummerki um
það. Gæti það stafað af því að pallur-
inn hafi verið grafinn burtu að mestu
1908. Sunnan við kolagólfið er gryfja
sem hefur fremur skarpar brúnir, og
nær hún niður í óhreyfðan jarðveg. Er
þetta augljóslega skurður frá 1908. Þar
sem gólfið er óskemmt má greina tvö
85