Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 88
Adolf Friðíuksson & Orri Vésteinsson
hengi fáist í þau lög sem grafið var í
sumarið 1992.
Fundir og sýni
Forngripir Við uppgröftinn 1992
fannst alis 21 gripur.
I grasrótarlaginu (Cl) fundust þrír
gripir. Nýlegt leirkersbrot (nr. 1),
ryðgaður nagli (2) og lítill moli sem
virðist vera gjall (3).
I fyllingunni (C2) eftir uppgröftinn
1908 fundust flestir gripanna, eða 16.
Þar fannst eitt brýni, 13,6 sm langt og
2.8 sm breitt. Það virðist brotið í báða
enda. Þar fundust einnig 7 nýleg leir-
kersbrot, 8 járnhlutir, þar af fjórir
naglar (9,11,14,15), einn hnífur (6),
brot úr óþekktum járnhlut (16), gjall-
kaka (7) og skeifa (5). Hnífurinn er
mjög ryðgaður, en heillegur að öðru
leyti. Hann mældist 10,4 sm langur
og 2,1 sm breiður. Skeifan er einnig
afar ryðguð, en heil. A henni eru fjög-
ur göt. Mesta haf hennar að innan er
5.9 sm, en um 9,4 sm að utanverðu.
Smíðagjallið er klumpur, u.þ.b. 10 sm
í þvermál.
Einn gripur fannst í moldarlaginu
(C1016) yfir tóftinni, sem ekki hafði
verið raskað árið 1908. Það er járn-
hlutur (21), 5 sm langur, 1,8 sm breið-
ur og um 0,3 sm þykkur. Er hann
mjór í annan endann, og líkist helst
hnífsblaði.
Loks fannst einn hlutur í torfvegg
(C40) í vesturenda skurðarins. Það er
þunn, nokkurn veginn hringlaga
þynna úr járni (20), með skörðóttum
brúnum. Hún er 1,7 sm á lengd, 1,2 á
breidd og 0,2 sm þykk.
Engar sérstakar ályktanir er hægt að
draga af þessu fundasafni. Ekki fund-
ust neinir gripir í gólflögum, og það er
einungis fundur nr. 20 sem fannst í
byggingu, þ.e. í torfvegg. Ljóst er af
þeim gripum, sem fundust í fylling-
unni frá 1908, að fjöldi gripa hefur
farið fram hjá gröfurunum þá, eða ekki
verið hirtir, en aðrir (þ.e. leirkersbrot-
in) hafa bæst í haugana meðan á upp-
greftinum stóð.
Fundaskrd
Nr. Alm. heiti Efni Scærð í sm. Staðsetn.
001 Leirkersbrot leir 2,0x1,4x0,5 Cl: grasrót
002 Nagli járn 5,0x1,7x1,1 C1 -
003 Smíðagjall járn 2,4x2,0x0,7 C1 -
004 Brýni 13,6x2,8x1,9 C2 fylling frá 1908
i o o Skeifa járn 9,4 C2 -
006 Hnífur járn 10,4x2,1x0,8 C2 -
007 Smíðagjall járn 10,4x10,0x3,2C2 -
008 Leirkersbrot leir 2,7x2,2x0,5 C2 -
009 Nagli járn 2,9x1,0x0,6 C2 -
010 Leirkersbrot leir 2,4x1,3x0,2 C2 -
011 Nagli járn 4,6x0,7x0,6 C2 -
012 Leirkersbrot leir 2,9x2,4x0,5 C2 -
013 Leirkersbrot leir 2,6x2,1x0,5 C2 -
014 Nagli járn 2,3x0,4x0,5 C2 -
015 Nagli járn 1,5x1,1x0,6 C2 -
016 Þynna járn 2,8x2,4x0,5 C2 -
017 Leirkersbrot leir 2,0x1,7x0,5 C2 -
018 Leirkersbrot leir 1,1x0,7x0,4 C2 -
019 Leirkersbrot leir 2,0x1,1x0,3 C2 -
020 Þynna járn 1,7x1,2x0,2 C40: veggur
021 Hnífsblað járn 5,0x1,8x0,4 C1016: jarðlög
yngri en tóft
Bein Töluvert af dýrabeinum kom í
ljós við uppgröftinn. Beinin eru mjög
88