Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 89
Fornleifarannsóknir á Hofsstöðum 1991-1992
heilleg og virðist ástand jarðvegsins
vera ákjósanlegt til varðveislu þeirra.
Allmikið kom upp úr fyllingunni frá
1908. Bruun getur þess að hann hafi
safnað beinum við rannsóknina, en
ljóst er að ekki hafa öll bein verið tek-
in til handargagns. Þessum beinum var
nú safnað, þrátt fyrir að upplýsingar
um upprunalega legu þeirra séu nú
glataðar. Er þetta meginstofn beina-
funda í rannsókninni. Einnig voru tvö
þykk ruslalög vestast í skurðinum,
sem höfðu að geyma allnokkurt beina-
safn. Þar voru ýmis dýrabein og einnig
fiskbein. Við rannsóknina voru öll bein
tekin og skráð. Hafa þessi bein verið
send utan til Hunter College, CUNY í
New York til greiningar.
Tekin voru alls 65 sýni við rann-
sóknirnar. Flest þeirra voru tekin tii
rannsókna á plöntuleifum, en einnig
voru tekin sýni úr gólflögum til ör-
formgerðar- og skordýrarannsókna.
Sýnatökuskrá er varðveitt í frumgögn-
um. Voru flest þessara sýna tekin
vegna rannsókna á vegum Garðars
Guðmundssonar (1993) og er enn ver-
ið að vinna úr þeim.
Samantekt og niðurstöður
Arið 1992 var grafinn 1 metra breiður
og 22 metra langur skurður þvert yfir
nyrðri hluta aðaltóftarinnar (AB) og út
fyrir veggi hennar beggja vegna og
niður í óhreyfð jarðlög. Þungamiðja
rannsóknanna 1992 voru athuganir á
norðursniði langskurðarins. Helstu
niðurstöður voru þær að yfir mannvist-
arleifunum liggur gjóskulagasyrpa sem
sýnir að húsin höfðu verið yfirgefin
áður en aska frá Heklugosi 1104 féll.
Undir þeim liggur landnámslagið, en
það hefur þegar verið fallið er húsin
voru reist. Er stóra tóftin á Hofstöðum
því frá 10.-ll.öld. I uppgraftarfylling-
unni frá 1908 fundust nokkrir forn-
gripir af því tagi sem jafnan finnast við
rannsóknir á bæjum, þ.e. brýni, naglar,
hnífar og smíðagjall. Ekki verða mikl-
ar ályktanir dregnar af þessum fund-
um, en þeir, ásamt þeim fundum sem
skráðir voru 1908 (þ.e. vaðsteinar,
brýni, hnífar, og naglar) benda ekki til
annars en að Hofstaðatóftin sé leifar
mannabústaðar. Þá kom einnig í ljós
að hola í skálagólfinu, sem grafin hafði
verið upp að hluta 1908 var full af
járngjalli og sora og bendir hún til að
járnsmíðar hafi farið fram í skálanum.
Gjallkaka, sem auðsæilega hefur orðið
til í afli, fannst einnig í fyllingu upp-
graftarins frá 1908 og bendir hún í
svipaða átt. Svipuð hola hefur fundist í
rústum fornbæjar í Áslákstungu innri í
Þjórsárdal og hefur Kristján Eldjárn
(1982) fært rök fyrir því að holur af
þessu tagi hafi verið kallaðar aflgrafir,
einskonar verkstæði járnsmiða.
Við rannsóknina kom í ljós að bygg-
ingarsaga Hofstaðaminja er flóknari en
áður var talið. Innan skálaveggja fund-
ust tvö gólflög og vestan skálans sást í
leifar útbyggingar og vestan hennar
eru leifar af enn einni torfbyggingu.
Rannsóknin sýndi að á Hofstöðum er
ákjósanlegur vettvangur til rannsókna
á elstu byggð á Islandi; vel varðveitt
89