Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 89

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 89
Fornleifarannsóknir á Hofsstöðum 1991-1992 heilleg og virðist ástand jarðvegsins vera ákjósanlegt til varðveislu þeirra. Allmikið kom upp úr fyllingunni frá 1908. Bruun getur þess að hann hafi safnað beinum við rannsóknina, en ljóst er að ekki hafa öll bein verið tek- in til handargagns. Þessum beinum var nú safnað, þrátt fyrir að upplýsingar um upprunalega legu þeirra séu nú glataðar. Er þetta meginstofn beina- funda í rannsókninni. Einnig voru tvö þykk ruslalög vestast í skurðinum, sem höfðu að geyma allnokkurt beina- safn. Þar voru ýmis dýrabein og einnig fiskbein. Við rannsóknina voru öll bein tekin og skráð. Hafa þessi bein verið send utan til Hunter College, CUNY í New York til greiningar. Tekin voru alls 65 sýni við rann- sóknirnar. Flest þeirra voru tekin tii rannsókna á plöntuleifum, en einnig voru tekin sýni úr gólflögum til ör- formgerðar- og skordýrarannsókna. Sýnatökuskrá er varðveitt í frumgögn- um. Voru flest þessara sýna tekin vegna rannsókna á vegum Garðars Guðmundssonar (1993) og er enn ver- ið að vinna úr þeim. Samantekt og niðurstöður Arið 1992 var grafinn 1 metra breiður og 22 metra langur skurður þvert yfir nyrðri hluta aðaltóftarinnar (AB) og út fyrir veggi hennar beggja vegna og niður í óhreyfð jarðlög. Þungamiðja rannsóknanna 1992 voru athuganir á norðursniði langskurðarins. Helstu niðurstöður voru þær að yfir mannvist- arleifunum liggur gjóskulagasyrpa sem sýnir að húsin höfðu verið yfirgefin áður en aska frá Heklugosi 1104 féll. Undir þeim liggur landnámslagið, en það hefur þegar verið fallið er húsin voru reist. Er stóra tóftin á Hofstöðum því frá 10.-ll.öld. I uppgraftarfylling- unni frá 1908 fundust nokkrir forn- gripir af því tagi sem jafnan finnast við rannsóknir á bæjum, þ.e. brýni, naglar, hnífar og smíðagjall. Ekki verða mikl- ar ályktanir dregnar af þessum fund- um, en þeir, ásamt þeim fundum sem skráðir voru 1908 (þ.e. vaðsteinar, brýni, hnífar, og naglar) benda ekki til annars en að Hofstaðatóftin sé leifar mannabústaðar. Þá kom einnig í ljós að hola í skálagólfinu, sem grafin hafði verið upp að hluta 1908 var full af járngjalli og sora og bendir hún til að járnsmíðar hafi farið fram í skálanum. Gjallkaka, sem auðsæilega hefur orðið til í afli, fannst einnig í fyllingu upp- graftarins frá 1908 og bendir hún í svipaða átt. Svipuð hola hefur fundist í rústum fornbæjar í Áslákstungu innri í Þjórsárdal og hefur Kristján Eldjárn (1982) fært rök fyrir því að holur af þessu tagi hafi verið kallaðar aflgrafir, einskonar verkstæði járnsmiða. Við rannsóknina kom í ljós að bygg- ingarsaga Hofstaðaminja er flóknari en áður var talið. Innan skálaveggja fund- ust tvö gólflög og vestan skálans sást í leifar útbyggingar og vestan hennar eru leifar af enn einni torfbyggingu. Rannsóknin sýndi að á Hofstöðum er ákjósanlegur vettvangur til rannsókna á elstu byggð á Islandi; vel varðveitt 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.