Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 106

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 106
Adoif Friðriksson & Orri Vésteinsson C15 er ofan á'ruslalögunum sem liggja yfir holunni. Samhengi þessarar við- byggingar skálans og gryfjunnar er ljóst. Gryfjan hefur verið tekin og veggir hennar hlaðnir, síðan hefur hún fyllst af ruslalögum sem þynnast út í átt að skála. Veggur viðbyggingarinnar hefur þá fyrst verið reistur, þegar gryfj- an var orðin því sem næst barmafull af rusli. Ekki er hins vegar ljóst á þessu stigi hvort viðbyggingin er jafngömul og skálinn. Ef svo er, þá er jarðhúsið talsvert eldra en skálinn og viðbygg- ingar hans. Forngripir og sýni Við uppgröftinn fannst einungis einn forngripur. Er það flatur, hringlaga steinn með gati. Er þetta snældusnúð- ur úr dökkgráum og fremur mjúkum steini með rauðleitum blæ. Hann er 3,8 sm í þvermál og 1,8 sm þykkur. Gatið er um 1 sm í þvermál. Flötu hliðarnar eru lítillega kúptar, og er önnur þeirra aðeins meira ávöl en hin. A steininum má sjá nokkrar fíngerðar rispur, eins og eftir hnífsodd. Sam- kvæmt upplýsingum frá ábúendum á Hofstöðum er efni þessu líkt að finna í svonefndum Fellshól uppi á Hofstaða- heiði. Mögulegt er að efnið í snúðinn hafi verið fengið þaðan. Snúðurinn fannst í C6a sem er aðalruslalagið í G. Snúðurinn datt út úr sniði-b sem graf- ið hafði verið 1908 og hreinsað 1965. Engin sýni voru tekin við rannsóknina önnur en til gjóskulagaathugana og voru þau ekki skráð eða varðveitt. Beinum sem fundust í C4 og Cl4 í könnunarskurði var safnað er lögin voru fjarlægð. Samantekt og niðurstöður Markmið rannsóknanna á Hofstöðum 1995 var að kanna aldur, gerð og hlut- verk gryfjunnar sunnan við skálatóft- ina miklu. Nú liggja fyrir skýrar nið- urstöður um hvern þessara þátta. Víkj- um fyrst að aldri gryfjunnar. Gjóskulög og afstaða mannvistarlaga sýna að holan hefur verið grafin og veggir reistir við holubrúnir í lok 9- aldar. Þetta er staðfest af gjóskulagi sem nú er talið hafa fallið 871 ±2. Lík- indi eru á að fyrstu ummerki manna- ferða séu frá um 880. Af gólfleifum þeim sem fundust neðst í gryfjunni má ráða að hafst hafi verið við í henni, en gólflag þetta er að mestu ókannað enn. Þó að rannsókn gryfjunnar sé langt frá því lokið er ljóst að hún sver sig í ætt við jarðhús frá víkingaöld sem fundist hafa við fornbýli á Islandi og annarsstaðar á Norðurlöndum. Yfir gólfi jarðhússins er hrunið hleðsluefni sem kemur úr veggjum hússins og jafnvel þaki. Er hleðslur hússins hafa fallið saman eftir að það lauk sínu upphaflega hlutverki hefur tóftin verið notuð fyrir úrgang. Þannig hafa hlaðist upp úrgangslög um nokkurt skeið. I þessum lögum eru bein, eldsmerktir steinar og aska af brenndum mó og viði. Athugun á aldri gryfjunnar gagnvart byggingarsögu skálans reyndist einnig árangursrík. Rekja má efsta ruslalagið í gryfjunni útyfir veggi hennar og nær 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Archaeologia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.