Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 156
Adolf Friðriksson
vann Skipulag ríkisins að svæðisskipu-
lagi hreppa sunnan Skarðsheiðar og var
af því tilefni tekin saman skrá um
fornleifar og gerðar athuganir á vett-
vangi, sbr. Adolf Friðriksson (1994)
„Skýrsla um fornleifar sunnan Skarðs-
heiðar", Guðrún Jónsdóttir (ritstj.)
Svœðisskipulag sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar 1992-2012. Fylgiskjöl með
greinargerð; án útgst.
Loks var gerð lítilsháttar könnun
fyrir Þjóðminjasafn Islands á beina-
fundi á Urriðavatni í Fellum, sbr.:
Mjöll Snæsdóttir, Adolf Friðriksson &
Gavin M. Lucas (1991) Athugun á
beinafundi að Urriðavatni í Fellum, N-
Múlasýslu 1991, ópr.
1992
Rannsóknir: Árið 1992 veitti Vísinda-
sjóður og Verkefnasjóður námsmanna
styrki til rannsókna á meintum hof-
minjum. Að þessu sinni voru meintar
hofminjar skráðar á Austfjörðum og
grafinn könnunarskurður á Hofstöðum
í Mývatnssveit. Við þá rannsókn unnu
auk skýrsluhöfunda Garðar Guð-
mundsson, Guðmundur H. Jónsson,
Magnús Á. Sigurgeirsson og Mjöll
Snæsdóttir, sbr: Adolf Friðriksson &
Orri Vésteinsson (1998) „Fornleifa-
rannsóknir á Hofstöðum í Mývatns-
sveit 1992“, Archaeologia lslandica I.
Fornleifaeftirlit: Að ósk Þjóðminja-
safns Islands var gerð athugun á beina-
fundi við Hraungerðiskirkju, sbr.
Mjöll Snæsdóttir, Adolf Friðriksson &
Garðar Guðmundsson (1992) Athugun
á kirkjugarði Hraungerðiskirkju í Hraun-
gerðishreppi, Árnessýslu 18. júní 1992,
ópr.
1993
Rannsóknir: Árið 1993 var unnið að
þróun stafrænna aðferða við fornleifa-
skráningu fyrir styrk úr heiðurslauna-
sjóði Brunabótafélags Islands. Farið var
í leiðangur í Eyjafjörð og gerðar til-
raunamælingar á fornleifum í landi
Fornhaga í Hörgárdal og Hofs í Svarf-
aðardal.
Jafnframt hófst undirbúningur að
samstarfi við héraðsnefnd og sveitarfé-
lög í Eyjafirði og Minjasafnið á Akur-
eyri um fornleifaskráningu.
Þá var farið í leiðangur um Norður-
land og gerð athugun á varðveislu og
fjölda kirkjuleifa, sbr. Orri Vésteinsson
(1993) Kirkjur á Norðurlandi. Skýrsla
um könnun á dreifingu kirkjuminja sum-
arið 1993, ópr.
1994
Rannsóknir: Árið 1994 hófst almenn
fornleifaskráning í Eyjafjarðarsveit og
voru þá færðir á skrá 317 staðir á
svæðinu norðan Hrafnagils og Þverár.
Samhliða skráningarstarfinu voru ýms-
ar aðferðafræðilegar tilraunir gerðar,
sbr. Adolf Friðriksson & Orri Vésteins-
son (1994) Fornleifaskráning í Eyjafirði
1 : Fornleifar í Eyjafjarðarsveit norðan
Hrafnagils og Þverár, FSÍ & Minjasafnið
á Akureyri.
Fornleifaeftirlit: Á grundvelli niður-
staðna úr ofangreindri skráningu var
þjóðminjaverði sent erindi með tillög-
um um friðlýsingu á sjö stöðum í
Eyjafjarðarsveit.
Samkvæmt 18. gr. þjóðminjalaga nr.
88/1989 er skylt „að fornleifaskráning
fari fram á skipulagsskyldum svæðum
áður en gengið er frá skipulagi eða
156