Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Qupperneq 161
Ársskýrslur
Friðrikssonar og Orra Vésteinssonar.
Auk þeirra unnu að rannsókninni
Garðar Guðmundsson, sem var á veg-
um Þjóðminjasafns Islands, Hildur
Gestsdóttir, Howell M. Roberts, Mjöll
Snæsdóttir, Ragnar Edvardsson, Magn-
ús Á. Sigurgeirsson, Paul og Robert
Buckland, Thomas Amorosi og Thom-
as McGovern. Verður rannsóknum
haldið áfram 1998.
Kuml og haugfé, endurútgáfa: I des-
ember 1996 ákvað ríkisstjórn Islands
að veita styrk til undirbúnings að end-
urútgáfu á doktorsritgerð Kristjáns
Eldjárns, Kuml og haugfé. I ritnefnd
eiga sæti Adolf Friðriksson, Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður og Þórarinn
Eldjárn. Fornleifastofnun sér um fram-
kvæmd verksins undir verkstjórn
Adolfs Friðrikssonar. Á þessu ári var
texti bókarinnar skrifaður upp og
heimildum safnað um kumlfundi eftir
1955.
Stóraborg: Þjóðminjaráð óskaði eftir að
FSI tæki að sér að Ijúka úrvinnslu á
rannsóknargögnum frá Stóruborg. Var
hafinn undirbúningur að því verki á
árinu í umsjá Orra Vésteinssonar.
Beinarannsóknir: Hildur Gestsdóttir
vann að beinarannsóknum á vegum FSÍ
með námi haustið 1997 og gerði at-
huganir á mannabeinum frá Neðra-Ási.
Fornleifaskráning
Svæðisskráning: Gerð var svæðisskrán-
ing fyrir Vesturbyggð (2800 minja-
staðir), Akranes (327), Fellahrepp
(562), í Hengli og Grafningi norðan
Úlfljótsvatns (375), hluta Bolungar-
víkur (123), á Hallormsstað og ná-
grenni (95) auk þess sem hafist var
handa við skráningu á Fljótsdalshéraði
í árslok.
Aðalskráning: Jafnframt var unnið
að aðalskráningu á 9 stöðum. Unninn
var fjórði áfangi í Eyjafjarðarsveit (283
minjar), annar áfangi á Akureyri (96),
annar áfangi í Skútustaðahreppi (259),
síðari áfangi Hjaltastaðaþinghár (467)
og annar áfangi í Bolungarvxk (123).
Auk þess hófst fyrri áfangi af tveimur á
Akranesi (100), skráningu var lokið í
Fellahreppi (562) og skráðar voru
minjar í Hvammsvx'k og á Hengils-
svæðinu (135).
Deiliskráning: Gerð var deiliskrán-
ing á Sólborgarhöfða og nágrenni á
Akureyri.
Á árinu voru því færðar á svæðisskrá
alls 5122 minjar, en 2058 minjar á að-
alskrá. I heild eru 17194 minjar á
svæðisskrá, en 3580 minjar á aðalskrá.
Fornleifaeftirlit
Skipulagsmál: FSI vann að ósk Akur-
eyrarkaupstaðar drög að stefnu bæjar-
ins í verndun, rannsóknum og fræðslu
um fornleifar. Var þetta gert í tilefni af
aðalskipulagsgerð þeirri er nú stendur
yfir.
Umhverfismat: Vegna ýmissa vega-
framkvæmda á Vesturlandi fór Vega-
gerðin þess á leit við þjóðminjavörð að
gerðar yrðu athuganir á fornleifum
sem liður í umhverfismati við fyrir-
huguð vegastæði. Oskaði þjóðminja-
vörður eftir að FSI tæki að sér þessi
verkefni. Var því gert umhverfismat á
fyrirhuguðu framkvæmdasvæði á
Mávarhlíðarrifi og í landi Hraunhafnar
161