Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 3 Frumkvöðlar í hjúkrun sóttu sér framhaldsnám erlendis allt frá þriðja áratug síðustu aldar og fluttu mikla þekkingu með sér heim. Sjálf stæðar hjúkrunarrannsóknir tóku síðan mikinn kipp eftir að nám í hjúkrunarfræði hófst í Háskóla Íslands 1973. Mis - umfangsmiklar rannsóknir hafa verið hluti af grunnnámi hjúkrunarfræðinga æ síðan og hefur það hvatt hjúkrunarfræðinga til að hagnýta rannsóknir í störfum sínum. Með tilkomu meistaranáms og doktorsnáms í hjúkrunarfræði hér á landi hafa rannsóknir fest sig enn frekar í sessi, hjúkrunarfræðingum og skjólstæðingum þeirra til hagsbóta. Enn ein rós bættist síðan í hnappagat hjúkrunarfræðideildar HÍ 21. ágúst þegar fyrsta doktorsvörnin frá deildinni fór fram. Háskólinn á Akureyri (HA) og Háskóli Íslands (HÍ) hafa verið stoðirnar í rannsóknum hjúkrunarfræðinga undan- farin ár og áratugi. Kennarar í hjúkrunar- fræði deildunum og meistaranemar í báðum skólum hafa skapað þekkingu í hjúkrun sem byggist á íslenskum aðstæðum þannig að hjúkrunarfræðingar í klínísku starfi geta hagnýtt þekkinguna í störfum sínum, allt í þágu skjól- stæðinganna. Skólarnir hafa báðir komið á fót sérstöku rannsóknaumhverfi og samstarfi við kennslusjúkrahúsin. Heil- brigðis vísindastofnun Háskólans á Akur- eyri var stofnuð 2003 í tengslum við samstarfssamning HA og Sjúkrahússins á Akureyri. Eitt meginhlutverk stofnunar- innar er að skapa starfs mönnum há skólans og sjúkrahússins sameigin- legan vett vang til rannsókna og að efla tengsl rannsókna, kennslu og klínískra starfa. Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við HÍ, sem vinnur samkvæmt reglum frá 22. september 2004, hefur áþekkt hlutverk. Aðalviðfangsefni stofnunarinnar er að styðja við og efla rannsóknir kennara hjúkrunarfræðideildar og hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra á Landspítala. Landspítalinn hefur lagt sitt lóð á vogarskálina með því að kosta stöðu við rannsóknastofnunina um árabil. Í stefnu hjúkrunarfræðideildar HÍ 2006-2011 segir að lögð sé „áhersla á rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði með því að efla hágæða klínískar rannsóknir og með því að efla sértækar meðferðarrannsóknir og rannsóknir á sviði heilsugæslu og forvarna“ (bls. 6). Árangur þessarar stefnu er mælanlegur í margföldun á fjölda rannsóknastiga í deildinni síðustu ár. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) hefur leitast við að leggja sitt af mörkum til að styðja við rannsókna- og fræðastörf hjúkrunarfræðinga. Þar vega þyngst styrkir úr B-hluta vísindasjóðs félagsins. Vinnuveitendur greiða nú sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í Vísindasjóð félags ins. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunar- fræðingar sem eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun. Vísindasjóði er annars vegar ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga (A-hluti) og hins vegar að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðaskrif sjóðsfélaga (B-hluti). Árlega veitir vísindasjóður FÍH styrki til um 25 rannsókna hjúkrunarfræðinga og nemur heildarupphæð styrkjanna um 10 milljónum króna. Rétt er að vekja athygli á því að FÍH er nú eina félagið innan Bandalags háskólamanna sem enn hefur vísindasjóð. Styrkþegar hafa undanfarin ár verið hvattir til að birta rannsóknaniðurstöður sínar í Tímariti hjúkrunarfræðinga í þeim anda að rannsókn sé ekki lokið fyrr en niðurstöður hennar hafi verið birtar. Það er órækur vitnisburður um gróskuna í rannsóknum hjúkrunarfræðinga að ritstjóri og ritnefnd tímaritsins glíma nú við það ánægjulega verkefni að innsendar rannsóknagreinar eru fleiri en svo að hefðbundin birting tveggja rannsóknagreina í hverju tölublaði nægi til að mæta eftirspurninni. Því er nú gripið til þess ráðs að gefa út sex tölublöð tímaritsins í ár og er þetta tölublað sérstaklega tileinkað rannsóknum hjúkrunarfræðinga. Eins og sjá má eru rannsóknirnar fjölbreytilegar rétt eins og störf hjúkrunarfræðinga. Þeirri breytingu, sem gerð hefur verið á skipulagi FÍH með breytingum á lögum þess, er meðal annars ætlað að efla faghluta félagsins. Fagdeildir félagsins hafa styrkst með fjölgun sérfræðinga í sérgreinum hjúkrunar. Fagdeildirnar hafa bein tengsl við klíníkina og ekki síður við hjúkrunarfræðideildarnar í gegnum það sérnám sem þar er boðið upp á. Fagdeildir FÍH geta því orðið ein af stoðunum í rannsókna- og fræðastörfum hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir. Efling rannsókna í hjúkrun Sköpun nýrrar þekkingar er grundvöllur framþróunar hverrar fræðigreinar. Þó hjúkrunarfræði sé sannarlega ung fræðigrein hér á landi hafa rannsóknir og þekkingarþróun eflst gríðarlega á síðustu 30 árum. Formannspistill Vönduð hjúkrunarrúm og húsgögn í úrvali. Þjónusta er byggir á þekkingu, reynslu og gæðum. Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.