Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 51 Ritrýnd fræðigrein og meira krefjandi og að þekking þeirra og hæfni nýtist betur. Því má í heildina segja að breytingin hafi gengið vel. Núningur og togstreita skapaðist á milli einstaklinga og stétta við breytingarnar eins og fram kemur í rýniviðtölum og dagbókarskrifum. Aðrar rannsóknir, þar sem verið var að breyta hlutverkum og verkaskiptingu á milli heilbrigðisstarfsfólks, hafa einnig greint frá erfiðleikum í samskiptum, mismunandi skilningi á hlutverkum og forgangsröðun verkefna (Galvin o.fl., 1999; Wade, 1993). Núningur á milli starfsmanna er fyrirsjáanlegur þegar gerðar eru breytingar á 30 ára gömlu skipulagi og til þess að vinna gegn honum var reynt að undirbúa breytinguna sem best með vinnubúðum, samráðsfundum og handleiðslu. Mest athygli beindist að hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með framhaldsnám og stuðningi við þá en sérhæft aðstoðarfólk og sjúkraliðar fengu minni stuðning. Þann lærdóm má draga af niðurstöðum þessarar rannsóknar að starfsmenn þurfi jafnvel meiri stuðning í svo viðamiklum breytingum sem hér voru framkvæmdar og enn meiri áherslu þurfi að setja á samráð við starfsmenn eins og Garon og félagar hafa bent á (2009). Breytingin á samsetningu mönnunar felur í sér breytingar á starfsfyrirkomulagi, verklagi og ábyrgð og því líklegt að flestir starfsmenn þessarar rannsóknar hafi upplifað áhrif þeirra, sumir litla og aðrir sem mikla kröfu um aðlögun og um leið álag. Þegar staðið er frammi fyrir streituvaldandi atburðum eins og þessum breytingum metur einstaklingurinn það á tvo ólíka vegu, annars vegar sem áskorun og hins vegar sem ógn. Niðurstöður benda til þess að hjúkrunarfræðingar hafi metið áhrif breytinganna sem ógn á meðan sjúkraliðar með framhaldsnám hafi litið á þau sem áskorun. Vekur það upp spurningar um hvort kynning og undirbúningur verkefnis hefði getað verið með öðrum hætti þar sem kynnt hefði verið betur í upphafi í hverju tækifæri hjúkrunarfræðinga lægju. Í ljósi aðstæðna var vitað að ástæða breytinganna var vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eflaust hefur það haft áhrif. Einnig hefði mátt kynna aðferðafræði rannsóknarinnar betur fyrir starfsmönnum sem hefði hugsanlega leitt til minni togstreitu og aukinnar samvinnu. Hjúkrunarfræðingarnir kærðu sig ekki um að vera í hlutverki ráðgefandi hjúkrunarfræðings og bera ábyrgð á hjúkrun og hjúkrunaráætlun sjúklings á annarri deild. Reynt var að styðja við þetta nýja hlutverk hjúkrunarfræðinganna með að setja upp námskeið í líkamsmati fyrir þá í upphafi rannsóknar. Líklega hefur vantað meiri stuðning fyrir hjúkrunarfræðingana í þetta nýja hlutverk. Því var ákveðið eftir að rannsókninni lauk að halda áfram með sömu mönnunarsamsetningu en þó með þeirri breytingu að hjúkrunarfræðingar á deild B sinna einungis bakvöktum en bera ekki ábyrgð á meðferðaráætlun sjúklinga á rannsóknardeildinni. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að víða eru hjúkrunarfræðingar að færast meira yfir í ráðgefandi hlutverk í öldrunarþjónustu (Hall o.fl., 2000). Það getur hins vegar verið að sú þróun sé fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum í öldrunarþjónustu fremur en að þeir óski eftir slíkri þróun enda hafa rannsóknir sýnt að hjúkrunarfræðingar vilja sinna beinni hjúkrun (Hall o.fl., 2000). Tyler og félagar (2006) greindu frá því að skortur á samskiptum við sjúklinginn var eitt af því sem hjúkrunarfræðingum þótti verst við starf sitt og nálægð við sjúklinginn veitti þeim mesta starfsánægju. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum þessarar rannsóknar þar sem hjúkrunarfræðingarnir vildu frekar vinna í nálægð við sjúklinginn en að vera í ráðgefandi hlutverki. Breytingin þvingaði alla til að stíga nokkur skref út fyrir sín þægindamörk sem í senn var ógnvekjandi og hvetjandi. Allir sáu ákveðin tækifæri í breytingunni, uppgötvuðu nýjar leiðir í samvinnu, nýja kollega og tækifæri til að þróa sig í starfi og nýta þekkingu sína. Eins og í öllum rannsóknum, sem gerðar eru á vettvangi, og sem líka á við um starfendarannsóknir, urðu breytingar á rannsóknartímabilinu. Reynt var að stýra því hvernig sjúklingar væru á rannsóknardeildinni og átti hópurinn að vera í stöðugu ástandi. Líklega er ekki hægt að velja erfiðari hóp til þessa verkefnis en einstaklinga með heilabilun. Stýringin tókst því ekki alltaf sem skyldi og sjúklingarnir voru á tímabilum veikari en gert hafði verið ráð fyrir. Stærsti veikleiki rannsóknarinnar er að einn af yfirmönnum sviðsins var í hópi rannsakenda. Slíkt getur ávallt haft áhrif á þátttöku og svörun. Reynt var að minnka áhrif þessa þáttar með því að fá utanaðkomandi rannsakendur til að taka viðtöl og lesa dagbækur. Texti, sem rannsakendur fengu í hendur til greiningar, var því ópersónugreinanlegur. Það að hluti rannsakenda tók ekki þátt í viðtölunum og hafði ekki tækifæri til að hlusta á viðtölin er einnig veikleiki er varðar túlkun textans. Utanaðkomandi rannsakandi, sem tók viðtölin, bættist í hóp rannsakenda og tók þátt í túlkun textans til að vega upp á móti þessum veikleika. Samt sem áður er líklegt að það að yfirmaður var í hópi rannsakenda hafi haft einhver áhrif og einnig í þá átt að starfsmenn ættu erfiðara með að kvarta við yfirmann sinn yfir rannsóknarverkefninu í heild sinni. Rannsóknarverkefnið var hins vegar komið til af þörf og aðstæðum á vettvangi og ljóst að þrátt fyrir veikleika gæfu niðurstöður mikilvægar vísbendingar enda er nauðsynlegt þegar lagt er upp í svona viðamiklar breytingar að meta með einhverju móti árangurinn. Í því tilliti skipti mestu máli áhrifin á gæði hjúkrunar, starfsánægju og upplifunin af breytingunum. Mikilvægt er að áframhaldandi rannsóknir verði gerðar á þeirri þróun sem fyrirsjáanleg er á samsetningu mönnunar á öldrunarstofnunum á Íslandi. LOKAORÐ Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis varpa ljósi á hvernig hægt er að er að nýta sjúkraliða með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun og um leið þróa nýjar leiðir í starfi hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin er því mikilvægt innlegg í ákvarðanatöku um hvernig starfskraftar sjúkraliða með framhaldsnám verða nýttir í öldrunarþjónustu í framtíðinni. Sjúkraliðar með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun eru vel undir það búnir að takast á aukna ábyrgð, eru mikilvæg viðbót við mannaflann sem sinnir öldruðum og það er akkur fyrir hjúkrunarfræðinga að fá þá sem samstarfsaðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.