Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200914 Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga 12. maí sl. var sam þykkt tillaga um „að fela stjórn félagsins að ganga frá úrsögn félagsins úr Bandalagi háskólamanna (BHM)“. Aðdragandi þessarar ákvörðunar er orðinn langur. FÍH gekk í BHM í ársbyrjun 1994 eftir sam- einingu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Skiptar skoðanir voru meðal félagsmanna um aðildina og í skýrslu undirbúningshóps um málið segir meðal annars að meta skuli aðildina á hverjum tíma. Vinnuveitendur hjúkr unar- fræðinga greiða nú í fimm sjóði: starfs mennt unarsjóð, orlofs sjóð, vísindasjóð, styrktar sjóð og sjúkra- sjóð. Einungis þeir tveir síðasttöldu eru reknir af BHM. Helstu mótrök gegn aðild félagsins að BHM á sínum tíma voru annars vegar talin vera mikill kostnaður við aðildina og hins vegar áhrif aðildar á stéttarvitund hjúkrunarfræðinga, þ.e. að það bætti samstöðu og stéttarvitund hjúkrunarfræðinga að standa utan heildarsamtaka. Eftir fimm ára aðild FÍH að BHM kom fram fyrsta tillagan frá formanni FÍH um að sett yrði hámark á aðildargjöld til bandalagsins. Slíkar tillögur hafa verið lagðar fram og ræddar í BHM sl. tíu ár án árangurs. Á aðalfundi BHM í apríl sl. lagði stjórn FÍH fram tillögu um að samanlögð iðgjöld félagsmanna einstakra félaga verði aldrei hærri en 11 milljónir kr. á ári. Tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum annarra en fulltrúa FÍH á fundinum. ÁHRIF ÚRSAGNAR FÍH ÚR BHM Á SJÓÐI OG STYRKI Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is Eftir að aðalfundur FÍH ákvað að félagið segði sig úr BHM hafa margir haft samband og tjáð áhyggjur sínar af því hvað verður með sjóði og styrki í umsjá félagsins og BHM. Elsa B. Friðfinnsdóttir skýrir hér málið. Fjárhagsáætlun FÍH fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir að aðildargjöld til BHM verði tæpar 14 milljónir króna. Fjallað hefur verið ítarlega um ávinning og kostnað af aðild félagsins í stjórn þess og á aðalfundum (áður fulltrúaþingum) síðustu þrjú árin. Sú ákvörðun, sem tekin var um úrsögn FÍH úr BHM á fyrsta opna aðalfundi félagsins þann 12. maí, ætti því ekki að koma á óvart. Einstakir félagsmenn FÍH hafa í samskiptum við starfsmenn félagsins spurst fyrir um hvort og þá hvaða áhrif úrsögnin muni hafa á styrki og sjóði sem hjúkrunarfræðingar hafa getað sótt í. Vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga greiða nú í fimm slíka sjóði, þ.e. starfs- menntunarsjóð, orlofssjóð, vísinda sjóð, styrktarsjóð og sjúkrasjóð. FÍH hefur rekið þá þrjá fyrstnefndu sjálf stætt en þeir tveir síðasttöldu eru reknir undir hatti BHM. Úrsögn FÍH úr BHM mun því augljóslega ekki hafa nein áhrif á réttindi hjúkrunarfræðinga úr starfsmenntunarsjóði, orlofssjóði eða vísindasjóði. Rétt er að benda á að FÍH er eina aðildarfélag BHM sem enn hefur vísindasjóð. Í kjarasamningum annarra BHM-félaga við ríkið í júní 2008 var framlag vinnuveitenda í vísindasjóð aflagt. Hvað styrktarsjóð og sjúkrasjóð varðar þá eru báðir þessir sjóðir skilgreindir sem sjálfseignarstofnanir. Styrktarsjóður er fyrir opinbera starfsmenn og kveðið er á um greiðslur vinnuveitenda í sjóðinn í kjarasamningum. Sjúkrasjóður er aftur á móti fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt lögum nr. 19/1979 ber einkafyrirtækjum að greiða 1% af heildarlaunum starfsmanna sinna í sjúkrasjóð. Vinnuveitendur hjúkrunar fræðinga, opinberir sem almennir, munu því áfram greiða fyrir hjúkrunar fræðinga í styrktarsjóð og sjúkra- sjóð og hjúkrunarfræðingar munu áfram geta sótt um styrki úr slíkum sjóðum. Hvort sjóðirnir verða reknir sjálfstætt af FÍH, eingöngu fyrir hjúkrunarfræðinga, eða í samvinnu við aðra verður ákveðið á haustmánuðum. Í VIII. kafla laga BHM er fjallað um úrsögn félags úr bandalaginu. Þar er meðal annars kveðið á um fjárhagslegt uppgjör við úrsögnina eins og segir í 21. gr. „Félag sem hefur sagt sig löglega úr BHM getur gert kröfu um hlutdeild félagsins í eignamyndun BHM, að frátöldum eignum Vinnudeilusjóðs og Orlofssjóðs, þann tíma sem félagið var í BHM . . . “. Félagið hefur unnið að undirbúningi að slíku fjárhagslegu uppgjöri síðan í byrjun júní. Styrktarsjóður og sjúkrasjóður verða áfram reknir þó að FÍH fari úr BHM. Að lokum er rétt að ítreka að stjórn og starfsmenn FÍH munu fyrst og síðast gæta hagsmuna félagsmanna í FÍH, við undirbúning og úrsögn FÍH úr BHM. Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður FÍH. Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.