Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 63
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 59 Ritrýnd fræðigrein teymis og þess sem komið er inn í. Silén-Lipponen o.fl. (2005) lýsa því að skurðhjúkrunarfræðingar finni til óöryggis í öðrum teymum en sínu eigin og að ekki sé tekið tillit til þess að sérhæfð þekking þeirra sé ekki fyrir hendi. Hraði, vinnuálag, þreyta og mönnun var grunntónninn í þeim þemum sem greind voru og tengdust ógnum við öryggið. Þetta getur bent til hættu á að dulin mistök eigi sér stað, mistök sem geti leitt til virkra mistaka í starfi hjúkrunarfræðinganna samanber kenningar Reason (1990). Í rannsókn, sem gerð var á skurðstofum LSH í lok árs 2005, kom fram að aðeins 19% svarenda töldu að mönnun væri nægjanleg til að anna vinnuálagi (Áslaug S. Svavarsdóttir og Laura Sch. Thorsteinsson, 2006). Viðmælendur lýstu allir að hraði á deildunum hefði aukist á síðustu árum og að kröfur hefðu aukist bæði varðandi afköst og samfara flóknari aðgerðum og tækjabúnaði. Þetta er í samræmi við þá þróun sem víða er lýst og veldur áhyggjum um dulin mistök þar sem krafa um aukin afköst getur orðið á kostnað öryggis (Page, 2004; Reason, 2000). Í skýrslu IOM um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er rætt um nauðsyn þess að finna leiðir til að meta mönnunarþörf í hjúkrun (Page, 2004) og svipaða ábendingu má finna í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis stofnunarinnar um fyrirbyggingu mistaka í heilbrigðisþjónustunni (WHO, 2002). Í þessari rannsókn kom fram að til þess að geta unnið á þeim hraða, sem krafist væri í dag á skurðstofum LSH, þá þyrftu þrír skurðhjúkrunarfræðingar að vera á hverri aðgerðarstofu. Fyrrnefnd skýrsla IOM vekur einnig athygli á áhrifum langs vinnutíma og hvetur til þess að vinnulotur séu ekki lengri en 12 tímar og ekki séu unnar fleiri en 60 stundir á viku (Page, 2004). Á skurðstofum LSH sinna hjúkrunarfræðingar útkallsvöktum til viðbótar við dagvinnu og því getur vinnuvika orðið löng. Hjúkrunarfræðingarnir lýstu því að þeir keyra sig áfram í vinnu en þegar álaginu létti væru þeir uppgefnir. Þeir töldu ekki að þessi þreyta kæmi niður á sjúklingunum en hins vegar væri nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi til þess að stunda þessa vinnu Svipað kom fram í rannsókn sem gerð var meðal svæfingahjúkrunarfræðinga (Perry, 2005). Tregðu hjá heilbrigðisstarfsmönnum til að viðurkenna áhrif þreytu á störf sín hefur verið lýst (Sexton o.fl., 2000). Það má spyrja hvaða áhrif langvarandi þreyta hefur á hjúkrun sjúklinga og öryggi og á hjúkrunarfræðingana og heilsu þeirra. Í undanfara atvika má greina lélega mönnun, mikið vinnuálag og streitufullt andrúmsloft, breytingar, vanhæfni starfsmanna eða ófullnægjandi leiðsögn reyndari starfsmanna (Benner o.fl., 2002; Meurier o.fl., 1997). Viðmælendum í þessari rannsókn fannst þeir oft ekki hafa stjórn á aðstæðunum sem dró úr starfsánægju og öryggi. Það kom skýrt fram í umræðum rýnihópa að það eru hjúkrunarfræðingarnir sjálfir sem þurfa að setja mörkin, og hafa í huga að fara ekki hraðar en þeir eru færir um. Þegar samræðurnar bárust að mistökum eða óvæntum atvikum þá voru það stóru atvikin sem hjúkrunarfræðingarnir mundu, atvikin sem höfðu einhverjar afleiðingar fyrir sjúklinginn. Þetta bendir til þess að mistök eða óvænt atvik séu skilgreind út frá því hvort einhverjar afleiðingar verði. Einnig var áberandi sjónarmið að orsakir mistaka mætti rekja til einhvers sem hefði brugðist hjá einstaklingnum sjálfum. Þetta er það sem Reason (2000) talar um sem einstaklingsnálgun. Hjúkrunarfræðingarnir leituðu orsaka í gleymsku, reynsluleysi, vanþekkingu, of miklum flýti eða að eitthvað truflaði þá í verki. Þetta eru sömu þættir og Meurier og félagar (1997, 1998) greindu í sínum rannsóknum. Það þarf að læra af því sem gerist og nýta til forvarna, því þarf úrvinnsla að vera kerfisbundin út frá víðu sjónarhorni og skoðað hver var aðdragandinn en ekki bara endapunkturinn (Reason, 2000; Wood og Cook, 2002). Það sýndi sig í rannsókninni að það er ákveðin tortryggni gagnvart atvikaskráningu í miðlægan gagnagrunn og það vakti athygli í umræðum rýnihópa hversu hjúkrunarfræðingarnir vita í raun lítið um atvikaskráningar, hvort heldur er form þeirra eða tilgang. Þetta er í samræmi við það sem aðrar rannsóknir sýna og greinilegt að skráningar og skilgreiningar á mistökum eða óvæntum atvikum eru á reiki í huga hjúkrunarfræðinga (Cook, o.fl. 2004; Meurier o.fl., 1998). LOKAORÐ Öryggi sjúklinga á skurðstofum er háð mörgum þáttum. Með rannsókn þessari teljum við að varpað hafi verið ljósi á hvaða þættir það eru sem hjúkrunarfræðingar á skurðstofum LSH telja að skipti máli, annars vegar út frá hlutverki hjúkrunarfræðinga og hins vegar skipulagi og vinnuumhverfi. Það er ekki alltaf aðstaða til að veita bestu umönnun sem þekking stendur til. Þeir sem sinna sjúklingum þurfa að horfast í augu við ýmsa erfiðleika og jafnvel að slá af kröfum til að geta mætt mótsagnarkenndum markmiðum, m.a. um aukin afköst, sparnað og bætt gæði. Krafan um bættan árangur með minni tilkostnaði má hins vegar ekki verða á kostnað öryggis. Öryggið verður að byggja upp í kerfinu því, eins og þessi rannsókn sýndi, þá eru veikleikarnir í mörgum tilvikum þar. Það er mikilvægt að muna að það er fólkið sem skapar öryggið og það þarf að styðja það í því að takast á við flókið umhverfi og nýta þekkingu þess í því að leita lausna. Þakkir Höfundar vilja þakka eftirtöldum fyrir stuðning: Hjúkrunar- fræðingum á skurðstofum í Fossvogi og við Hringbraut sem veittu innsýn í reynslu sína og þekkingu og deildu með okkur sýn sinni á öryggi. Helgu Jónsdóttur og Lovísu Baldursdóttur sem sátu í meistaranámsnefnd fyrir góðar ábendingar. Lauru Sch. Thorsteinsson fyrir aðstoð við rannsóknina. Helgu Kristínu Einarsdóttur sviðsstjóra og Önnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, fyrir veittan stuðning. Rannsóknin naut styrkja frá Rannís, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítalanum sem þakkað er. HEIMILDIR Áslaug S. Svavarsdóttir og Laura Sch. Thorsteinsson (2006). Könnun á öryggis menningu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á skurð- og svæfinga deildum Landspítala – háskólasjúkrahúss. Óbirt rannsókn. Reykjavík: Landspítali – háskólasjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.