Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200928 í heild (Polit og Beck, 2004). Lífsgæðarannsóknir eru því uppspretta þekkingarbrunns sem hægt er að nota til að leiðbeina við hjúkrunarmat og íhlutanir. SAMANTEKT OG LOKAORÐ Lífsgæði er flókið hugtak sem erfitt hefur verið að skilgreina. Gæði lífsins eða hið góða líf hefur verið umhugsunarefni manna frá örófi alda. Þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setti fram skilgreiningu á heilbrigði árið 1948 fór hugtakið lífsgæði að tengjast heilsu fólks. Síðan þá hefur verið reynt að skilgreina bæði heilsu og lífsgæði, oftast þannig að hugtökin tengjast enda er heilsa hluti af lífsgæðahugtakinu. Lífsgæði eru einnig tengd hamingju, vellíðan og lífsfyllingu. Þessi tvö hugtök, lífsgæði og heilsa, eiga það sameiginlegt að vera huglæg, fræðileg og heimspekileg. Heilsutengdum lífsgæðum er ætlað að fjalla um almenna heilsu, líkamlega og andlega þætti, tilfinningalíf, vitræna þætti, hlutverk og félagsfærni. Samkomulag er um að það sé huglægt og innihaldi bæði jákvæðar og neikvæðar þætti lífsins. Heilsutengdum lífsgæðarannsóknum er því ætlað að vera mælistika á gæði heilbrigðisþjónustunnar með sjónarmið sjúklinganna sjálfra að leiðarljósi. Í þessari umfjöllun var leitast við að gera grein fyrir lífsgæðahugtakinu og nálgun þess við heilbrigðishugtakið. Gerð hefur verið grein fyrir helstu kostum og göllum lífsgæðamælinga almennt og sérstaklega í hjúkrunarrannsóknum. Lífsgæði hafa orðið eins konar lykilorð í heilbrigðisvísindum og lífsgæðarannsóknir eru algengar. Skortur er þó á skýrleika í sjálfu lífsgæðahugtakinu. Þannig getur innihald hugtaksins og tilgangur glatast og hugtakið verið notað sem markmið meðferðar án þess að reynt sé að aðgerðabinda það. Vert er að huga að því hvers vegna lífsgæðarannsóknir og bætt lífsgæði geta verið áhugaverður og álitlegur kostur í hjúkrunarrannsóknum og heilbrigðisvísindum. Einn mikilvægur þáttur er mat á árangri hjúkrunarmeðferðar. Lífsgæðamælingar geta sýnt fram á framfarir eða afturför í meðferð sjúklings. Hægt er að kanna huglægt mat einstaklinga á heilsu og getu þeirra til að stunda daglegt líf, andlega líðan og félagslega færni. Mögulegt er að bera saman lífsgæði ákveðinna hópa og kanna þannig hvaða einstaklingar og hópar eru í mestri þörf fyrir hjúkrunarmeðferð. Heilsutengd lífsgæði eru næmari á framlag hjúkrunar til heilsu og velferðar og bæta hefðbundnar mælistikur eins og dánartíðni og sjúkleika. Auk þess geta heilsutengdar lífsgæðarannsóknir verið verkfæri við gæðaþróun og árangursstjórnun í heilbrigðisvísindum. Þannig er stuðlað að bættum lífsgæðum skjólstæðinga okkar. HEIMILDIR Anderson og Burckhardt (1999). Conceptualization and measurement of quality of life as an outcome variable for health care intervention and research. Journal of Advanced Nursing, 29(2), 298–306. Bengtson, I. (2004). Age and health related quality of life after a first myocar- dial infarction. Gautaborg: Nordic School of Public Health. Berglund, A.L. og Erikson, K. (2003). Different meanings of quality of life: A comparison between what elderly persons and geriatric staff believe is of importance. International Journal of Nursing Practice, 9, 112. Bergsma, J. og Engel, G.L. (1988). Quality of life: Does measurement help. Health policy, 10, 267–279. Björk, S. (1995). Livskvalitet – ett mångfacetterat begrepp. Hälsosamma tan- kar, 9–39. Svíþjóð: Nya Doxa. Bowling, A. (1995). What things are important in people`s lives? A survey of the public judgments to inform scales of health related quality of life. Social Science and Medicine, 41, 1447–87. Bowling, A. (2005). Measuring health. A review of quality of life measurement scales. (3. útg.). Maidenhead: Open University Press. Browne, J.P., O´Boyles, C.A., McGee, H.M., Joyce, C.R.B., McDonald, N.J., Malley, K.O., Hiltbrunner, B. (1994). Individual quality of life in the healthy elderly. Quality of life research, 3, 235–244. Bury, M. (1994). Livskvalitet: Varför nu? En sociologisk betraktelse (Quality of life: why now? A sociological reflection). Í B. Richt (ritstj.), Livskvalitet, teori, mätning och realitet. (Quality of life, theory, measurement and real- ity). Linköping: Linköpings Universitet, 17–34. Calman, K.C. (1984). “Quality of life in cancer patients – an hypothesis”. Journal of Medical Ethics, 10, 124–127. Draper, P. (1997). Nursing Perspectives on Quality of Life. London: Routledge. Fayers, P.M. og Machin, D. (2000). Quality of life: Assessment analysis and interpretation. Chichester: Wiley. Gill, T.M. og Feinstein, A.R. (1994). A critical appraisal of the quality of life measurements. Journal of the American Medical Association, 272, 619–626. Häyry, M. (2000). Livskvalitet och beslutsfattande inom hälsovården. Í K. Klockars og B. Österman (ritstj.), Begrepp om hälsa. Filosofiska och etiska perspektiv på livskvalitet, hälsa och vård. Stokkhólmur: Liber utbildning. King, I.G. (1994). Quality of life and goal attainment. Nursing Science Quarterly, 7(1), 29–32. Leininger, M. (1993). Quality of life from a transcultural nursing perspective. Nursing Science Quarterly, 7(1), 22–28. Lindström, B. (1992). Quality of life: A model for evaluating Health for all. Conceptual considerations and policy implications. Soz preventivmed, 37, 301–6. Lindström, B. (1994). The essence of existence: On the quality of life of chil- dren in the Nordic countries. Göteborg: Nordic School of Public Health. Lips, P., Cooper, C., Agnusdei, F., Caulin, F., Egger, P., Johnell, O. o.fl. (1997). Quality of life as outcome in the treatment of osteoporosis: The development of a questionnaire for quality of life by the European Foundation for Osteoporosis. Osteoporosis International, 7, 36–38. Lips, P., Cooper, C., Agnusdei, F., Caulin, F., Egger, P., Johnell, O. o.fl. (1999). Quality of life in patients with vertebral fractures: Validation of the quality of life questionnaire of the European Foundation for Osteoporosis. Osteoporosis International, 10, 150–160. Lips, P. og van Schoor, N.M. (2005). Quality of life in patients with osteopo- rosis. Osteoporosis International, 16, 447–455. Maslow, A. (1999). Toward a psychology of being. (3. útg.). New York: John Wiley and Sons. McCall, S. (1980). ‘What is quality of life?’ Philosophica, 25(1), 5–14. Meyers, D.G. (1992). The pursuit of happiness: Who is happy and why. New York: William Morrow. Newman, M.A., Shime, A.M. og Corcoran-Perry, S.A. (1991). The focus of the discipline of nursing. Advances in Nursing Science, 14(1), 1–6. Nordenfeldt, L. (1991). Livskvalitet och hälsa: Teori och kritik. Stockholm: Almqvist & Wiksell. Næss, S. (2001). Livskvalitet som psykisk velvaere. Tidskrift for Nor Laegeforening, 16(121), 1970–1974. Næss, S. (2004). Livskvalitet som psykisk velvaere. Definitioner. Empiriske undersökelser. Fyrirlestur fluttur í NHV Gautaborg. Padilla, G. Grant, M.M. og Ferrell, B. (1992). Nursing research into quality of life. J Qual Live Res, 1, 341–348. Parse, R.R. (1993). Quality of live: Science and living the art of human becoming. Nursing Science Quarterly, 7(1), 16–21. Polit, D.F. og Beck, C.T. (2004). Nursing research. Principles and methods. (7. útgáfa). Philadelphia: Lippincott Co. Rapley, M. (2003). Quality of life research. A critical introduction. London: Sage publication.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.