Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 45 Ritrýnd fræðigrein Á árinu 2002 var boðið upp á eins árs framhaldsnám fyrir sjúkraliða í öldrunarhjúkrun við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Markmið námsins var að auka við menntun sjúkraliða og auka þannig möguleika þeirra á aukinni ábyrgð í starfi og starfsþróun. Í framhaldi af því voru gerðar breytingar á samsetningu mönnunar (skill mix) á annarri af tveimur deildum fyrir sjúklinga með heilabilun á öldrunarsviði Landspítalans. Þetta var gert til að bregðast við langvarandi skorti á hjúkrunarfræðingum á báðum deildunum. Þegar veigamiklar breytingar eru gerðar á hefðbundinni samsetningu mönnunar á deildum er mikilvægt að rannsaka áhrif breytinganna. Umönnun aldraðra krefst mikils mannafla og því er mikilvægt að hann sé vel nýttur til að fá fram gæði og hagkvæmni. Samsetning mannaflans með tilliti til menntunar og reynslu skiptir þar máli (Mueller, 2000). Mönnun á íslenskum öldrunarstofnunum hefur verið svipuð á milli stofnana, samsett af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og sérhæfðu aðstoðarfólki. Rannsóknir hafa sýnt að nægileg mönnun hjúkrunarfræðinga er talin vera mikilvæg fyrir gæði umönnunar (Aiken o.fl., 2002). Rannsóknir hafa bent á að aukinn tími hjúkrunarfræðinga með hverjum skjólstæðingi á hjúkrunarheimilum, jafnvel einungis aukning um 15 mínútur, hafi í för með sér aukin gæði þjónustunnar, sérstaklega eftir því sem skjólstæðingahópurinn er veikari (Johnson o.fl., 1996). Jafnframt hefur verið sýnt fram á að mönnun þar sem hjúkrunarfólk var fámennt tengdist lélegri gæðum og minni lífsgæðum skjólstæðinga á hjúkrunarheimilum. Þó kom í ljós að ýmsir aðrir þættir höfðu einnig áhrif, s.s. stærð hjúkrunarheimila og komu þá minni heimili betur út (Harrington o.fl., 2000). Margir fræðimenn hafa skrifað um mikilvægi þess að nota aðferðafræði gæðavísa til að skoða gæði heilbrigðisþjónustu (Bokhour o.fl., 2009; Kristensen o.fl., 2009; Mainz o.fl., 2004; Willis o.fl., 2007). Resident Assessment Instrument eða RAI- matstækið eins og það er kallað á Íslandi, gerði fræðimönnum kleift að þróa RAI-gæðavísa sem gefa vísbendingar um gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum (Mor, 2004; Sigríður Egilsdóttir, 2006; Zimmerman, 2003; Zimmerman o.fl., 1995). Á Íslandi hefur verið skylt að meta með RAI-mælitækinu heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa sem dveljast í hjúkrunarrýmum síðan 1996 (Landlæknisembættið, 2008; Reglugerð um mat á heilsufari, 2008). Flestir gæðavísarnir eru tiltölulega stöðugir yfir styttri tímabil á sama hjúkrunarheimilinu og það gerir það að verkum að hægt er að nota þá til að meta árangur af umbótastarfi (Karon o.fl., 1999). Nægileg mönnun hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna er mikilvæg til að stuðla að starfsánægju og minnka brottfall úr starfi (Vahey o.fl., 2004). Í fjölda rannsókna hefur verið skoðað samspil á milli starfsánægju, brottfalls úr starfi og menntunarstigs starfsfólks. Niðurstöður sýna að um er að ræða flókið samspil margra þátta sem hafa áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem er veitt. (Aiken o.fl., 2002; Aiken o.fl., 2001; Robertson o.fl., 1999). Fagleg þekking og þátttaka í innra starfi og ákvarðanatöku er mikilvægur þáttur í að auka starfsánægju og draga úr brottfalli úr starfi (Parsons o.fl., 2003). Erlendis hafa komið fram nýjar stéttir sem starfa við umönnun aldraðra en áhrif breytinganna hafa lítið verið rannsakaðar. Þróun í samsetningu mönnunar erlendis hefur verið í þá átt að hjúkrunarfræðingar sjái meira um skipulag hjúkrunarinnar, meðferðaráætlanir og stjórnun en að veita sjúklingnum beina hjúkrun (Hall o.fl., 2000). Í rannsókn Hall og félaga (2000) kom fram að hjúkrunafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í því að skipuleggja og stýra meðferð skjólstæðinga á hjúkrunarheimilum þó að um óbeina umönnun sé að ræða. Mest af beinni hjúkrun til skjólstæðinga var veitt af þeim starfsmönnum sem minnsta menntun höfðu en jafnframt fannst þeim minnst til starfsins koma. Á hinn bóginn fór meira en helmingur starfstímans hjá hjúkrunarfræðingum í óbeina hjúkrun en þeir mátu hins vegar beina umönnun skjólstæðingsins mest. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að umtalsverðar skipulagsbreytingar í starfi hafi áhrif á andlega líðan starfsmanna (Verhaege, o.fl. 2006). Breytingar á starfsfyrirkomulagi krefjast aðlögunar fyrir einstaklinginn og rannsóknir hafa sýnt að slík aðlögun reynist mörgum streituvaldandi og getur því haft neikvæðar og erfiðar afleiðingar, eins og upplifun af því að vera undir miklu álagi, kvíða og óöryggi í starfi (Sarafino, 1990). Rannsókn Ashford og félaga (2005), þar sem könnuð voru áhrif upplifunar hjúkrunarfræðinga á minnkaðri stjórn á aðstæðum sínum á vinnustað, í kjölfar breytinga á vinnufyrirkomulagi, sýndi að afleiðingin var minnkuð starfsánægja og minni skuldbinding til vinnustaðar og ábyrgðar á vinnu sinni. Breytingar á vinnufyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga, sem felur í sér meiri stjórnunarábyrgð á kostnað samskipta við skjólstæðinga, hefur samkvæmt niðurstöðum rannsókna Bone (2002) þau áhrif að hjúkrunarfræðingar upplifa togstreitu milli þessara nýju vinnuþátta og grunnþátta starfs síns. Þessi togstreita felur í sér minni starfsánægju samkvæmt niðurstöðu Bone. Enn fremur hafa rannsóknir undirstrikað mikilvægi þess að starfsmenn séu virkir þátttakendur í breytingum á vinnutilhögun og að hlustað sé á sjónarmið þeirra (Garon o.fl., 2009). Viðamiklar breytingar á starfsemi deilda geta haft áhrif á gæði hjúkrunar og starfsmenn. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að skoða áhrif breytinga á samsetningu mönnunar á gæði hjúkrunar, starfsánægju og upplifun starfsmanna. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin fór fram á deild A, annarri af tveimur deildum fyrir sjúklinga með heilabilun á öldrunarsviði Landspítala. Enn fremur höfðu hjúkrunarfræðingar á hinni deildinni, deild B, hlutverk í rannsókninni. Rannsóknin tók mið af hugmyndafræði starfendarannsókna (action research). Markmið starfendarannsókna er að greina vandamál í starfi, bæta fyrirkomulag á starfsemi, rannsaka og skapa nýja þekkingu (Green o.fl., 2004; Holter o.fl., 1993; Morton- Cooper, 2000). Hugmyndafræði starfendarannsókna gerir ráð fyrir þátttöku og samvinnu starfsmanna og rannsakenda allt rannsóknarferlið (Green o.fl., 2004; Holter o.fl., 1993). Ákvörðun um hvort farið yrði í breytingar á samsetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.