Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200950 manneskjur sem eru svona gerðar leiða mann áfram. Auðvitað heldur maður rosalega upp á þær, þær eiga trúnað manns mikið frekar heldur en hinar. .... það er þetta sem ég virði svo mikið. Að vilja veg okkar. Sjúkraliðarnir voru meðvitaðir um að margir höfðu miklar væntingar til verkefnisins og að þessi ábyrgð hvíldi á þeim. Þeir voru því ákveðnir í að standa sig vel og láta verkefnið ganga. Stundum minnti þetta á Pollýönnuleik eins og sjá má á eftirfarandi dagbókarfærslu þátttakanda: „Starfsfólk verulega óhresst með breytingarnar og vaxandi óánægja sem erfiðlega gengur að hafa stjórn á. Ljúfustu einstaklingar eru farnir að slá frá sér. Sérmenntuðu sjúkraliðarnir segja að allt sé í himnalagi – halló!“ Hjúkrunarfræðingarnir upplifðu einnig togstreitu vegna þeirra hlutverkabreytinga sem áttu sér stað en þrátt fyrir það var þetta líka jákvæð upplifun. Þeir veltu fyrir sér mörkum á milli menntunar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hvort sjúkraliðarnir gerðu sér grein fyrir hversu langt menntun þeirra næði. Það komu enn fremur fram áhyggjur af því að mat sjúkraliða væri byggt á annarri þekkingu en mat hjúkrunarfræðinga. Aðrar stéttir, t.d. læknar sem fengju upplýsingar frá sjúkraliðum, þyrftu að gera sér grein fyrir þessu. Hjúkrunarfræðingur skrifaði: Sjúkraliði sem hefur starfað þarna (á deild A) lengi er að hætta og sagðist hún ekki vera ánægð að vinna undir stjórn sérmenntaðra sjúkraliða. Þeir væru misgóðir en sumir jafnvel óþolandi. Mér finnst þetta miður og hefur farið fram hjá mér þessi óánægja hjá starfsfólkinu. Ný tækifæri Sjúkraliðarnir með framhaldsnám upplifðu breytingu á hlutverki sínu með nýrri þekkingu. Þeir öðluðust smám saman meiri heildarsýn yfir viðfangsefnin og urðu meiri þátttakendur í ákvarðanatöku og skipulagningu á deildinni. Þó að þeir öðluðust þessa yfirsýn þá voru þeir enn í mikilli nálægð við sjúklingana sjálfa og þannig trúir uppruna sínum, sem sjúkraliðar. Þeir þurftu jafnframt að finna sig í því nýja hlutverki að stjórna störfum annarra. Þetta gerðist um leið og þeir uppgötvuðu verkefni sem hvíla á stjórnendum sem þeir höfðu ekki verið meðvitaðar um áður, s.s. útdeiling verkefna og eftirfylgd. Þetta kom fram í orðum sjúkraliða með framhaldsnám: ... kemur mér á óvart bæði með sjúkraliða og starfsfólk sem er búið að vinna við aðhlynningu lengi, hvað maður þarf mikla eftirfylgd, alltaf verið að segja það sama ... þetta finnst mér ný reynsla fyrir mig að vinna með fólki að það þurfi svona mikið eftirlit. Samskipti þeirra við aðra starfsmenn breyttist, fræðsla til starfsfólks varð mikilvægur þáttur og samskiptaaðilarnir urðu fleiri. Sjúkraliði með framhaldsnám skrifaði um ánægju sína: „Ég er mjög ánægð að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því og hefur það gefið mér mikla reynslu, bæði í sjálfstæðum vinnubrögðum, auknu starfssviði og samskiptum við annað starfsfólk.“ Annar starfsmaður lýsti hins vegar ánægju sinni með nýtt hlutverk á þennan hátt: „Sjúklingar og starfsmenn höfðu á orði í morgun hvað það væri gott að vinna með okkur [sjúkraliðum með framhaldsnám] og það gladdi mitt litla hjarta.“ Hjúkrunarfræðingarnir sáu að í sjúkraliðum með framhaldsnám höfðu þær öðlast áhugaverða kollega sem höfðu þekkingu og sjónarhorn sem var nær þeirra eigin eins og fram kom í orðum hjúkrunarfræðings: ... maður geti verið að diskútera einhver hjúkrunarfræðileg málefni við þær og þær eru áhugasamar og maður er að reyna að miðla ... Þegar hægt er að komast yfir þetta að vera með einhverja togstreitu ... það er hægt að vera með svona dialog ... þá getur verið svo gaman, alveg eins og þegar við [hjúkrunarfræðingar] erum að tala saman. Hjúkrunarfræðingarnir sáu enn fremur að sjúkraliðarnir með framhaldsnám lögðu sig fram um að ná tökum á nýju starfssviði. Þeir voru áhugasamir, höfðu aukna þekkingu á sviði öldrunarhjúkrunar og stóðu sig vel í að fylgjast með ástandi sjúklinganna. Þeir komu með ábendingar um það sem betur mátti fara og það kunnu hjúkrunarfræðingarnir að meta. Aðstoðarfólkið og sjúkraliðarnir fundu hvernig sjúkraliðarnir með framhaldsnám urðu smám saman öruggari í starfi og fannst gott að vinna með sjúkraliðunum, þeir ofmátu ekki getu sína og kölluðu til aðstoðar hjúkrunarfræðing þegar þyrfti. Þeim fannst einnig að sjúkraliðarnir með framhaldsnám skildu betur en hjúkrunarfræðingarnir hlutverk starfsmannanna. Sjúkraliðarnir með framhaldsnám upplifðu að með aukinni reynslu og þekkingu opnuðust ný tækifæri. Ekki bara fyrir þá sem einstaklinga heldur einnig fyrir stéttina en til þess þurftu þeir að sýna að þeir yllu starfinu. Um leið og þeir eru að nýta nýfengna þekkingu er þeim mikilvægt að vinna með reyndu fólki sem tilbúið er að miðla af þekkingu og reynslu. Með aukinni þekkingu var starfið orðið skemmtilegra. Smátt og smátt náðu þeir tökum á nýju starfi og öðluðust yfirsýn. Þeim fannst þetta verkefni vera mikil reynsla en jafnframt ánægjuleg og samtvinnuð framtíðartækifærum fyrir stéttina. UMRÆÐA Ýmsar vísbendingar komu fram í niðurstöðum gæðavísa RAI- mats sem bentu til betri umönnunar. Þessar vísbendingar geta þó að hluta til skýrst af breytingum sem urðu á sjúklingahópnum. Niðurstöður um gæðavísa frá hjúkrunarheimilum á Íslandi sýna að gæði umönnunar haldast stöðug á milli ára (Heilbrigðisráðuneytið, 2007). Þessi stöðugleiki í gæðavísum rennir stoðum undir að sú jákvæða breyting, sem kom fram á gæðavísum, hafi einnig tengst rannsóknarverkefninu. Niðurstöður úr RAI-mati gáfu einnig vísbendingar um að sjúklingahópurinn á deildinni varð í mun stöðugra ástandi eftir breytingu. Breytingar á gæðum voru ekki tölfræðilega marktækar en gáfu þó vísbendingar um stöðugleika í gæðum hjúkrunar. Niðurstöður varðandi starfsánægju bentu til þess að meiri stuðning hefði þurft við breytinguna en jafnframt aukna ánægju með ákveðna þætti í starfinu. Mesti munur á fyrri og seinni könnun kemur fram þar sem starfsmenn telja að vinnuhópurinn hafi aukið hæfni sína til að leysa vandamál, starfið sé skemmtilegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.