Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200932 Umhverfisþættir skipta líka miklu máli við að hvetja til dægrastyttingar. Huga þarf að því að umhverfið sé jákvætt og stuðli að virkni og þar skipta viðhorf umönnunaraðila meginmáli og að þeir hafi getu til að hafa áhrif á slíka þætti (Messecar, 2000). Þá er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingar, sem eru andlega veikir, þola illa skipulagsleysi og kröfur umfram getu en bregðast best við ró og kyrrð, skýrum boðskiptum og fastri reglu í öllum hlutum (Ebersole og Hess, 2001). Rannsóknarspurningar, sem leitast var við að svara í rannsókninni, voru því eftirfarandi: 1. Hversu stór hluti skjólstæðinga hjúkrunarheimila er virkur í daglegum athöfnum? Er um að ræða mun eftir a) aldri, b) kyni, c) fyrri búsetu, d) ADL-kvarða, e) vitrænum kvarða og f) RUG-III-flokkun? 2. Hversu mikill er meðaltími í virkum athöfnum hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila? Er um að ræða mun eftir a) aldri, b) kyni, c) fyrri búsetu, d) ADL-kvarða, e) vitrænum kvarða og f) RUG-III-flokkun? 3. Hverjar eru eftirlætisvistarverur skjólstæðinga hjúkrunar- heimila til virkni? Er um að ræða mun eftir a) aldri, b) kyni, c) fyrri búsetu, d) ADL-kvarða, e) vitrænum kvarða og f) RUG- III-flokkun? 4. Hverjar eru þær tómstundir sem íbúinn helst kýs? Er um að ræða mun eftir a) aldri, b) kyni, c) fyrri búsetu, d) ADL- kvarða, e) vitrænum kvarða og f) RUG-III-flokkun? AÐFERÐ Framkvæmd Gögnin í þessari þversniðsrannsókn voru unnin upp úr gagna- safni um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum. Það gagnasafn byggist á RAI-mati. RAI stendur fyrir „Resident Assessment Instrument“ og á íslensku hefur það verið nefnt „Raunverulegur aðbúnaður íbúa“. Leyfi fyrir rannsókninni var fengið hjá RAI-stýrinefnd, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Unnið var með ópersónugreinanleg gögn sem fengin voru úr lokuðum RAI- gagnagrunni sem hýstur er af verkfræðistofunni Stika. Þýði og úrtak Þýðið var allir sem voru á hjúkrunarheimilum á landinu haustið 2004. Þá voru á landinu öllu leyfð 2346 hjúkrunarrými (Ríkisendurskoðun, 2005). Úrtakið er allir heimilismenn sem voru metnir með RAI-matstækinu 1. september – 26. október 2004 (þ.e. hefðbundið RAI-mat) á hjúkrunarheimilum á öllu landinu að undanskildum þeim sem voru yngri en 67 ára. Alls var það RAI-mat frá 1825 einstaklingum. Ef gert er ráð fyrir því að öll hjúkrunarrými á landinu hafi verið nýtt er úrtakið 82,5% þýðisins. Úrtakið var því 1825 manns og af þeim voru 67% (1222) konur og 33% (603) karlar. Aldur var skoðaður með því að skipta hópnum í 5 ára aldursbil. Flestir eru á aldursbilinu 82-91 árs eða 52,4%. Matstækið Sjálft matstækið heitir „Minimum Data Set 2.0“, skammstafað MDS. Á íslensku hefur það verið nefnt „Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa á öldrunarstofnunum“ en hérlendis er oftast vísað til þess sem RAI-matstækisins og verður það gert hér. RAI-matstækið er hluti af stærra matstæki „Resident Assessment Instrument“ sem hefur verið nefnt Raunverulegur aðbúnaður íbúa (RAI) (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998; Morris o.fl., 1997). RAI-mat er gert á öllum hjúkrunarheimilum á Íslandi samkvæmt reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu frá 1995 (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1995). Áreiðanleiki og réttmæti RAI-matstækisins hefur verið margstaðfest með áralangri þróunarvinnu ýmissa fagaðila í Bandaríkjunum og með áreiðanleikaprófum víðs vegar um Bandaríkin (Hawes o.fl., 1995; Morris o.fl., 1990). Áreiðanleiki var mældur hér á landi og niðurstaðan var sú að nánast öll atriði matstæksins, sem á annað borð var hægt að reikna áreiðanleika fyrir, höfðu viðunandi áreiðanleika, þ.e. yfir 0,4 samkvæmt kappastuðli eða 95% atriða. Matstækið var þýtt og bakþýtt og yfirfarið af upphaflegum höfundum í Bandaríkjunum (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995; Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998; Sgadari, o.fl., 1997). Rannsókn Mor o.fl. (1995) sýndi að MDS-matstækið fyrir hjúkrunarheimili er bæði áreiðanlegt og réttmætt til að meta þátttöku heimilismanna á hjúkrunarheimili í félagslífi og dægrastyttingu. Sjálft RAI-matstækið tekur til um 400 atriða sem skiptast niður í 20 flokka. Markmið upplýsingasöfnunarinnar er að meta færni, óskir og þarfir aldraða og ná heildarmynd af getu þeirra. Upplýsinga er aflað úr mörgum áttum, þ.e. frá íbúanum, með því að ræða við hann og fylgjast með honum, aðstandendum hans, með því að fara yfir sjúkraskrá íbúans og ræða við annað heilbrigðisstarfsfólk sem annast hann. Hjúkrunarfræðingar, sem setið hafa 8 tíma námskeið um notkun matstækisins, eru ábyrgir fyrir matinu en njóta aðstoðar annarra fagstétta eftir því sem við á (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998; Morris o.fl., 1997). Háðar breytur Eins og rannsóknarspurningar gefa til kynna snertir þessi rannsókn þær breytur RAI-gagnasafnsins sem tengjast virkni. Annars vegar er virkni í daglegum athöfnum. Þar er spurt hvort viðkomandi sé virkur í daglegum athöfnum á heimilinu, t.d. eignist vini/viðhaldi vinskap, sé þátttakandi í hópstarfi, sýni jákvæð viðbrögð við nýjungum, aðstoði við guðsþjónustur. Svarið er annaðhvort já eða nei (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (HTR), 2000; Morris o.fl., 1997). Hins vegar er meðaltími í virkum athöfnum sem segir til um hve lengi íbúinn var virkur af þeim tíma sem hann hefur til umráða. Þetta er sá tími sem varið er í sjálfstæðar athafnir, svo sem vökva blóm, lesa, skrifa bréf, félagsleg samskipti við fjölskyldu, íbúa og starfsfólk eða sjálfboðaliða, eða hvort íbúinn var einn eða í félagsstarfi með öðrum. Viðmiðin varðandi meðaltíma í virkum athöfnum eru: mikill (meira en 2/3 af tímanum), þó nokkur (1/3-2/3 af tímanum), lítill (minna en 1/3 af tímanum) og enginn (HTR, 2000; Morris o.fl., 1997). Athugað var hverjar væru eftirlætisvistarverur skjólstæðinga hjúkrunarheimila til virkni. Í þessum lið í RAI- gagnasafninu á að merkja við á alla staði þar sem íbúinn vill helst vera þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hendur. Gefnir eru eftirfarandi svarmöguleikar: a) eigið herbergi, b) dagstofa, c)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.