Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200948 gæði umönnunar urðu jákvæðari eða héldust þær sömu frá fyrri hluta rannsóknartímabils til seinni hluta rannsóknartímabils á öllum 20 gæðavísum nema á þeim gæðavísi sem tekur til notkunar 9 eða fleiri lyfja en hlutfall sjúklinga með þann gæðavísi jókst. Mynd 1 sýnir þá fimm gæðavísa sem sýndu mestu breytinguna frá upphafi og til loka rannsóknarinnar og til viðmiðunar eru sýnd hlutföll þessara gæðavísa á íslenskum hjúkrunarheimilum. Mesta lækkun á hlutfalli sjúklinga með gæðavísinn varð á þeim sem sýna einkenni um þunglyndi, þunglyndi án meðferðar, þyngdartap eða hafa einkenni um þrýstingssár stig 1–4. Til samanburðar haldast aftur á móti vísbendingar um gæði umönnunar stöðugar á milli ára á hjúkrunarheimilum á Íslandi árin sem rannsóknin fór fram. Starfsánægja Þátttaka starfsmanna í könnuninni var góð, 16 (88%) í þeirri fyrri og 17 (77%) í þeirri seinni. Borin voru saman meðaltöl einkunna í fyrri og síðari könnun og var lægsta gildi 0 og hæsta gildi 5. Niðurstöður úr flestum þáttum í könnuninni voru svipaðar eða eins í bæði skiptin sem hún var gerð og munurinn er ekki marktækur miðað við 95% öryggismörk. Báðar mælingar benda til ánægju starfsmanna í starfi. Í töflu 2 má sjá meðaltöl svara við starfsánægjukönnununum sem gefa ákveðna vísbendingu um að starfsmenn telji starfsanda á deildinni verða meira hvetjandi og styðjandi og starfsfólk ánægðara í vinnuhópnum en einnig að álag í vinnunni og kröfur á starfsmenn hafi aukist. Upplifun þátttakenda af breytingunum Í rýnihópunum þremur fór fram umræða hverrar starfstéttar fyrir sig um upplifun og reynslu af breyttri samsetningu mönnunar. Gögnin úr dagbókum nokkurra starfsmanna innihéldu Mynd 1. Hlutfall gæðavísa hjá sjúklingum á deild A við upphaf og lok rannsóknar borið saman við hjúkrunarheimili á Íslandi. hugrenningar þeirra um þennan tíma. Óháð þemagreining þessara gagna gefur samhljóða niðurstöður. Meginþemun voru þrjú: Breytt hlutverk, togstreita, og ný tækifæri. Breytt hlutverk Það tók á fyrir alla að skilgreina ný hlutverk og breytt fagleg samskipti. Hlutverk sjúkraliða með framhaldsnám var svo nýtt að starfstitill þeirra var oft á reiki og endurspeglaði hversu valt hlutverk þeirra var. Vald sitt þurftu sjúkraliðar með framhaldsnám að sækja til annarra fagstétta, einkum hjúkrunarfræðinga sem ekki voru alltaf sáttir við að gefa frá sér verkefni. Sjúkraliði með framhaldsnám hafði þetta um málið að segja: Það er alltaf eitthvað smá að koma upp. Við megum ekki gera hjúkrunargreiningar samt lærðum við mikið að nota þær og skilninginn á bak við þær í skólanum. Ég gerði þær fyrir verkefnið, nú er komið STOPP á það, eigum að skrifa með blýanti á blað, svo getur hjúkrunarfræðingur gert greiningu. Hjúkrunarfræðingarnir skilgreindu fyrir sjálfum sér og öðrum hvert hlutverk þeirra væri í samvinnu við sjúkraliða með framhaldsnám og hvernig samskiptaferlar myndu mótast. Það voru skiptar skoðanir hjá hjúkrunarfræðingunum um hvort sjúkraliðarnir hefðu nægileg samskipti við þá eða hvort samskiptin væru meira að frumkvæði hjúkrunarfræðinganna. „Hjúkrunarfræðingar á deild hafa áhyggjur af því að sérmenntaðir sjúkraliðar gangi fram hjá þeim með ýmis verk jafnvel þó þær séu á deildinni. Finnst þær taka sér of mikla ábyrgð sjálfar. Þetta þarf að ræða.“ (Dagbókarfærsla hjúkrunarfræðings). Hjúkrunarfræðingar voru ekki alveg sáttir við þessi nýju hlutverk að öllu leyti og höfnuðu þeim sumum. Hjúkrunarfræðingarnir Notkun 9 e›a fleiri lyfja fir‡stingssár stig 1-4 fiunglyndi án me›fer›ar fiunglyndiseinkenni fiyngdartap Hlutfall sjúkllinga - % Hjúkrunarheimili á Íslandi 2004 (N=2005) Hjúkrunarheimili á Íslandi 2005 (N=1548) Deild A feb.-ág. 2004 (n=13) Deild A sept.-mars 2005 (n=31) 59 62 38 52 9 8 23 1 40 39 62 30 6 6 46 0 1 1 4 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.