Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 49 Ritrýnd fræðigrein voru ósáttir við að vera í hlutverki ráðgjafa og að stýra hjúkrunarmeðferð sjúklings sem dvaldist á annarri deild. Þetta var nýtt hlutverk fyrir hjúkrunarfræðingana sem þeir fundu sig ekki í og kærðu sig ekki um, eins og fram kom í orðum hjúkrunarfræðings: Og mér finnst þetta hálfgerð sýndarmennskuhjúkrun sem ég er að framkvæma þarna ... ég treysti mér fullkomlega til að koma þarna um helgar og hlaupa inn í ef eitthvað brestur, ef eitthvað þarf að gera og ég get alveg komið þarna á kvöldin og nóttunni þegar eitthvað þarf að gera en ég er einhvern veginn ekki tilbúin í að vera einhver þessi leiðbeinandi hjúkrunarfræðingur og ráðgefandi ... og fara upp og eyða tíma mínum í að búa til eitthvað hjúkrunarferli undir leiðsögn einhvers annars. Mér finnst þetta leiðinleg hjúkrun. Ég vil fá að gera svona áætlanir og möt og annað á skjólstæðingunum út frá því sem ég met sjálf en ekki út frá því sem aðrir segja mér. Sérhæft aðstoðarfólk og almennir sjúkraliðar upplifðu að verið var að móta ný mörk á milli þeirra og sjúkraliða með framhaldsnám. Breytingarnar, sem urðu á deildinni, voru hraðar og erfiðar. Þeim fannst sem allt í einu hefði fyrirkomulagi á deildinni verið umbylt, sjúklingum fjölgað og nýtt starfsfólk ráðið til starfa. Aðstoðarfólkið var vant að vinna með hjúkrunarfræðingum og þekktu fyrir hvað þeir stóðu, þeir væru vanir að stjórna og tækju á málum strax. Þeir fundu til öryggis þegar þeir unnu með hjúkrunarfræðingum eins og fram kom í orðum sjúkraliða: Já, það er náttúrulega öðruvísi, það fer ekki á milli mála. Mér finnst mig vanta svolítið öryggið sem maður hefur þegar maður hefur hjúkrunarfræðing sem að er vanur að stjórna, vanur að taka á ... Af því að hjúkrunarfræðingur tekur náttúrulega afgerandi, þú veist stjórnun. Togstreita Sjúkraliðarnir með framhaldsnám upplifðu að það var nokkuð átak að breyta viðteknum vinnuvenjum á deildinni. Þó að þeir fyndu fyrir ákveðinni fyrirstöðu af hálfu hjúkrunarfræðinganna fundu þeir einnig fyrir því að hjúkrunarfræðingarnir vildu styðja við bakið á þeim og leiðbeina inn í þetta nýja hlutverk en sjúkraliði með framhaldsnám sagði svo frá í rýnihóp: Svo er mjög mismunandi hvernig hjúkrunarfræðingar upplýsa okkur. Sumar eru alveg, maður upplifir þessa velvild, þær eru að ryðja brautina, ýta steinunum úr vegi fyrir okkur. ... Sumar eru svona og aðrar eru svona alls ekki ... Bara að þessar Tafla 2. Meðaltal svara í könnun á starfsánægju á deild A í febrúar og nóvember 2004. Spurningar og svarmöguleikar Febrúar 2004 Meðaltal n=16 Nóvember 2004 Meðaltal n=17 Svarmöguleiki 1 (Mjög lítið eða alls ekki) – 5 (Mjög mikið) Er starfsandinn á vinnustaðnum hvetjandi og styðjandi? 3,93 4,24 Er starfsandinn á vinnustaðnum afslappaður og þægilegur? 4,13 4,18 Ertu ánægð(ur) með að vera í vinnuhópnum eða teyminu? 4,27 4,6 Er vinnuhópurinn laginn við að leysa vandamál? 3,93 4,4 Svarmöguleiki 1 (Ekkert) – 5 (Mikið) Myndir þú segja að í vinnu þinni sé álagið . . . 3,82 3,98 Svarmöguleiki 1 (Mjög oft eða alltaf) – 5 (Mjög sjaldan) Er vinnuálagið ójafnt þannig að verkefni hlaðist upp? 3,94 3,82 Gera tveir eða fleiri aðilar til þín kröfu sem stangast á? 4,25 4 Svarmöguleiki 1 (Mjög sjaldan eða aldrei) – 5 (Mjög oft eða alltaf) Færðu stuðning og hjálp með verkefni hjá næsta yfirmanni þínum ef á þarf að halda? 4,31 4,06 Metur næsti yfirmaður þinn það við þig ef þú nærð árangri í starfi? 4,13 3,82 Færðu stuðning og hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þínum ef á þarf að halda? 4,56 4,59 Býður starfið upp á skemmtilega krefjandi verkefni? 2,87 3,29 Nýtist þekking þín og hæfni í núverandi starfi? 4,19 4,59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.