Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200938 árum. Sífellt fleiri einstaklingar eru án heilsugæslulæknis og biðtími eftir úthlutuðum tíma langur og veldur það fjölgun koma á slysa- og bráðamóttökur (Pétur Pétursson, 2001; Sigrún Ásmundsdóttir, 2008). Niðurfelling allra komugjalda barna um áramót 2007-2008 á heilsugæslu og slysa- og bráðamóttökur (Heilbrigðisráðuneyti, 2007) fjölgar komum enn frekar og eykur á þann vanda sem heilsugæslan og slysa- og bráðamóttökur búa við. Alvarlega slasaðir einstaklingar sæta forgangi um meðferð á slysa- og bráðamóttökum og getur það valdið langri bið hjá minna slösuðum einstaklingum. Ánægja sjúklinga og biðtími eru samtengd og mikilvægt að finna leiðir til að sinna einstaklingum með minniháttar áverka fyrr þar sem að þeir eru í miklum meirihluta þeirra sem sækjast eftir aðstoð (Mundlin o.fl., 2006; Taylor og Benger, 2004). Störf hjúkrunarfræðinga eru síbreytileg og taka mið af þörfum skjólstæðinga þeirra hverju sinni (West, 2006). Þarfir sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum snúa meðal annars að styttri biðtíma. Þjálfun hjúkrunarfræðinga í að takast á við sérhæfð verk er ein leið til að stytta biðtímann og hefur sú leið verið farin víða um heim (Gardner o.fl., 2007; Tye, 1997). Þótt hefur viðeigandi að hjúkrunarfræðingar auki sérhæfingu sína og taki í auknum mæli yfir ýmis verk sem unglæknar eða heilsugæslulæknar sinntu áður (West, 2006). Þróun á störfum hjúkrunarfræðinga hefur verið mörgum heilbrigðisstofnunum nauðsynleg til að geta mætt kröfum almennings og þeim markmiðum sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett um hámarks bið- og viðverutíma sjúklinga (Cashin o.fl., 2007; Hudson og Marshall, 2007). Stofnanir hafa skilgreint ákveðna notkun gátlista og staðlaðra fyrirmæla og þjálfað hjúkrunarfræðinga í notkun þeirra (Tye, 1997; Tye og Ross, 2000). Talið er að með notkun staðlaðra gátlista geti reyndir hjúkrunarfræðingar skoðað og meðhöndlað án aðstoðar læknis þriðjung þeirra sjúklinga sem leita á bráðamóttöku (Derksen o.fl., 2007) en flestir sjúklingar þurfa á einfaldri meðhöndlun að halda þar sem áverkar eru yfirleitt einfaldir og gróa oft á tiltölulega stuttum tíma, jafnvel án eftirmeðferðar (Considine o.fl., 2006; Cooper o.fl., 2002; Mundlin o.fl., 2006). Mat á þörf sjúklings fyrir myndgreiningu er víða erlendis orðið eitt af almennum störfum hjúkrunarfræðinga slysa- og bráðamóttaka (Cooper o.fl., 2002; Meek o.fl., 1995; Sakr o.fl., 1999). Þannig er mat á þörf fyrir myndgreiningu í höndum hjúkrunarfræðinga á 81,8% slysa- og bráðamóttaka í Bretlandi. Umfang mats þeirra er þó alls staðar bundið ákveðnum gátlistum og skilyrðum (Hardy og Barret, 2003). Enn fremur hefur það tíðkast víðs vegar að úrlestur mynda sé einnig í höndum þeirra (Benger, 2002; Overton-Brown og Anthony, 1998). Ottawa-gátlistinn (e. Ottawa ankle rules) er klínískur gátlisti sem þróaður var til að nota við skoðun á ökkla- og fótaáverkum í þeim tilgangi að meta þörf á myndgreiningu (Stiell o.fl., 1992). Áverkar á ökkla og fót eru algengir og myndgreiningar á þeim langstærsti hluti mynda af minni háttar áverkum (Lee o.fl., 1996). Mynd 1 er skýringarmynd klínískrar skoðunar samkvæmt Ottawa-gátlistanum. Gátlistinn mælir með ökklamynd ef sjúklingurinn er með eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum 1) verkur utanvert (lateral) á svæði A eða innanvert (medial) á svæði B, aftan og allt að sex sentímetra upp (distal posterior) af ökkla, 2) vangeta til að stíga í fótinn. Gátlistinn mælir enn fremur með mynd af fæti ef sjúklingur er með eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum 1) verkur yfir þykkri og nærlægri enda á fimmta framristarbeini (metatarsal) á svæði C, 2) verkur yfir nökkvabeini (navicular bone) á svæði D og 3) vangeta til að stíga í fótinn (Fiesseler o.fl., 2004; Stiell o.fl., 1992). Síðan Ottawa-gátlistinn kom fram Stiell IG, McKnight RD, Greeinberg GH, et al. Implementation of the Ottawa Ankle Rules, JAMA 1994; 271:827-832 Mynd þessa er fengin af vefslóðinni http://www.ohri.ca/emerg/cdr/ankle_formats.html Mynd 1. Skýringamynd klínískrar skoðunar samkvæmt Ottawa-gátlista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.