Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200912 Styrkur öflugra háskóla og það traust, sem til þeirra er borið, er háð sjálfstæði þeirra og fjölbreytni og fagmennsku og síðast en ekki síst þeirri samvinnu og samþáttun sem nú á tímum eru jafnnauðsynleg til ástundunar vísinda og til lausnar almennra vandamála. Með skiptingu Háskóla Íslands í fimm fræðasvið á sl. ári var grunnur lagður að mikilsverðri og metnaðarfullri breytingu sem er mikið tækifæri til eflingar háskólanum, til aukins samstarfs innan sviða og deilda og skýrrar sýnar á markmið skólans. Heilbrigðisvísindasvið er eitt þessara fimm. Þar var komið fyrir flestum greinum heilbrigðisvísinda, læknisfræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði, sálfræði, tannlækningum, matvæla- og næringarfræði, lýðheilsuvísindum, lífeindafræði, sjúkraþjálfun og geislafræði. Markmið þess er ljóst, að mennta áfram færa heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi og stunda öflugar rannsóknir í þeim greinum sem því heyra til. Hvað er það þá sem æskilegt væri að sjá verða til á næstu misserum og árum? Hvernig á hið nýja svið að þróast? Það er og verður auðvitað að vera hluti Háskóla Íslands og þróast jafnhliða hinum sviðunum fjórum í einni heild. Miklu skiptir að ekki sé vikið frá sýn eins öflugs háskóla, þannig á hann möguleika á ná hinu góða og háleita markmiði sem sett hefur verið að komast að borði með hinum bestu. Eigi að síður þarf að marka hverju sviði skýra stefnu, hvert skal það fara, hvað skal það gera, hverju skal það sinna. Tryggja þarf áfram faglegt sjálfstæði einstakra deilda innan sviðanna. Þær verða að þróast áfram undir leiðsögn þeirra sem best þekkja til hverrar greinar. Sú krafa er þó gerð að þróun verði samstiga, í takt við það markmið að mennta heilbrigðisstarfsmenn sem þurfa og verða að vinna saman. Hér á landi hefur hjúkrun verið að þróast sem háskólafag allt frá því að nám hjúkrunarfræðinga var fært til háskóla fyrir um 35 árum. Á þessum tíma hefur fagið mótast sem fræðigrein hér á landi og er sem betur fer enn í mótun og verður vonandi alltaf. Allt verður að vera breytingum háð og þróast. Mótun hjúkrunar, sem fræðigreinar og akademísks fags, meðal annars með tilheyrandi framhaldsnámi til meistara og doktors hefur líka verið lykill að þeim styrk sem hjúkrunarfræðingar hafa sem heilbrigðispólitískt afl í samfélaginu. Reyndar er það svo að þróun meistaranáms og ekki síst doktorsnáms er ef til vill lykillinn að akademískum styrk hverrar fræðigreinar. Nú eru um 60 meistaranemar skráðir í nám og 4 doktorsnemar og sá fyrsti varði doktorsritgerð sína skömmu áður en þetta blað kom út. Það er mikill áfangi. Til þess að fagþróun eigi sér stað er grundvallaratriði að hvert fag veiti öflugum vísindamönnum brautargengi, þrói þá og styðji. Þeir eru fólkið sem dregur kraft og fjármuni að háskóladeildum, þeir sækja í samkeppnissjóði og fiska þar margir hverjir vel. Hvert fag þarf líka að vera hluti af heild, má ekki einangrast og verður ætíð að tengjast grunngildum tilveru heilbrigðisstarfsmanna, sem sé þjónustu við sjúklinga, klíníkinni. Styðja verður einnig og styrkja góða klíníkera og góða kennara, jafnvel þó þessi þríeina nálgun, mikil klínísk færni, kennsluhæfni og rannsóknageta fari ekki alltaf saman í einni og sömu manneskjunni. Meðferð og umönnun sjúklinga er heldur ekki einyrkjabúskapur lengur, tími einyrkjanna er liðinn, við vinnum í hóp að klínískum vandamálum. Þessi samþáttun og samvinna er einn af hornsteinunum í tilvist nýs heilbrigðisvísindasviðs háskólans enda þurfum að koma þessari Sigurður Guðmundsson, siggudm@hi.is NÝTT HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS SAMVINNA EFLIR ALLA DÁÐ ÞANKASTRIK Sigurður Guðmundsson er forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hvert er hlutverk háskóla? Líklega er ekki ágreiningur um að það sé fyrst og fremst að mennta fólk og leggja stund á rannsóknir. Háskólar hafa einnig mikið samfélagshlutverk. Þeir eiga sterka rödd í samfélagi sínu, þeir eiga meðal annars í krafti þeirrar þekkingar, sem þeir ráða yfir og búa til með rannsóknum sínum, að veita ráð og taka þátt í að móta skoðanir og stefnu. Þeir eru með öðrum orðum mjög sterkt þjóðfélagspólítiskt afl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.