Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 57 Ritrýnd fræðigrein og stíi fólki í sundur þannig að samskipti verði minni á deildinni. Það þurfi eitthvað sem tengi mismunandi teymi saman. Eftirfarandi þættir voru að mati viðmælenda taldir ógna öryggi. Meiri hraði og auknar kröfur Á liðnum árum hefur starfsemin á skurðstofum LSH orðið sérhæfðari og aukin áhersla er lögð á afköst. Nákvæmlega er fylgst með hve margar aðgerðir eru gerðar og hversu vel aðgerðarstofur deildanna eru nýttar. Hjúkrunarfræðingarnir hafa áhyggjur af hraðanum sem fylgir þessum breytingum og áhrifum hans á vinnubrögð og öryggi sjúklinga. Hjúkrunarfræðingarnir lýstu áhrifum ofangreindra breytinga. Þeir lýstu því jafnframt hvernig samfara auknum hraða væri skorið niður í rekstrinum. Fjölgun aðgerða er hins vegar hampað sem árangri í starfseminni á kostnað starfsmanna að þeirra áliti. Með nýjum tækjabúnaði er jafnframt hægt að gera flóknari aðgerðir. Margir þátttakenda lýstu því hvernig þeir óttast að eitthvað gleymist sem þarf að gera. Einn hjúkrunarfræðingur lýsir þessu þannig: þá getur það alveg verið jákvætt að keyra fleiri aðgerðir en hraðinn er aldrei mjög jákvæður, það gerast oft slys ef það er mikill hraði og mikið álag og sérstaklega ef fólk er óvant … Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að vinna hratt í þessu starfi, þú ert með einstakling sem þú þarf að fylgja eftir … Hjúkrunarfræðingarnir töldu að hraðinn þyrfti ekki að vera slæmur ef rétt væri staðið að málum en það yrði að taka tillit til þess að það væri einstaklingsbundið hvernig fólk nær að vinna við þessar aðstæður og hættulegt að vinna á hraða sem viðkomandi ræður ekki við. Þátttakendur lýstu því að það er streituvaldandi að vinna undir þrýstingi og það þurfi að skipuleggja betur afleysingar hjúkrunarfræðinga í aðgerðum, til að draga úr spennu þegar stíft er keyrt. Stöðug einbeiting og vinnuálag krefjast þreks Hjúkrunarfræðingarnir telja sig vinna vel undir álagi en þeir velta fyrir sér hversu lengi er hægt að halda svona áfram og hverjar afleiðingarnar geta orðið. Vinnuálag og þreyta Margir þátttakenda sögðust hafa gaman af því að vinna hratt og láta hlutina ganga en í lok dags þegar álaginu sleppir þá nær þreytan yfirhöndinni. Aðrir nefndu að löng vinnuvika geti haft sitt að segja varðandi þreytu. Ofan á fulla dagvinnu bætast útkallsvaktir með mismikilli yfirvinnu. Hjúkrunarfræðingarnir voru hins vegar ekki vissir um að þreytan hefði áhrif á það hvernig þeir sinntu vinnunni, vonuðu svo sannarlega að hún hefði ekki áhrif á þá hjúkrun sem þeir veita: Nei, ég er oftast nær alveg ofboðslega þreytt þegar ég kem heim. Já, yfirleitt er ég ekki þreytt í vinnunni, mér finnst gaman í vinnunni og ég er mjög ánægð með mitt starf og mjög stolt af mínu starfi en ég er mjög þreytt þegar ég kem heim … Einbeiting og þrek Í viðtölunum var því oft lýst hvernig starfið krefst mikillar einbeitingar. Það væri ekki hægt að leyfa sér að vera þreyttur eða slaka á í vinnunni og því sé mikilvægt að geta losað um spennu og byggt upp þrek. Viðmælendur lýstu því þannig að þeir hefðu valið sér þetta starf og það væri á þeirra ábyrgð að byggja sig upp og nauðsynlegt ef þeir ættu að standast kröfurnar. Eða eins og ein lýsti: … þú hefur valið þér að vinna á þessum vinnustað og þú veist upp á hvað hann býður og þú þarft að vinna [með] sjálfa þig og vita hvernig þú ætlar að nota eða losa þig við þessa streitu. Mikilvægt að hafa stjórn á aðstæðum Í viðtölunum var spurt hvort viðmælandi hefði lent í mistökum eða óvæntum atvikum. Það höfðu sumir gert, jafnvel mistökum sem þeir hafa aldrei sætt sig við og finnst ekki hafa verið unnið nógu vel úr. Það vekur þó athygli að fáir höfðu verið beinir þátttakendur í mistökum. Hins vegar þekktu þeir til mistaka, oft gamalla mála sem aldrei hafa gleymst og allir þekkja. Mistök voru í hugum hjúkrunarfræðinganna eitthvað sem var alvarlegt og hafði afleiðingar fyrir sjúklinginn. Orsakir mistaka og hættur Viðmælendur töldu að vanþekking, reynsluleysi, truflanir og flýtir orsökuðu mistök. Það væri verið að gera of marga hluti í einu eða eitthvað truflaði og afleiðingin væri að eitthvað færi úrskeiðis. Því væri hættulegt að flýta sér um of og ef saman færi tímaleysi og vanþekking þá væri voðinn vís. Hjúkrunarfræðingarnir sögðust hafa lært af þeim mistökum sem þeir höfðu lent í og sumir höfðu átt þátt í því að verklagi hefur verið breytt til þess að koma í veg fyrir mistök. Skurðlæknarnir eru misjafnir og hjúkrunarfræðingarnir treysta þeim misvel en þeir telja að það sé ekki í þeirra valdi að hafa áhrif á það hvernig einstakir skurðlæknar vinna. Þessu lýsir einn viðmælandi þannig: … auðvitað hefur komið upp að maður hefur ekkert alltaf verið sáttur að þurfa að standa við ákveðnar aðgerðir en mér finnst ég ekki hafa haft leyfi til þess að segja eitthvað eða gera eitthvað, ég reyni bara að standa mig í því sem ég á að gera og vera ábyrg í því … ég er ekki alltaf sammála þeim sem er að vinna með mér en það er hann sem ræður. Það voru nokkrir þættir sem hjúkrunarfræðingarnir lögðu áherslu á varðandi það að fyrirbyggja mistök og er þeim lýst hér. Jafnvægi í mönnun Jafnvægi í mönnun, þ.e. nógu margir til að undirbúa hverja aðgerð en þó ekki of margir var nefnt sem fyrirbyggjandi þáttur. Helst vildu hjúkrunarfræðingarnir alltaf vera þrír á hverri stofu þannig að einn gæti sinnt sjúklingnum ótruflað meðan annar sinnti öðrum undirbúningi ásamt þeim hjúkrunarfræðingi sem stendur við aðgerðina. Með slíkri mönnun töldu þeir auðveldara að skipuleggja hjúkrunina. Afleysing geti valdið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.