Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200934 Dreifing á vitræna kvarðanum var þannig að flestir lentu á miðjum kvarða með gildið 3 eða 25,1% eða efst á kvarðanum með gildið 6 (minnst vitræn geta) eða 26,7%. Skipting á ADL-kvarða var mjög jöfn þó lítillega fleiri lentu í allra efsta hlutanum. Við RUG-III-flokkun lentu flestir í flokknum „skert líkamleg færni“, næst kom svo flokkurinn „sérstök endurhæfing“ en fæstir voru í flokknum „umfangsmikil hjúkrun“. Hlutfall skjólstæðinga hjúkrunarheimila sem eru virkir í daglegum athöfnum Ekki var marktækur munur á virkni í daglegum athöfnum eftir aldri (p = 0,262). Hins vegar voru hlutfallslega fleiri konur virkar heldur en karlar (p < 0,01) en sambandið var veikt (Cramérs V = 0,068). Hlutfallslega fleiri þeirra sem höfðu búið einir fyrir komu voru virkir heldur en þeir sem höfðu búið með öðrum (p < 0,01) en sambandið var einnig veikt. Munur var á virkni eftir fjölda stiga á ADL-kvarða (p < 0,001) og fylgnin var talsverð bæði varðandi stuttan (Cramérs V = 0,353) og langan ADL-kvarða (Cramérs V = 0,350). Eftir því sem einstaklingurinn var með minni ADL-færni var virknin minni hlutfallslega. Talsverð fylgni var milli vitræna kvarðans og virkni í daglegum athöfnum (Cramérs V = 0,350), þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því minni var virknin hlutfallslega. Munur var milli röðunar í RUG-III flokka og virkni (p < 0,001) en veik fylgni (Cramérs V = 0,177). Sambandið var þó ekki einhlítt, þ.e. það fylgdist ekki að öllu leyti að því þyngri sem einstaklingurinn væri samkvæmt RUG-III því minni væri virknin. Þeir skáru sig t.d. úr sem voru í flokknum „sérstök endurhæfing“ þannig að þeir einstaklingar voru hlutfallslega virkari en aðrir þó sá flokkur vegi næstþyngst í RUG-III-flokkuninni. Meðaltími í virkum athöfnum hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila Munur var á meðaltíma í virkum athöfnum eftir aldri (p = 0,001) en veik fylgni (rs = 0,078). Því eldra sem fólk var því minni var meðaltími í virkum athöfnum. Ekki var munur milli kyns og meðaltíma í virkum athöfnum (p = 0,246). Munur var milli fyrri búsetu og meðaltíma í virkum athöfnum (p < 0,001) en fylgnin þó veik (Cramérs V = 0,104), þ.e. þeir sem bjuggu einir áður en þeir komu á heimilið vörðu hlutfallslega meiri tíma í virkum athöfnum. Eftir því sem ADL-færni var lakari var meðaltími í virkum athöfnum minni (p < 0,001) og var fylgnin talsverð bæði við langa (rs = 0,416) og stutta ADL-kvarðann (rs = 0,421). Því meiri sem vitræn skerðing var því minni var meðaltími í virkum athöfnum (p < 0,001) og fylgnin talsverð (rs = 0,467). Marktækur munur var milli RUG-III röðunar og meðaltíma í virkum athöfnum (p < 0,001) en fylgnin var veik (rs = 0,091). Það fylgir þó ekki alltaf að því þyngri sem einstaklingurinn er samkvæmt RUG-III-flokkun því minni sé virknin, því þeir skáru sig m.a. úr sem voru í flokknum sérstök endurhæfing og voru hlutfallslega með meiri meðaltíma í virkum athöfnum þó sá flokkur vegi næstþyngst í RUG-III flokkuninni. Eftirlætisvistarverur skjólstæðinga hjúkrunarheimila til virkni Eins og fram hefur komið kýs 81,1% íbúa eigið herbergi til að vera í þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur. Munur var eftir aldri (p < 0,05) en sambandið var veikt (Cramérs V = 0,085). Hlutfall þeirra sem kjósa síður eigið herbergi eykst með aldrinum en þó sker yngsti aldurshópurinn sig úr og fylgir þeim elsta. Ekki var munur á óskum eftir kyni (p = 0,9). Þeir sem bjuggu einir fyrir komu á heimilið kusu frekar eigið herbergi (p = 0,001). Hlutfall þeirra sem kusu síður eigið herbergi jókst eftir því sem þeir höfðu minni ADL-færni (p < 0,001) á bæði stuttum (Cramérs V = 0,243) og löngum (Cramérs V = 0,232) kvarða. Talsverð fylgni (Cramérs V = 0,341) var við vitræna kvarðann, þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því færri hlutfallslega kusu eigið herbergi þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur (p < 0,001). Hvorki var aldurs- (p =0,068) né kynjamunur (p = 0,469) á þeim sem völdu dagstofuna þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur. Hins vegar kusu fleiri dagstofu af þeim sem bjuggu einir fyrir komu á hjúkrunarheimilið (p < 0,05) en fylgnin var veik. Hlutfallslega færri í hópi þeirra sem voru með minni ADL-færni fannst dagstofan besti staðurinn til dægradvalar (p < 0,001) en fylgnin var veik bæði við langa og stutta kvarðann. Einnig kom í ljós að því meiri sem vitræn skerðing var því fleiri kusu dagstofu til dægradvalar (p < 0,001) en þó sker elsti hópurinn sig úr, fylgnin var veik. Fleiri hinna yngri kusu að vera innan stofnunar en utan deildar þegar þeir stytta sér stundir (p < 0,01). Því minni sem ADL-færni var því færri hlutfallslega kusu að vera innan stofnunar en utan deildar í dægradvöl (p < 0,001). Því meiri sem vitræn skerðing var því færri hlutfallslega kusu að vera innan stofnunar en utan deildar við að stytta sér stundir (p < 0,001). Þeir sem eru yngri vildu frekar dvelja utan stofnunar við dægradvölina (p < 0,001). Karlar vildu líka frekar vera utan stofnunar við dægradvölina (p < 0,001) en kynjamunurinn var þó lítill. Þeir sem höfðu minni ADL-færni vildu síður vera utan stofnunar (p < 0,001). Sama átti við um vitræna kvarðann, þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því færri kusu að vera utan stofnunar (p < 0,001). Ekki verður fjallað nánar um RUG-III-flokkunina í niðurstöðukaflanum þar sem hún hefur ekki frekara gildi, sér í lagi þar sem endurhæfingarflokkurinn skar sig úr eins og kom fram hér fyrir ofan og það varð því ekki fylgni við þyngd RUG-III-flokkana. Þær tómstundir sem íbúinn helst kýs Oft var ekki kynjamunur á vali á tómstundum en þó kusu konur frekar handavinnu, hannyrðir eða smíði en karlar (p < 0,001). Þær kusu líka frekar trúarbrögð eða andlegar athafnir en sambandið var veikt (p < 0,01; Cramérs V = 0,065) og hlutfallslega fleiri konur en karlar kusu blómarækt eða garðyrkju (p < 0,01). Þá var lítill en marktækur munur milli kynjanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri karlar en konur kusu göngutúra eða vera í hjólastól utandyra (p < 0,01). Hutfallslega fleiri karlar en konur kusu líka að horfa á sjónvarp (p < 0,01) og hlusta á útvarp (p < 0,01) en munurinn var lítill. Varðandi getu til ADL og vitræna getu þá var það í öllum tilvikum þannig að því minni sem getan var því færri kusu tómstundamöguleikann nema þegar um tónlist var að ræða. Tónlist skar sig því úr við val á tómstundum. UMRÆÐA Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar eru 26,1% íbúa hjúkrunarheimila í landinu virkir í daglegum athöfnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.