Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 15 Í inngangi kemur fram að bókin byggist á vinnu höfundar með toppstjórnendum og hópum tengdum þeim en Lencioni er talinn einn af helstu sérfræðingum heims í þjálfun stjórnendahópa. Hann ítrekar að hugmyndafræðin, sem bókin byggist á, nýtist öllum þeim sem taka þátt í hópstarfi, hvort heldur sem er teymum, rannsókna- og verkefnahópum, nefndum eða stjórnum. Óhætt er að fullyrða að hópvinna sé algeng í starfi okkar hjúkrunarfræðinga. Líklega svo algeng að við leiðum ekki lengur hugann að þeim þáttum sem hafa áhrif á starfið í hópnum og árangur þess, þar með talið hegðun eða framkomu okkar sjálfra. Höfundur bókarinnar heldur því fram að árangursrík hópvinna sé grundvöllur velgengni fyrirtækja og stofnana. Hann segir enn fremur að árangursrík hópvinna sé í reynd afar sjaldgæf en það sé bæði mögulegt og í raun einfalt að byggja upp sterka hópa sem skila árangri. Það sé hins vegar um leið sársaukafullt og krefjandi. Brestirnir, sem titill bókarinnar vísar til, eru: Skortur á trúnaði og trausti, hræðsla við ágreining innan hópsins, skortur á hollustu við hópinn og ákvarðanir hans, að taka ekki ábyrgð og ónóg áhersla hópmeðlima á sameiginlegan árangur. Bókinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er dæmisaga þar sem fylgst er með nýráðnum leiðtoga hóps sem átt hefur í vandræðum og hvernig hann ásamt meðlimum hópsins nær að byggja upp virkan, starfhæfan hóp. Lýst er aðstæðum, persónum og leikendum og gangi mála við uppbyggingu hópsins. Leiðtoginn (57 ára gömul kona) er sannfærður um að með góðum hópi muni árangur ekki láta á sér standa. Hann er því tilbúinn til þess að gera það sem gera þarf til þess að ná því marki þó erfitt sé og mótstaðan vakni. Brestirnir fimm, sem fléttaðir eru inn í framvindu sögunnar, eru teknir fyrir einn af öðrum, birtingarmynd þeirra skoðuð, vangaveltur og viðbrögð leiðtogans og hópsins kynnt. Í síðari hluta bókarinnar er líkanið, sem sagan byggist á, útskýrt, þættir sem einkenna starfhæfa og óstarfhæfa hópa dregnir fram sem og aðgerðir til að yfirvinna brestina. Auk þess er þar að finna spurningalista sem lesendur geta nýtt sér til að meta starfhæfni hópa sem þeir tilheyra. Bókin er auðveld yfirlestrar og fljótlesin. Sagan er einföld en grípandi og samskiptin í hópnum ljóslifandi. Við lestur bókarinnar þekkir maður sjálfan sig og aðra í hliðstæðum aðstæðum. Þessi bók er ekki alveg ný af nálinni en stendur fyrir sínu þrátt fyrir það. Hún hefur verið á metsölulista Wall Street Journal frá 2004. Þessi bók og fleiri bækur Lencioni eru meðal annars fáanlegar í bókabúðinni Skuld og Bóksölu stúdenta. Hægt er að lesa meira um Lencioni og ritverk hans á www.tablegroup.com/pat/. Hrund Sch. Thorsteinsson er sviðsstjóri á kennslu- og fræðasviði LSH og lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Í erindi á Vordegi deildarstjóra á LSH í maí sl. fjallaði Dr. Connie Delaney, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ og skólastjóri hjúkrunarfræðideildar Háskólans í Minnesota, um leiðtogahlutverkið og mikilvægi samvinnu á breytingatímum. Hún studdist meðal annars við bók Lencioni sem hér er til kynningar. Eftir að hafa kynnt mér bókina betur tel ég hana eiga erindi við hjúkrunarfræðinga, hvaða starfi sem þeir gegna. Hrund Sch. Thorsteinsson, hrundsch@landspitali.is The five dysfunctions of a team: A leadership fable. Höfundur: Patrick Lencioni. Útgefandi: Jossey-Bass, San Fransisco, 2002. ISBN: 0-7879- 6075-6. Bókin er 229 bls. BÓKARKYNNING FIMM BRESTIR HÓPVINNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.