Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 55 Ritrýnd fræðigrein reynslu sinni. Þátttakendur voru valdir eftir að rannsóknin hafði verið kynnt á fundum starfsmanna og óskað eftir sjálfboðinni þátttöku skurðhjúkrunarfræðinga. Áhugasamir höfðu samband við deildarstjóra sem mat hvort viðkomandi fullnægði þeim viðmiðum sem sett höfðu verið fram. Í samræmi við leiðbeiningar rannsakenda völdu deildarstjórar síðan þátttakendur þannig að breidd væri í reynslu og þekkingu þeirra, þ.e. að þeir kæmu úr mismunandi sérfræðiteymum og hefðu sinnt mismunandi verkefnum fyrir deildarnar. Allir þátttakendur voru með viðbótarnám í skurðhjúkrun og höfðu langa reynslu eða að meðaltali 21 ár (11–30 ár). Höfð voru einstaklingsviðtöl við fjóra hjúkrunarfræðinga á skurðstofu í Fossvogi og fjóra á skurðstofu við Hringbraut, samtals átta hjúkrunarfræðinga. Tilgangur rýnihópanna var að ræða og dýpka þá þekkingu sem kom fram í einstaklingsviðtölunum og benda á leiðir til að hagnýta hana við þróun skurðhjúkrunar. Settir voru saman tveir rýnihópar, einn á hvorri deild, og voru fjórir hjúkrunarfræðingar í hvorum. Við val á þátttakendum var haft að leiðarljósi að einstaklingarnir hefðu áhuga á að deila reynslu sinni en einnig að taka þátt í að ræða og undirbúa breytingar. Forsendum fyrir þátttöku í rýnihópum var breytt með það í huga að fá inn víðari sjónarmið og meiri breidd í hópinn og ekki gerð krafa um 5 ára starfsreynslu við skurðhjúkrun. Þátttakendur höfðu starfað að meðaltali 15 ár (3–21 ár). Tilskilinna leyfa var aflað frá siðanefnd LSH og siðanefnd stjórnsýslurannsókna á LSH og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar. Leitað var upplýsts samþykkis allra þátttakenda. Framkvæmd gagnasöfnunar Fyrsti höfundur þessarar greinar átti ítarleg um það bil einnar klukkustundar löng viðtöl við hvern þátttakanda. Viðtölin voru hálfstöðluð og stuðst var við viðtalsramma sem fól í sér efnispunkta sem ræddir voru. Þetta voru atriði eins og reynsla í starfi, breytingar á skipulagi starfsins og afstaðan til fjölmargra þátta sem tengjast öryggisatriðum í aðgerðum. Viðtalsramminn var settur saman með hliðsjón af tilgangi rannsóknarinnar en jafnframt hafði þátttakandi svigrúm til að tala að eigin óskum. Það að vera með spurningar að nokkru leyti staðlaðar var hugsað til að auðvelda greiningu (Kvale, 1996). Markmiðið með viðtölunum var að fá þátttakendur til að miðla reynslu sinni af starfsaðstæðum og skoða þætti sem koma í veg fyrir mistök eða auka hættu á þeim. Til að stýra rýnihópunum var leitað til þróunarráðgjafa í hjúkrun við LSH sem hefur mikla innsýn í og reynslu af gæða- og öryggismálum innan sjúkrahússins. Rannsakandi var hins vegar sem athugandi á fundum rýnihópanna og skráði hjá sér athugsemdir til að auðvelda skráningu og túlkun umræðna. Stuðst var við viðtalsramma sem byggður var á niðurstöðum úr einstaklingsviðtölum (sjá töflu 1). Þátttakendur ásamt stjórnanda í rýnihópum skilgreindu sameiginlega vandamál varðandi öryggi sjúklinga á skurðstofu, leituðu orsaka þeirra og unnu í sameiningu að því að leita leiða til að leysa vandamálin. Þetta ferli er upphaf þess að gera breytingar en í þessari rannsókn er ekki fylgst með framkvæmd þess né hægt að meta árangur. Öll viðtöl og umræður í rýnihópum voru tekin upp á segulband og vélrituð orðrétt ásamt annarri tjáningu viðmælenda sem greina mátti á upptökunum. Vélrituð handrit voru þau gögn sem unnið var með við greiningu. Tafla 1. Viðtalsrammi rýnihópa. 1. Styrkjandi þættir: Skurðhjúkrun einkennist af fyrirbyggingu og vernd sjúklingsins Einstaklingsmiðuð hjúkrun og fyrirbygging skaða Samvinna í móttöku og öflun upplýsinga styrkir öryggið Styðja og virða sjúklinginn Teymin skapa traust og styrkja öryggið með sérhæfðri þekkingu og færni Sérhæfð þekking og betri hjúkrun Langt samstarf – góð samvinna 2. Þættir til skoðunar: Það eru áhyggjur af meiri hraða og auknum kröfum Starfið krefst stöðugrar einbeitingar og vinnuálag krefst þreks Það er mikilvægt að hafa stjórn á aðstæðum Það þarf að leggja áherslu á jafnvægi í mönnun, góðan undirbúning og skýrar reglur 3. Úrvinnsla mistaka með áherslu á stuðning og lærdóm, hvernig verður það best gert? Gagnagreining Gögn voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu. Greiningin tók mið af markmiðum rannsóknarinnar og rannsóknarspurningum og leitað var að merkingu þess sem viðmælendur tjáðu (Baxter, 1994, Down-Wamboldt, 1992, Graneheim og Lundman, 2004). Við greiningu gagna var tekið mið af aðferðum Graneheim og Lundman (2004) og Down-Wambolt (1992) að því marki sem þær hafa skírskotun til þessarar rannsóknar. Gagnagreining hófst á því að öll viðtölin voru marglesin en síðan hófst vinna við að þróa kóðunarflokka. Út frá fyrstu viðtölum voru settar fram hugmyndir að flokkun greininga sem mótuðust og breyttust eftir því sem leið á gagnagreininguna. Flokkun stýrðist í upphafi af viðtalsramma rannsóknarinnar og voru gögnin brotin niður út frá umræðuefni spurninganna. Þetta form var þó aðeins notað til þess að koma gögnunum á form sem hjálpaði rannsakendum í byrjun en jafnframt var haldið opnum leiðum til að sjá gögnin með nýjum hætti. Flokkun og þemagreining var endurskoðuð eftir því sem meiri gögn lágu fyrir og merkingarfræðilegt samband skýrðist og þá voru viðtölin skoðuð aftur með tilliti til þeirra breytinga (Rubin og Rubin, 1995; Sandelowski, 1995). Ýmsar aðferðir voru notaðar til að efla réttmæti rannsóknarinnar. Má t.d. nefna að greiningar voru gerðar sjálfstætt af báðum höfundum og misræmi rætt og komist að sameiginlegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.