Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 23 Ritrýnd fræðigrein helstu lífsnauðsynjar eins og næring, húsnæði og tekjur sem og huglæg atriði eins og vellíðan og hamingja. Heilsutengd lífsgæði ná yfir þætti sem tengjast heilsunni sjálfri, upplifun á henni, takmörkunum og mati einstaklingsins sjálfs á aðstæðum sínum miðað við heilsufar (Draper, 1997; Häyry, 2000). Heilsa og ýmsir ytri þættir geta verið uppspretta vellíðunar en eru ekki alltaf forsenda góðra lífsgæða. Vellíðan og heilsa eru bæði hugtök sem eru hluti af lífsgæðahugtakinu. Til eru ótal mismunandi skilgreiningar á hugtakinu lífsgæði, allt frá því að fjalla um það að uppfylla þarfir og starfshæfni til vangaveltna um tilgang lífsins og huglæga vellíðan og ánægju. WHO (2005) hefur skilgreint hugtakið þannig: Lífsgæði eru skynjun einstaklings á stöðu sinni í lífinu í samhengi við eigin menningu og verðmætamat, í tengslum við markmið, væntingar, lífskjör og hluttekt. Hugtakið er víðfeðmt og undir flóknum áhrifum af líkamlegri heilsu einstaklingsins, andlegu ástandi, sjálfstæði, félagstengslum og tengslum hans við umhverfisaðstæður. (Þýðing KA). Þessi skilgreining er mjög víð og fleiri skilgreiningar reyna að þrengja hugtakið frekar. Má þar nefna Browne o.fl. (1994) sem telja að lífsgæði séu breytileg víxlverkun milli ytri aðstæðna í lífi einstaklings og innri skynjunar á þessum aðstæðum. Þrátt fyrir skort á alhliða skilgreiningu lífsgæðahugtaksins er samkomulag um að það sé heildrænt og huglægt (Mynd 1). Til að gera hugtakið mælanlegt og nýtilegt innan heilbrigðisvísinda var reynt að þrengja það enn frekar með því að einblína á þátt heilbrigðis í getu einstaklingsins til að gegna hlutverki sínu í eigin menningu. Heilsutengd lífsgæði komu til sögunnar sem tengsl milli heilbrigðis og lífsgæða. Hugtakið er nátengt heilbrigðishugtakinu og ætlað að byggja á mati einstaklingsins sjálfs um áhrif sjúkdóma og heilsu á líðan sína og færni. Hugtakið er því huglægt með þyngdarpunktinn á hvernig einstaklingurinn skynjar heilsu sína og á hvern hátt sjúkdómar, slys og meðferðir hafa áhrif á líf hans og lífsfyllingu. Tilgangurinn með mati á heilsutengdum lífsgæðum er að greina þá sem lifa við skert lífsgæði vegna heilsubrests og fylgjast með breytingum á lífsgæðum sem verða með eða án meðferðar (Tómas Helgason o.fl., 2000). BAKGRUNNUR LÍFSGÆÐAHUGTAKSINS Gæði lífsins eða hið góða í lífinu hefur verið uppspretta vangaveltna hjá mannfólki frá örófi alda. Bergsma og Engel (1988) telja að allt frá því að manneskjan byrjaði að velta fyrir sér lífi sínu og tilgangi hafi lífsgæði verið miðdepillinn og hvatinn að þróun og breytingum. Hugleiðingar um lífsgæði og baráttan við að ná þeim telja þeir að séu upptök trúarbragða, styrjalda og ýmislegs sem tilheyrir siðmenningu. Lífsgæðahugtakið má rekja til heimspekinga Forn-Grikkja en í skrifum sínum segir Aristóteles (384–322 f. Kr.) m.a.: Bæði múgurinn og fágað fólk telur að gott líf eða velgengni sé það sama og að vera hamingjusamur. En hvað það er sem telst hamingja er ástæða að rökræða. Sumir segja eitt, aðrir annað. Vissulega segir sami einstaklingur oft mismunandi hluti á mismunandi tímum: Þegar hann verður veikur telur hann að heilbrigði sé hamingjan, þegar hann er snauður álítur hann hamingjuna fólgna í auðæfum (Fayers og Machin, 2000) (Þýðing KA). Innan heimspekinnar tengjast lífsgæði siðfræði og viðleitninni að upplifa hið góða í lífinu, ásamt vangaveltum um hvernig líf sé gott líf. Aristóteles spurði sig m.a. spurningarinnar hvað væri einkennandi fyrir gott líf og áleit það vera virkt og skynsamt líferni auk sjálfsþekkingar (Björk, 1995). Orðið ‘eudomonia’ kemur oft fyrir í skrifum Aristótelesar og hefur verið þýtt sem hamingja en fræðimenn eru nú sammála um að vellíðan túlki orðið betur (Fayers og Machin, 2000). Eudaemonísk nálgun á lífsgæðahugtakinu hefur m.a. byggst á vangaveltum um hvað valdi vellíðan og vanlíðan og hefur því vakið áhuga innan hjúkrunarfræði (Draper, 1997). Löngu eftir daga Aristótelesar varð lífsgæði almennt hugtak sem krafðist engra sérstakra útskýringa. Það varð ekki fyrr en árið 1948 með skilgreiningu WHO á heilbrigði (sjá síðar) sem hugtakið tengdist heilsu fólks. Sú skilgreining var ein sú fyrsta sem skilgreindi mikilvægi hinna þriggja vídda heilsu, þ.e. líkamlega, andlega og félagslega. Fyrstu heimildir um notkun lífsgæðahugtaksins sem mælikvarða á vellíðan fólks og þjóðfélagslega hagsæld má finna í ræðu Lyndon B. Johnson frá árinu 1964 þar sem hann sagði að í fyrirmyndarþjóðfélagi hefðu gæði meira vægi en magn og vísaði sérstaklega til gæða lífs umfram magn veraldlegra eigna (Rapley, 2003). Þetta varð upphafið að fræðilegri skilgreiningu á hugtakinu lífsgæðum í hinum vestræna heimi en þá var það aðallega notað um efnislega þætti eins og tekjur, menntun, húsnæði og þess háttar sem var mælikvarði á velgengni þjóða mælt með vergri þjóðarframleiðslu. Umræðan um að gæði væru ekki síður mikilvæg en magn í lífinu varð ágengari og áhuginn var vakinn. Nokkrum árum síðar eða 1977 setti WHO fram stefnu um „heilbrigði fyrir alla“ (Health for all – HFA) þar sem m.a. er sagt „spurningin er ekki einungis sú að bæta árum við lífið heldur lífi við árin“ (Lindström, 1992). Hætt var að líta á heilbrigði sem einangrað fyrirbæri og sérstakt markmið heldur sem forsendu þess að geta gert aðra hluti. Þannig má segja að hugtakið lífsgæði sem í heimspekilegu sambandi nefndist „hið góða líf“ hafi yfirfærst á nútímavísindi og fræðiorðið lífsgæði. Lífsgæði eru í dag þverfaglegt Mynd 1. Nokkrir mikilvægir þættir lífsgæða og hugsanleg tengsl milli þeirra. (Heimild: Sarvimäki og Stenbock-Hult, 2000) heimili fjárhagur umhverfi Ytri þættir Einstaklingsþættir Upplifun heilsa starfshæfni persónuleiki vellíðan lífsfylling lífsánægja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.