Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200924 rannsóknarefni. Fræðigreinin er jafnframt ung því að lítið sem ekkert var minnst á lífsgæði í fræðigreinum fram til 1975. „Lífsgæði“ er nú hugtak sem flestar fræðigreinar hafa tileinkað sér, þó með ólíkum forsendum og mismunandi nálgun og hlutlægni. Þennan mikla áhuga á hugtakinu taldi Michael Bury (1994) mega skýra með breytilegum sjúkdómsmyndum og hækkandi meðalaldri. Þar til viðbótar kæmu stjórnmálalegar og fjárhagslegar þarfir á að endurskipuleggja vaxandi heilbrigðisþjónustu, auk þess sem þjóðfélög séu nú þaulsetin sérfræðingum sem reyna að stýra þegnunum. LÍFSGÆÐAHUGTAKIÐ Lífsgæði eru almennt tengd jákvæðum hliðum lífsins eins og hamingju, heilsu, velgengni, auði og lífsgleði (Lindström, 1994). Í alfræðiorðabókum er hugtakið gæði skilgreint sem stig eiginleika, oftast í formi góðra eða framúrskarandi eiginleika. Lindström bendir jafnframt á að í heimspeki sé hugtakið gæði sömu merkingar og eiginleiki, í sálarfræði sé hugtakið gæði notað yfir þá eiginleika sem við skynjum, s.s. lit, lykt o.fl. Hann ályktar því að gæði sé hugtak sem byggist á sameiginlegu mati fólks og huglægum skynjunum. Hugtakið líf hefur verið skilgreint sem röð líffræðilegra ferla frá fæðingu til dauða, þ.e.a.s. tilvist einstaklingsins. Því sé sameining þessara tveggja hugtaka, lífs og gæða, í hugtakinu lífsgæði eðlislæg einkenni lífsins sem í almennu tali er oftast túlkað sem jákvæð gildi lífsins eða það góða í lífinu. Vangaveltur um tilgang lífsins og þá þætti sem gera lífið þess virði að lifa því hafa í sögulegu samhengi skipst í þarfakenningar og óskakenningar. Skilgreining WHO á lífsgæðum (sjá áður) getur bæði flokkast undir þarfakenningu og óskakenningu. Þarfakenningin endurspeglar enn þann dag í dag sýn læknavísindanna á líkamsheilsu og líkamlega vellíðan en óskakenningin er fræðasvið hugvísinda og rannsakar huglægari þætti heilsu. Mælistika lífsgæða er einnig háð þessum tveim þáttum eftir því hvort mæld er hlutlæg breyting á líkamsheilsu eða lagt huglægt og afstætt mat á langanir eða óskir einstaklingsins. Innan hjúkrunar er þarfakenningin þekktust í kenningu Maslow (1999) um mannlegar þarfir sem hann setti fram á fjórða áratug síðustu aldar. Maslow var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar og setti fram kenningu sína grundaða af eigin reynslu. Kenning hans, sem hlaut mikla útbreiðslu, byggist á því að allir óski eftir að vera hamingjusamir og ástríkir en að uppfylla verði vissar eigin þarfir til að geta gefið af sér sjálfur. McCall (1980) vitnar í Maslow þegar hann segir að óskir séu veikur grunnur til að skilgreina lífsgæði því að þær eru breytilegar eftir einstaklingum en þarfir séu hins vegar sameiginlegar öllum. Kenningar um lífsgæði, sem eru grundaðar á þörfum, fjalla þannig um líkamlegar þarfir og líkamsheilsu. Með þáttum, sem tilheyra líkamsheilsu, má taka með hreyfigetu og möguleikann til að sinna ýmsum þáttum daglegs lífs. Í þjóðfélagi, þar sem grunnþörfum flestra er fullnægt ásamt öðrum félagslegum þörfum eins og húsnæði og fjárhag, verða lífsgæði einstaklingshæf skynjun, háð aðstæðum, fyrri reynslu, kröfum og væntingum til framtíðarinnar. Í hugvísindum beinast rannsóknir að huglægari efnum eins og óskum, vonum og vonbrigðum. Óskir, líðan og lífsfylling eru persónubundin lífsgæði og verða ekki metin til hlítar nema af einstaklingnum sjálfum með huglægu mati. Þannig verður lífsgæðamat, sem byggist á óskakenningunni, meðvitað mat sem einstaklingurinn sjálfur gerir og gildir um hann einan (Häyry, 2000) (þýðing KA) enda sé einstaklingurinn sjálfur eini og besti sérfræðingurinn um lífsgæði sín. Í kenningu Calman (1984) sameinast hið góða í lífinu lifnaðarháttum einstaklingsins, reynslu, framtíðarvonum, draumum og metnaði. Þar virðist takmarkið alltaf vera að viðhalda jafnvægi. Í góðum lífsgæðum felst að reynsla einstaklingsins samræmist vonum hans og væntingum og uppfyllir þær. Andstæða þess er að lífsgæði eru slæm ef veruleikinn stendur ekki undir væntingum einstaklingsins. Lífsgæði breytast með tímanum og geta við eðlilegar aðstæður sýnt ýmis tilbrigði. Því þurfa markmið og forgangsröðun einstaklinga að vera raunhæf þar sem gera má ráð fyrir að þau endurnýist með aldri og reynslu. Til að auka lífsgæði þarf því bilið milli óska og raunveruleika að minnka (Häyry, 2000) (þýðing KA). Í flestum skilgreiningum er heilsa hluti lífsgæðanna en lífsgæði sem lífsfylling, hamingja, vellíðan, ánægja, gildi lífs þess sem lifir því eða kjarni tilverunnar lýsa hugtakinu jafnframt. Næss (2001) bendir á að hugtakið lífsgæði sé vítt og skilgreinir lífsgæði sem samheiti við vellíðan. Í sama streng tekur Meyers (1992) sem rannsakaði vellíðan til þess að svara spurningunni „hver er hamingjusamur og hvers vegna?“ Meyers sýndi fram á að þeir þættir, sem leiða til hamingjutilfinningar, eru sama eðlis og vellíðan eða lífsgæði. Nordenfeldt (1991) telur að nútímalífsgæðarannsóknir einblíni of mikið á hedonism (sældarhyggja) sem er forn lífsspeki og leggur áherslu á vellíðan og það að forðast það sem veldur sársauka og óþægindum. Hugtakið vellíðan höfðar því til sældarhyggjunnar en samkvæmt henni er hægt að meta líðan út frá stigum þæginda og óþæginda, verkja eða verkjaleysis. Hið góða í lífinu verður samkvæmt þessum viðmiðum að tilfinningar vellíðunar yfirgnæfi að magni og tímalengd vanlíðunartilfinningar. Nordenfeldt er sama sinnis og Calman þar sem hann telur að ef jafnvægi sé á milli óska/langana einstaklings og þess hvernig hann upplifir raunveruleikann þá sé sá ánægður með líf sitt eða hafi góð lífsgæði. HEILSUTENGD LÍFSGÆÐI Heilbrigðisvísindi fjalla um heilbrigði sálar og líkama en ekki lífsgæði í víðu samhengi. Til þess er lífsgæðahugtakið of víðfeðmt. Tilgangurinn með að kynna heilsutengd lífsgæði til sögunnar var þörf á tengingu milli heilsu og lífsgæða og að þrengja hugtakið. Það var þó vandkvæðum bundið því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.