Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200940 Framkvæmd og gagnasöfnun Áður en rannsókn hófst var haldin fræðileg og verkleg kennsla fyrir hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku FSA. Kennslan skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn var í formi fyrirlesturs þar sem kynnt var líffærafræði ökkla og fótar, ásamt líkamsskoðun samkvæmt Ottawa-gátlistanum. Seinni hluti kennslunnar var sýnikennsla. Hjúkrunarfræðingunum var skipt niður í tvo hópa þar sem rannsakandi og bæklunarsérfræðingur sýndu hvernig klínísk skoðun á ökkla og fæti samkvæmt Ottawa-gátlistanum færi fram og spurningum sem upp komu svarað. Allir sjúklingarnir, sem tóku þátt í rannsókninni, voru skoðaðir af hjúkrunarfræðingi og unglækni hvort í sínu lagi og án viðveru hins. Hvort hjúkrunarfræðingur eða unglæknir skoðaði sjúkling á undan var tilviljanakennt og fór eftir aðstæðum á deild hverju sinni. Fulltrúi hvors hóps fyrir sig skráði jákvæða/ neikvæða niðurstöðu sína á þörf fyrir myndgreiningu með tilliti til þess hvort hann taldi að um brot væri að ræða eða ekki á matsblað rannsóknarinnar (tvö blöð fyrir hvern sjúkling). Allir sjúklingar fóru í myndgreiningu meðan á rannsókn stóð án tillits til niðurstöðu skoðunar hjúkrunarfræðings eða unglæknis. Eftir myndgreiningu var mat á mynd og ákvörðun um meðferð í höndum unglæknis. Mynd 2 sýnir feril sjúklinga meðan á rannsókn stóð en hann er byggður á ferli sjúklinga í rannsókn Derksen og félaga (2005), staðfærður og breyttur fyrir slysa- og bráðamóttöku FSA. Úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var beitt lýsandi tölfræði og ályktunartöl fræði megindlegrar rannsóknaraðferðar. Hugbúnaðurinn Statistical Package for Social Sciences (SPSS) 15.0 og töflureiknirinn Mynd 2. Ferli sjúklings slysa- og bráðamóttöku FSA meðan á rannsókn stóð. Microsoft Excel voru notaðir við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Rannsakandi fór yfir niðurstöður matsblaða unglækna og hjúkrunarfræðinga og bar saman við niðurstöður röntgensérfræðings sem fór yfir allar myndgreiningar innan við sólarhring frá töku. Öll brot, sem greind voru á mynd, hvort sem þau voru greind við fyrstu komu eða allt að tveim vikum seinna í endurkomu, voru skráð. Borið var saman hlutfall þeirra einstaklinga sem hvor hópur taldi vera brotna og þyrfti á myndgreiningu að halda og þeirra sem reyndust brotnir, þannig fékkst hlutfall ofpantaðra myndgreininga hjá hvorum hóp fyrir sig sem sett var fram sem sértæki (e. specificity) skoðunarinnar. Næmi (e. sensitivity) skoðunar unglækna og hjúkrunarfræðinga, það er hvort öll brot fundust við skoðun, var einnig reiknað út. Sértæki og næmi var sett fram með 95% öryggisbili sem reiknað var á almennan hátt. Notast var við Kí-kvaðrat (χ² ) til að skoða mun milli hópanna. Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri veitti leyfi fyrir rannsókninni 14. nóvember 2007. Einnig var rannsókn tilkynnt til Persónuverndar. Ef þátttakandi var undir 18 ára aldri skrifaði hann undir ásamt forráðamanni. Öllum þátttakendum var gert ljóst að með samþykki sínu samþykktu þeir jafnframt að fara í myndgreiningu á eigin kostnað hvort sem hjúkrunarfræðingur og/eða unglæknir teldi þörf á því eða ekki eftir klínískt mat sitt. NIÐURSTÖÐUR Meðan á rannsókn stóð leituðu 109 sjúklingar á slysa- og bráðamóttöku vegna áverka á ökkla og fæti. Skilyrði rannsóknarinnar útilokuðu 55 einstaklinga og aðrar ástæður útilokuðu 6 einstaklinga (tafla 1). Hjúkrunarfræðingur Unglæknir Jákvæð/neikvæð niðurstaða samkvæmt Ottawa-gátlista Jákvæð/neikvæð niðurstaða samkvæmt eigin mati Sjúklingur með ökklameiðsl sem uppfyllir skilyrði rannsóknarinnar Sjúklingur fer í myndgreiningu Mynd metin af unglækni sem ákvarðar meðferð sjúklings. Allar myndgreiningar skoðaðar af röntgensérfræðingi innan við sólarhring frá komu sjúklings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.