Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 39 Ritrýnd fræðigrein hefur notagildi og nákvæmni hans verið staðfest af læknum á þúsundum sjúklinga í fjölmörgum rannsóknum víðs vegar um heiminn (Bachmann o.fl., 2003; Stiell o.fl., 1994; 1995; Yaxdani o.fl., 2006). Hæfni hjúkrunarfræðinga, hvort sem um hjúkrunarfræðinga með viðurkennt framhaldsnám er að ræða eða ekki, á notkun Ottawa-gátlistans hefur einnig verið rannsökuð og hafa niðurstöður verið í samræmi við notkun lækna á gátlistanum (Allerston og Justham, 2000b; Bachmann o.fl., 2003; Derksen o.fl., 2005; 2007; Fiesseler o.fl., 2004; Karpas o.fl., 2002; Stiell o.fl., 1995). Það gefur til kynna að þjálfun fremur en framhaldsnám hefur áhrif á nákvæmni þegar fyrirfram ákveðinn gátlisti er notaður (Lee o. fl., 1996; Lindley-Jones og Finlayson, 2000). Notkun gátlistans dregur úr fjölda óþarfa myndgreininga, styttir biðtíma og minnkar kostnað sjúklinga sem sækja bráðamóttökur vegna áverka á ökkla og fæti án þess að draga úr ánægju þeirra (Allerston og Justham, 2000a; Bachmann o.fl., 2003; Derksen o.fl., 2007; Fiesseler o.fl., 2004; Stiell o.fl.,1994; 1995; Yaxdani o.fl., 2006). Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að notkun gátlistans meðal hjúkrunarfræðinga styttir viðverutíma sjúklinga og eykur starfsánægju hjúkrunarfræðinga (Derksen o.fl., 2007; Fry, 2001; Salt og Clancy, 1997). Hvað fellur undir starfssvið hjúkrunarfræðinga og unglækna er mjög mismunandi eftir löndum og stofnunum. Hérlendis og víða erlendis er flestum sjúklingum, sem sækja slysa- og bráðamóttökur, sinnt af unglæknum en ekki sérfræðingum. Klínísk reynsla hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum er oft mikil á meðan viðvera hvers unglæknis er stutt og hefur þær afleiðingar að þeir sjá takmarkaðan fjölda af sjúklingum með minniháttar áverka (Davidson og Rogers, 2005; Geloven o. fl., 2003; Hudson og Marshall, 2007; Tye, 1997). Starfsþróun hjúkrunarfræðinga eflir hæfni og þekkingu þeirra til faglegrar þróunar og eykur árangur og ánægju þeirra í starfi auk þess sem sjálfstraust og sjálfstæði hlýst af aukinni klínískri þjálfun (Fry, 2001). Starfsþróun er af þeim sökum mikilvægur hluti mannauðsstjórnunar stofnana (Considine o.fl., 2006). Hjúkrunarfræðingar telja að með því að þeim sé gefið færi á að meta þörf á myndgreiningu aukist klínískt sjálfstraust þeirra og ánægja. Að auki bæti það flæði sjúklinga, auki ánægju þeirra, dragi úr bið- og viðverutíma og óánægju sjúklinga á biðstofu án þess að draga úr gæðum þjónustunnar (Fry, 2001; Lindley- Jones og Finlayson, 2000). Megintilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig nýta megi reynslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga á slysa- og bráðamóttöku FSA. Það er gert með því að innleiða nýtt vinnulag sem felst í að hjúkrunarfræðingar meta við móttöku áverka á ökkla og fæti með notkun Ottawa-gátlistans. Í þeim tilgangi voru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram. Rannsóknarspurningar 1. Hvert er mat hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku FSA á þörf fyrir myndgreiningu á sjúklingum með ökkla- og fótaáverka með notkun Ottawa-gátlistans? 2. Hvert er mat unglækna á slysa- og bráðamóttöku FSA á þörf fyrir myndgreiningu á sjúklingum með ökkla- og fótaáverka eftir hefðbundna skoðun? 3. Er mat hjúkrunarfræðinga og unglækna sambærilegt með tilliti til næmi og sérhæfni við Ottawa-gátlista? AÐFERÐ Rannsóknin var framsæ (e. prospective) samanburðarrannsókn. Gagnasöfnun fór fram á fjögurra mánaða tímabili frá 15. nóvember 2007 til 15. mars 2008 á slysa- og bráðamóttöku FSA. Þátttakendur og úrtak Úrtak hjúkrunarfræðinga (n=13) var allir hjúkrunarfræðingar slysa- og bráðamóttöku FSA sem samþykktu þátttöku og höfðu setið námskeið í klínískri skoðun með notkun Ottawa-gátlistans. Hjúkrunarfræðingarnir voru allt konur og var meðalaldur þeirra 38 ár (sf. = 7,8; spönnin 28–53 ár). Meðalheildarstarfsaldur þeirra var tæp tíu ár (tveir mánuðir til tuttugu og sex ár). Meðalstarfsaldur innan slysa- og bráðamóttöku var rúm sex ár (tveir mánuðir til fjórtán og hálfs árs). Úrtak unglækna (n=10) voru allir læknar sem samþykktu þátttöku og gengu vaktir unglæknis á bæklunarsviði slysa- og bráðamóttöku FSA, fimm konur og fimm karlar, meðalaldur þeirra var 30 ár (sf.= 2,8; spönnin 25–34 ár). Meðalheildarstarfsaldur var 23 mánuðir (einn mánuður til fimm og hálft ár). Meðalstarfsaldur unglæknanna innan slysa- og bráðamóttöku voru tæpir þrettán mánuðir (fjórir dagar til fjögurra ára). Þýði sjúklinga var 109 einstaklingar sem leituðu á slysa- og bráðamóttöku vegna áverka á ökkla og fæti meðan á rannsókn stóð. Skilyrði úrtaksins voru: 1) vera tólf ára og eldri, 2) samþykkja þátttöku, 3) hafa áverka innan við tveggja sólarhringa gamlan, 4) ekki vera með aðra stærri áverka, 5) vera án geðrænna vandamála, 6) ekki vera undir áhrifum áfengis eða lyfja, 7) ekki vera þungaðir, 8) ekki hafa minnkað yfirborðsskyn á ökkla, 9) ekki hafa leitað eftir meðferð vegna sama vandamáls áður (á sama fæti) og 10) ekki um yfirborðsáverka á ökkla að ræða án áverka á mjúkvefi eða bein svo sem skurði-, stungu- eða brunaáverka. Öll skilyrði rannsóknarinnar uppfylltu 48 sjúklingar, 26 karlar og 22 konur. Mælitæki Gagna var aflað á tvennan hátt. Annars vegar með matsblaði sem hjúkrunarfræðingar notuðu og hins vegar með matsblaði sem unglæknar notuðu. Í grunninn var sömu upplýsingum safnað um sjúkling en aðferð við mat á áverkum og skráning á niðurstöðum skoðunar ólík á milli hópa þar sem hjúkrunarfræðingar byggðu skoðun sína á Ottawa-gátlistanum en unglæknar ekki. Auk upplýsinga af matsblöðum rannsóknarinnar safnaði rannsakandi gögnum um lífaldur, heildarstarfsaldur og starfsaldur innan slysa- og bráðamóttaka meðal hjúkrunarfræðinga og unglækna. Enn fremur var farið yfir hvort sjúklingar í rannsókninni hefðu komið í óráðgerða endurkomu allt að tveim vikum eftir nýkomu þar sem greint var brot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.