Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 37 Útdráttur Sífellt fleira fólk leitar á slysa- og bráðamóttökur ár hvert og má búast við frekari fjölgun vegna skorts á heimilislæknum. Erlendis hafa slysa- og bráðamóttökur brugðist við auknu álagi með því að auka sérhæfingu hjúkrunarfræðinga á þáttum sem áður voru skilgreindir sem læknisverk. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig nýta megi menntun, reynslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum. Framsæ samanburðarrannsókn var gerð á fjögurra mánaða tímabili á slysa- og bráðamóttöku FSA. Borið var saman sjálfstætt mat hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráðamóttökuna með áverka á ökkla og fæti. Við matið studdust hjúkrunarfræðingar við Ottawa- gátlistann til að meta þörf á myndgreiningu en unglæknar við hefðbundið mat. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður röntgensérfræðings og settar fram sem næmi (e. sensitivity) og sérhæfni (e. specificity) skoðunarinnar með 95% öryggisbili. Notast var við Kí-kvaðratpróf til að skoða mun á samræmi í mati milli hópanna og til að lýsa styrk tengsla. 48 af 109 sjúklingum, sem leituðu á deildina vegna áverka á ökkla og fæti, uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Tíu unglæknar og 13 hjúkrunarfræðingar tóku þátt. Næmi skoðunar hjúkrunarfræðinga með hjálp Ottawa-gátlistans var 1.0 og sérhæfni 0,40 borin saman við næmi 0,90 og sérhæfni 0,35 hjá unglæknum. Þessi munur milli hópa var ekki marktækur. Við skoðun á fæti var næmi 1.0 hjá báðum hópum og sérhæfni 0,21. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til hagræðingar innan slysa- og bráðamóttöku FSA. Í framtíðinni ætti breytt vinnulag að gera þjónustu við sjúklinga með áverka á ökkla og fæti markvissari, stytta biðtíma og leiða til aukinnar ánægju sjúklinga slysa- og bráðamóttökunnar. Lykilhugtök: ökklameiðsl, bráðahjúkrun, líkamsmat. INNGANGUR Sífellt fleira fólk leitar á slysa- og bráðamóttökur ár hvert. Á slysa- og bráðamóttöku Landspítala (LSH) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) fjölgaði komum um rúm 18% milli áranna 2000 og 2006 en árlega heimsækja yfir 83.000 einstaklingar þessar deildir og eru biðstofur þeirra iðulega yfirfullar (Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 2001; 2006; Landspítali, 2007). Bæði er fjölgun á heildarkomum sjúklinga og meðal sjúklinga sem heilsugæslan gæti sinnt en unnt væri að leysa vanda stórs hluta sjúklinga á bráðamóttökum innan heilsugæslunnar (Anna Lilja Gunnarsdóttir, 2005; Geloven o.fl., 2003). Almennur læknaskortur er ekki á Íslandi nema horft sé til heilsugæslunnar þar sem nýliðun er hverfandi lítil, meðalaldur starfsfólks hár og viðbúið að enn frekari skortur verði á næstu Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, skurðsviði Landspítala ÞJÁLFUN HJÚKRUNARFRÆÐINGA TIL SÉRHÆFÐRA VERKA: Mat hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku á minniháttar ökkla- og fótaáverkum með aðstoð Ottawa-gátlistans ENGLISH SUMMARY Jonsdottir, H. L., and Sveinsdottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (4), 37-43 TRAINING NURSES TO NEW RESPONSIBILITIES: NURSES’ ASSESSMENT OF PATIENTS SUSTAINING MINOR ANKLE AND FOOT INJURY USING THE OTTAWA ANKLE RULE An increasing number of people visit emergency departments (ED) every year and the number is expected to grow due to the lack of general practitioners. This trend has been met in many countries by training nurses for new responsibilities and thereby extending their expertise in areas previously covered by physicians. The purpose of this research was to study how the education, experience and training of nurses can be effectively utilized for the benefits of patients seeking help in the ED. A prospective comparative study was conducted during a four month period at the Akureyri Hospital’s emergency department. The independent evaluation of nurses and physicians of the need for a radiography for patients suspected of having a fractured ankle or foot was compared. Nurses based their evaluation on the Ottawa ankle rules to assess the need for a radiography while physicians used conventional clinical examination. The evaluations of both nurses and physicians were compared to the findings of a radiologist and put forward as sensitivity and specificity of the study with 95% confidence interval, Chi- square (χ²) were used to describe differences between the two groups. 48 of the 109 patients admitted to the ED with an injury to an ankle or foot met the criteria for the study. Ten medical residents and 13 nurses participated in the study. The sensitivity of the nurses’ examination based on the Ottawa ankle rules was 1.0 and specificity 0.40 compared to the medical residents’ sensitivity 0.90 and specificity 0.35. When examining the foot, the sensitivity for both groups was 1.0 and specificity 0.21. This difference was not significant between the two groups. The findings indicate that services can be changed at the ED at Akureyri Hospital. In the future, this new work process might improve the service provided to patients who have sustained injuries to their ankle or foot, make it more specific and cut the waiting time as well as achieving greater patients’ satisfaction. Key words: ankle injury, emergency nursing, physical assessment. Correspondance: hlilja@nett.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.