Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200954 leitt til mikils vinnuálags, að starfsfólk fái ekki næga þjálfun og reynslu, illa undirbúinna breytinga og óraunhæfra markmiða. Reason (1990) telur að dulin mistök séu mesti ógnvaldurinn í flóknum kerfum vegna þess að þau eru oft ekki greind heldur lærir fólk að starfa með þeim og fara í kringum hluti. Við ákveðnar aðstæður geta þau hins vegar valdið margvíslegum skaða. Með því að greina milli virkra og duldra mistaka skapast forsendur til að greina mistök eftir ólíkum leiðum. Yfirleitt hefur umfjöllun um mistök beinst að virkum mistökum og einkennst af því að finna ábyrgan einstakling. Orsaka er þá leitað í gerðum einstaklingsins sem tengdar eru gleymsku, skorti á einbeitingu, áhugaleysi, kæruleysi eða vanrækslu. Mistökum er síðan mætt með aðgerðum sem miða að því að einstaklingurinn sæti viðurlögum (Reason, 2000). Með því að vekja athygli á áhrifum duldra mistaka og þátta sem eru meðverkandi í því að mistök eiga sér stað eða jafnvel meginorsök þeirra, hefur komið fram að í mörgum tilvikum má rekja orsakir mistaka til flókins samspils kerfislægra galla og vandamála sem liggja hjá einstökum starfsmönnum. Ef eingöngu er skoðaður þáttur einstaklingsins í mistökunum, þ.e. hver gerði hvað, þá er hætta á að heildarmyndin glatist og sömu aðstæður geta þá orsakað sams konar mistök óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut. Í breskri rannsókn kom fram að hjúkrunarfræðingar töldu reynsluleysi, skort á leiðsögn, vinnuálag og dómgreindarskort algengustu ástæður mistaka (Meurier, o.fl. 1997). Önnur rannsókn, sem gerð var á skurðstofum og gjörgæsludeildum í fimm löndum (Ítalíu, Þýskalandi, Sviss, Ísrael og Bandaríkjunum), sýndi að starfsfólk á þessum deildum taldi mikilvægt að greina og fjalla um mistök í starfi en hins vegar væri erfitt að ræða þessi mál og að þeim væri ekki nægjanlega sinnt. Það sem hindraði m.a. umræðu um mistök var að starfsfólk afneitaði áhrifum streitu og þreytu á hæfni sína til starfa en taldi hins vegar að bæta þurfi mönnun ásamt samskiptum og boðskiptum (Sexton o.fl., 2000). Bent hefur verið á að ýmislegt í vinnufyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga geti haft áhrif á öryggi sjúklinga og tíðni mistaka í starfi. Dæmi eru langur vinnutími, truflanir sem draga úr einbeitingu, ófullnægjandi vinnuumhverfi, skortur á upplýsingum og að tími hjúkrunarfræðinga fari í störf sem ekki tengjast hjúkrun (Page, 2004). Rannsóknir á breytilegri mönnun í hjúkrun og hvaða áhrif hún hefur á öryggi hafa reynst erfiðar með tilliti til þess að gögn séu samanburðarhæf. Það hefur þó verið sýnt fram á það að ófullnægjandi mönnun geti leitt til þess að slegið sé af kröfum um smitgát og í kjölfarið komi fjölgun sýkinga (Clarke, 2003). Mistök geta því verið vísbending um að eitthvað sé að, svo sem að mönnun sé ófullnægjandi eða aðlögun og þjálfun starfsmanna ekki nægjanleg. Í íslenskri rannsókn hefur verið sýnt fram á að „næg mönnun er mikilvæg vísbending um betri árangur í starfi hjúkrunarfræðinga“. Þetta kemur m.a. fram í því að telji hjúkrunarfræðingar mönnun fullnægjandi þá ná þeir að sinna starfi sínu án þess að upplifa sig úrvinda og uppgefna (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006 bls. 183). Skurðhjúkrunarfræðingar á LSH telja að þekking og færni séu mikilvægustu forsendur öryggis og nauðsynleg til að sjá hluti fyrir og bregðast rétt við (Herdís Alfreðsdóttir, 2003). Þetta samrýmist því sem komið hefur fram í rannsókn meðal svæfingalækna, þ.e. að flest verk verða venjubundin með reynslu en þegar álag eykst eða alvarleg tilfelli eiga sér stað, þá þarf þekking og færni að fara saman (Weinger og Slagle, 2002). Reglufesta, staðlar og eftirlit eru áberandi þættir í skurðhjúkrun og talið styrkja hjúkrunarfræðinga í að takast á við stöðugt breytilegt umhverfi og tryggja velferð sjúklingsins. Mistök verða hins vegar oft hjá einstaklingum sem eru færir um að framkvæma verkið örugglega og hafa oft gert það áður. Það er þannig oft eitthvað aðstæðubundið sem leiðir til þess að mistök eiga sér stað (Vincent, o.fl., 1998). Með þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á og auka skilning á því hvernig skurðhjúkrun stuðlar að öryggi sjúklinga í skurðaðgerðum. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hvaða þættir í starfsemi skurðstofa hafa að mati hjúkrunarfræðinga áhrif á öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir? 2. Hver er þáttur skurðhjúkrunarfræðinga í því að stuðla að öryggi sjúklinga? AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknaraðferðin er eigindleg og er það mat okkar að slík aðferð henti vel til að varpa ljósi á hina margþættu og flóknu þætti sem hafa áhrif á öryggi. Með eigindlegum aðferðum er hægt að lýsa reynslu og skilningi þátttakenda af aðstæðum. Með þeim má varpa nýju ljósi á viðfangsefnið sem aðrar aðferðir gefa ekki færi á. Í þessari rannsókn vildum við lýsa sjónarmiðum og reynslu hjúkrunarfræðinga sem starfa við skurðhjúkrun og töldum að með því myndi skapast mikilvæg þekking og skilningur sem síðan mætti þróa áfram í frekari rannsóknum og starfsþróun. Markmiðið með viðtölunum var að fá þátttakendur til að miðla reynslu sinni af starfsaðstæðum og skoða þætti sem koma í veg fyrir mistök eða auka hættu á þeim. Gagnasöfnun fór fram með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við skurðhjúkrunarfræðinga og með samræðum í rýnihópum. Með einstaklingsviðtölunum var leitast við að varpa ljósi á það hvernig hjúkrunarfræðingar skynja öryggismál á skurðstofum. Hlutverk rýnihópanna var hins vegar tvíþætt, annars vegar að túlka og ræða niðurstöður úr einstaklingsviðtölum og hins vegar að greina og ræða hvernig koma mætti á breytingum á starfsumhverfi til bóta fyrir sjúklinga og starfsfólk. Öll gögn voru greind með innihaldsgreiningu. Úrtak og þátttakendur Gagnasöfnun stóð yfir á tímabilinu frá október 2004 til mars 2005. Úrtakið var tilgangsúrtak en skilyrði fyrir þátttöku í einstaklingsviðtölum var að viðkomandi hefði starfað á skurðstofum í 5 ár eða lengur og væri reiðubúinn að deila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.