Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200942 sem næmi hefðbundinnar skoðunar lækna hefur mælst á bilinu 81,4%–91,0% (Allerston og Justham, 2000b; Mann o.fl., 1998). Erlendar rannsóknir sýna jafnframt að næmi lækna með notkun Ottawa-gátlistans er betri eða á bilinu 99,6%–96,4% (Bachmann o.fl., 2003). Því má hugleiða hvort ekki væri rétt að unglæknar nýttu sér Ottawa-gátlistann við skoðun sína í framtíðinni. Unglæknar rannsóknarinnar sendu 58,3% sjúklinga í myndgreiningu af ökkla og 29% af fæti eftir hefðbundna skoðun sína. Það er heldur færri en í rannsókn Stiell og félaga (1995) þar sem 82,8% sjúklinga voru sendir í mynd eftir klínískt mat en 60,9% ef Ottawa-gátlistinn var notaður. Þarna má velta fyrir sér hvort sú vissa að allir sjúklingar færu í myndgreiningu burtséð frá niðurstöðu úr mati þeirra hafi haft einhver áhrif þar sem lítil hætta var á að brot greindust ekki. Hjúkrunarfræðingarnir sendu fleiri í ökklamynd en læknar en hlutfall brota, sem hjúkrunarfræðingar greindu (40%), var ívið betra heldur en hjá unglæknunum (35%). Það er í samræmi við niðurstöður rannsóknar Derksten og félaga (2005) þar sem hjúkrunarfræðingar greindu 49% brota en unglæknar 39% þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingarnir sendu fleiri í mynd. Enn fremur var sambærileiki í mati hjúkrunarfræðinga og unglækna hliðstætt því sem hefur komið fram í öðrum rannsóknum (Fiesseler o.fl., 2004; Mann o.fl.,1998). Mikill munur var á starfsaldri hjúkrunarfræðinga og unglækna rannsóknarinnar bæði í heild og innan slysa- og bráðamóttöku en sex af tíu unglæknum rannsóknarinnar voru á kandídatsári sínu. Erlendar rannsóknir hafa bent á að stuttur starfsaldur unglækna liggi í þeirri staðreynd að flestir læknar á slysa- og bráðamóttöku starfa þar á kandídatsári sínu og hætti svo störfum á bráðamóttökum (Davidson og Rogers, 2005; Tye, 1997). Þetta veldur því að sífellt er verið að þjálfa upp nýja einstaklinga í starf unglæknis og því afar takmörkuð reynsla og hæfni meðal þeirra (Sakr o.fl., 1999). Þessu er öðruvísi farið hjá hjúkrunarfræðingum sem ráða sig til lengri tíma á slysa- og bráðamóttökur. Það liggur því beinast við að álíta að geta hjúkrunarfræðinga og þjálfun í klínísku mati á ökkla- og fótaáverkum sé stöðug eða batni eftir því sem reynsla þeirra eykst en standi í stað hjá unglæknum þar sem endurnýjun þeirra er hröð. Niðurstöður þessarar rannsóknar og fyrri erlendra rannsókna á viðfangsefninu gefa til kynna að ekki er verið að draga úr gæðum þjónustunnar með því að færa mat á þörf fyrir myndgreiningu í hendur hjúkrunarfræðinga eins og ráðgert er að gera á slysa- og bráðamóttöku FSA. Enn fremur er ekki verið að fjölga þeim einstaklingum sem sendir eru í myndgreiningu án þess að vera með brot. Ákvörðun meðferðar verður áfram í höndum unglækna og þeir hafa alla möguleika á að senda í mynd sjúklinga sem ekki voru sendir af hjúkrunarfræðingi. Rannsóknir hafa þó sýnt að þeir sem sendir eru í mynd af unglækni eftir skoðun hjúkrunarfræðings reynast ekki vera brotnir (Mann o.fl., 1998; Salt og Clancy, 1997). Ávinningur fyrir þjónustuna af því að hjúkrunarfræðingar taki að sér þetta mat felst í styttri biðtíma sjúklinga, fljótari greiningu og aukinni ánægju sjúklinga. Í heildina eru niðurstöður rannsóknarinnar sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna sem eru að mat hjúkrunarfræðinga og lækna er sambærilegt við mat á ökkla- og fótaáverkum (Allerston og Justham, 2000b; Derksen o.fl., 2005; 2007; Fiesseler o.fl., 2004; Mann o.fl., 1998; Salt og Clancy, 1997). Hlutfall pantaðra myndgreininga miðað við fjölda brota var reyndar lægra bæði hjá unglæknum og hjúkrunarfræðingum samanborið við niðurstöður erlendra rannsókna (Mann o.fl., 1998; Salt og Clancy, 1997; Stiell o.fl., 1995). Við túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar verður að hafa í huga fæð sjúklinga sem til skoðunar voru. Þegar horft er á niðurstöðurnar í samhengi við niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna þá gefa þær sterkar vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar ættu að sinna í meira mæli mati á minniháttar ökkla- og fótaáverkum en verið hefur. Hins vegar væri áhugavert að framkvæma þessa rannsókn á stærri bráðadeild hérlendis og jafnframt að skoða kostnaðarávinning af því að þjálfa hjúkrunarfræðinga til ákveðinna verka sem eru sjúklingum til hagsbóta. LOKAORÐ Hæfni til verka er mikilvægari en landamæri starfsstétta þegar kemur að öryggi sjúklinga, skilvirkni og hagkvæmni í þjónustu. Sjálfstæði hjúkrunar og sjálfstæði hjúkrunarfræðinga við störf hefur vaxið á undanförnum árum. Fjölbreytni hjúkrunarstarfa um allan heim er að aukast og mörk starfsheita og milli stétta innan heilbrigðiskerfisins stöðugt ógreinilegri. Þróun á hlutverki hjúkrunarfræðinga birtist í áframhaldandi stefnumótun, hagræðingu kostnaðar og skorti á vinnuafli ásamt þörf á að bæta gæði þjónustunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu fyrir hagræðingu innan slysa- og bráðamóttöku FSA þar sem vonir standa til að með því að færa mat á þörf fyrir myndgreiningu á sjúklingum með minniháttar áverka á ökkla og fæti í hendur hjúkrunarfræðinga megi hefja feril þeirra fyrr og stytta bið- og viðverutíma. Það er von rannsakenda að rannsóknin hryndi af stað breytingum sem munu auka ánægju sjúklinga og starfsfólks deildarinnar og að fleiri viðurkenndir gátlistar verði aðlagaðir deildinni til hagsbóta fyrir skjólstæðinga hennar. Þakkarorð Sérstakar þakkir fá einstaklingar sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku FSA og tóku þátt í rannsókninni, hjúkrunar- fræðingar og unglæknar sem tóku þátt, Ari H. Ólafsson yfirlæknir og Hulda Ringsted hjúkrunardeildarstjóri. Án þeirra allra hefði þessi rannsókn ekki orðið að veruleika. Fræðslu- og rannsóknarráði FSA og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru færðar þakkir fyrir veitta styrki til rannsóknarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.