Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200910 Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga var stofnaður í janúar 1994. Vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga, sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins, greiða árlega í sjóðinn sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga. Aðild að sjóðnum eiga því allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun úr sjóðnum. Vísindasjóði er ætlað að styrkja endur- og símenntun hjúkrunarfræðinga og stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðaskrif þeirra. Þegar samið var um Vísindasjóð ákvað þáverandi stjórn FÍH að skipta sjóðnum í tvennt, A- og B-hluta. A-hluti sjóðsins styrkir endur- og símenntun sjóðsfélaga og er hann greiddur, í einni greiðslu, beint til þeirra á fyrsta ársfjórðungi ár hvert. B-hluti er samkeppnissjóður, ætlaður til að styrkja rannsóknir hjúkrunarfræðinga og fræðiskrif. Til B-hluta renna nú 3% af tekjum Vísindasjóðsins. B-hluti Vísindasjóðs hefur styrkt fjölmarga hjúkrunarfræðinga í rannsóknum og fræði skrifum. Á þann hátt hefur sjóðurinn stuðlað að aukinni þekkingu og fram- þróun í hjúkrun. Samkvæmt reglum sjóðsins er sérstök áhersla lögð á að styrkja klínískar rannsóknir í hjúkrun og rannsóknir meistara- og doktorsnema þar sem aukin menntun stéttarinnar efli fagleg vinnubrögð. Styrkumsóknum og úthlutunum hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun sjóðsins MIKILVÆGUR SJÓÐUR FYRIR FAGLEGA ÞRÓUN Aðalbjörg Finnbogadóttir og Auðna Ágústsdóttir, adalbjorg@hjukrun.is Í kjarasamningum 1994 var stofnaður vísindasjóður hjá mörgum félögum háskólamenntaðra fagstétta. Í kjarasamningum 2008 afsöluðu öll aðildarfélög BHM sér vísindasjóðnum nema FÍH og fengu þau í staðinn óverulega hækkun á launatöflu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur sinn vísindasjóð vera mikilvægan fyrir faglegt starf og hefur ekki í hyggju að láta hann af hendi fyrir slík býti. Nokkrir styrkþegar frá úthlutuninni 2006. (sjá töflu 1). Síðustu ár hafa árlega verið veittir milli 20 og 30 rannsóknarstyrkir til hjúkrunarfræðinga úr B-hluta sjóðsins. Ferli umsókna Umsóknarfrestur um styrk úr B-hluta Vísindasjóðs er til 15. mars ár hvert og er styrkjunum úthlutað í kringum 12. maí. Til að tryggja að peningunum sé vel varið lítur stjórn sjóðsins til þess að rannsókn, sem styrkja á, verði örugglega framkvæmd og henni lokið. Því þurfa styrkumsækjendur að hafa öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni þegar þeir sækja um styrk í sjóðinn og rannsóknin þarf að vera komin af stað. Hjúkrunarfræðingar, sem fá synjun vegna þess að þeir uppfylla ekki annað eða bæði ofangreind skilyrði, geta sótt um aftur að ári jafnvel þó rannsókn þeirra sé þá lokið. Algengustu styrkveitingarnar eru vegna rannsókna í meistaranámi enda hefur þeim hjúkrunarfræðingum, sem fara í meistaranám, fjölgað ört. Styrkir til rannsókna vegna meistaranáms er ákveðin föst upphæð sem tekur mið af umfangi verkefnis og fjármagni í sjóðnum ár hvert. Í ár voru umsóknir í sjóðinn 40 talsins. Veittir voru 24 styrkir og var heildarupphæð styrkja um níu og hálf milljón króna. B-hluti Vísindasjóðs styrkir • Laun: Laun til rannsakanda taki hann sér launalaust leyfi á meðan á rannsóknar vinnu stendur. Almennan launakostnað aðstoðar fólks. Hámarks- laun, sem sjóður inn viðurkennir, eru hin sömu og hjá Rannís (sjá www. rannis.is).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.