Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 7 Hjúkrunarskóli Íslands starfaði til 1986 og yfirtók háskólinn húsnæðið í Eirbergi sama ár. Myndina teiknaði Grétar Markússon arkitekt. BS-próf fór hún fyrst í nám sem nefndist „Diploma studies of Advanced nursing“ en tók svo meistaragráðu með áherslu á hjúkrunarrannsóknir. Meistaraverkefnið hennar fjallaði um fæðingarhjúkrun. „Það var mikil áhætta fyrir mig að koma hingað til Íslands, læra málið og fara svo út í nám og skilja manninn eftir nýgiftan án þess að vita hvort námsbrautin væri enn þá til þegar ég kæmi aftur,“ segir Marga. En af hverju valdi hún að fara til Bretlands? „Bretland var þá eina landið í Evrópu sem bauð upp á framhaldsnám í hjúkrun á háskólastigi. Þrír háskólar voru með hjúkrunarnám, Manchester þar sem ég lærði, Cardiff og Edinborg. Síðan hefur orðið sprenging í okkar fræðigrein og er hægt að læra hjúkrun á háskólastigi alls staðar.“ Marga sneri svo aftur 1977 og hefur kennt hjúkrunarfræði allar götur síðan, í grunn- og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga og einnig í ljósmæðranáminu. Hún hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu hjúkrunarfræðinámsins. Hennar eigið nám fékk hins vegar að bíða um sinn en hún lauk doktorsprófi frá Queen Margaret College og Open University í Edinborg í Skotlandi 1997. Doktorsverkefnið fjallaði um geðheilsu mæðra og ungbarna. Marga fékk svo framgang sem prófessor 2006 eins og áður segir. Fyrrverandi nemar bera henni vel söguna. „Marga er mikil vinkona okkar,“ segir Guðný Anna Arnþórsdóttir sem var í fyrsta nemandahóp námsbrautarinnar. „Hún er bæði áhrifavaldur og vinur og hefur ekki borið neinn skugga á það gegnum árin. Þegar hún fer að tala kemur alltaf eitthvað frumlega hugsað og nýr vinkill sem bendir á leið til lausnar málsins.“ Það er til marks um vinskapinn eftir öll þessi ár að þegar maðurinn hennar Mörgu lést höfðu allar í fyrsta árgangnum samband við hana. Laura Scheving Thorsteinsson segir að Marga sé einstök kona og að það séu forréttindi að hafa fengið að kynnast henni, bæði sem kennara og samstarfskonu. „Hún er mikill hugsuður og vísindamaður og einnig mannvinur. Hún er viskubrunnur – djúpvitur kona og ótrúlega vel að sér um margvísleg málefni. Það var mikið lán fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga og íslenska heilbrigðisþjónustu að hún kom til Íslands á sínum tíma.“ 2007 var Marga heiðruð á 30 ára afmæli fyrsta útskriftarhópsins með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ. Þessi hópur hóf nám 2. október 1973 og var afmælishátíðin haldin á deginum 34 árum seinna. Aðrir brautryðjendur sem voru heiðraðir þennan dag voru Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Jóhann Axelsson. Hjúkrunarfræðideild fyrr og nú Til að byrja með starfaði námsbraut í hjúkrunarfræði við frumlegar aðstæður. Hún byrjaði í kjallara á Grensásdeild sem var þá nýbyggð en flutti svo í Nóatún 17 þar sem Þroskaþjálfaskólinn var næsti nágranni. Starfsmenn voru í upphafi mjög fáir og leitað var eftir fólki sem gat kennt hjúkrun. Marga var ráðin eftir að skólinn flutti í Nóatún. „Maðurinn minn þekkti þáverandi rektor og vissi að verið var að leita að kennurum. María Pétursdóttir, sem var þá námsstjóri í námsbrautinni, réð mig fyrst sem stundakennara.“ „Ég gerði mér sem hjúkrunarkennari alltaf grein fyrir því að við sem stétt þyrftum að þróa þessa þekkingu sem við værum að ástunda og kenna.“ Marga var þá nýflutt til landsins og var einmitt að leita að starfi sem þessu. „Ég er mjög þakklát fyrir þessi spennandi tækifæri sem ég fékk og sem ég hafði verið að leita að í mínu heimalandi en fann þar ekki neinn sambærilegan vettvang. Ég gerði mér sem hjúkrunarkennari alltaf grein fyrir að við sem stétt þyrftum að þróa þessa þekkingu sem við værum að ástunda og kenna. Ég upplifði hins vegar sem kennari að við þyrftum að læra og kenna hluti sem voru mjög hefðbundnir og fengjumst ekki við neitt sem mætti heita þekkingarsköpun. Við ættum bara að taka við því sem var vitað og að vísu þróa betri kennsluaðferðir en ekki vera skapandi. Það er kannski það sem hefur heillað mig mest – að líta á starfsvettvang okkar sem uppsprettu fyrir vísindi, ekki bara svið þar sem við erum að vinna eftir þekkingu sem aðrir hafa skapað. Það hefur alltaf verið mín sannfæring að engin önnur stétt mun gera það fyrir okkur.“ Marga kom inn í umhverfi og umræðu sem hafði verið að mótast í nokkur ár. Það var ekki sjálfsagt að hjúkrunarnámið myndi lenda undir hatti Háskóla Íslands. Sumir vildu frekar að námið yrði í fagháskóla. Í menntamálaráðuneytinu var bæði mótstaða og meðbyr við háskólaleiðina. Mikil mótstaða var á sjúkrahúsunum og margir höfðu ekki trú á háskólaleiðinni. Smám saman tókst að sannfæra fólk um að háskóli gæti reynst sú auðlind fyrir þekkingarsköpun sem fagskóli hafði ekki tök á að vera. Helstu stuðningsmenn þess að hjúkrunarnámið færi í háskóla voru Ingibjörg Magnúsdóttir og María Pétursdóttir úr röðum hjúkrunarfræðinga, Arinbjörn Kolbeinsson og Jóhann Axelssson læknar og fleiri mætti nefna. „Ég kynntist þá þessu ágætu fólki sem stóð að stofnun námsbrautarinnar og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.