Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 20098 að skipuleggja námið,“ segir Marga.. „Það tók stuttan tíma að sannfæra mig um að þetta væri leið sem var hægt að fara.“ Fáir í kennaraliðinu höfðu mikla reynslu af því að skipuleggja hjúkrunarnám og rannsóknir á háskólastigi. „Það var nýtt fyrir okkur öllum að hugsa um hvernig ætti að þróa þessi vísindi og engin leið að vita nákvæmlega hvert við ættum að fara. Við höfðum að vísu fyrirmynd úr bókum hvernig ætti að kenna aðferðafræði,“ segir Marga. Þróun í eigindlegum aðferðum, sem margir hjúkrunarfræðingar vilja nota, var rétt að hefjast og aðferðirnar harla viðurkenndar í vísindasamfélaginu. Spurningarnir voru margar. Hvað er hjúkrun? Hvað eiga hjúkrunarfræðingar að rannsaka? Aðföngin voru heldur ekki upp á marga fiska fyrst um sinn. „Það var heilmikil ögrun í að byrja svona stórt verkefni á þessum forsendum. Uppi voru efasemdir um að við myndum geta haldið þetta út á vettvangi háskólans. Við höfðum engar stöður og allt var mjög frumlegt. Við áttum ekki bókasafn, ekki ritara og fyrstu kennslubækurnar voru gjafir eða bækur sem við áttum sjálf. Fyrstu árin þurftum við að panta greinar erlendis frá.“ Marga var eini fastráðni kennarinn í þrjú ár en í dag eru fastráðnir kennarar um 30 og stefnt er að því að allir séu með doktorsgráðu. „Á þessum árum hefur orðið heilmikil breyting á starfsliði og getu þess til þess að stunda rannsóknir því að til að byrja með voru flestir okkar með meistaragráðu og kannski ekki endilega með áherslu á vísindin.“ „Uppi voru efasemdir um að við myndum geta haldið þetta út á vettvangi háskólans.“ Námsbraut í hjúkrunarfræði var gerð að sjálfstæðri deild 2000. Nú er hjúkrunarfræðideild hluti af heilbrigðis- vísindasviði. Marga segir að mikil viðhorfsbreyting hafi átt sér stað á seinni árum, hjúkrunarfræðingar á deildum leita í vísindi og vilja fylgjast með rannsóknarniðurstöðum og byggja störf sín á vísindum. Bylting hafi orðið í upplýsingatækni og er það mikil áskorun að ná að hafa yfirlit og vinna úr öllum þessum fróðleik sem hægt er að nálgast. Vegna þessa hafi kennarar hjúkrunarfræðideildar fengið ný viðfangsefni – að taka þátt í að þróa klínískar leiðbeiningar. Verkefnið kalli að hluta til á nýjan hugsunarhátt þar sem vísindin eru ekki eina heimildin. „Það sem á ensku er kallað evidence er flóknari fyrirbæri en rannsóknarniðurstöður,“ segir Marga. Gagnreynd þekking eða vitneskja sé allt sem er mikilvægt að vita til þess að geta sinnt sjúklingnum samkvæmt bestu reynslu. Það feli í sér rannsóknir en einnig reynslu hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. „Það er ekki nóg núorðið að lesa leiðbeiningar frá einum aðila og fylgja þeim, maður þarf að þekkja þetta allt. Það þarf að eiga sér stað samstarf um leiðbeiningar.“ Ekki sé lengur hægt að tengja leiðbeiningar við eina sérgrein eða fræðigrein eins og hjúkrun eða læknisfræði. Marga tekur svínaflensuna sem dæmi, hér þurfi að vinna leiðbeiningar sem eiga við allt fagfólk og einnig leikmenn. Stefnan sé að vinna þverfaglegt við gerð klínískra leiðbeininga. Forstöðumenn fræðigreina séu hér í lykilstöðu til þess að móta og leiða slíkt samstarf. Varðandi rannsóknir hafi áherslan undanfarin ár verið á hagnýtum rann- sóknum. Mörgu finnst það nauð synlegt að rannsaka á vettvangi. Samt má ekki gleyma að halda akademískri fjarlægð við vettvanginn. „Við þurfum líka að horfa gagnrýnið á starfið. Það má deila um það hvort það sé hagnýtt en við erum fræðimenn og þurfum að tileinka okkur gagnýnni hugsun og opna augu okkar við og við fyrir því sem við erum að gera,“ segir hún. Almennt er íslenska hjúkrunarnámið álitið vera gott á heimsvísu og með því að fara háskólaleiðina var tekið stökk sem aðrar þjóðir í Evrópu tóku miklu seinna og eru enn að taka. „Við erum svolítið sér á báti að hafa þorað að fara þessa leið við að byggja upp háskólanám,“ segir Marga. „Það er leitað til okkar frá öðrum löndum og ég hef verið að kynna námið víða í Evrópu.“ Marga segist dást að því hvað hjúkrunarfræðingar hafi verið færir að aðlagast þessari breytingu. Sérskipulagða námið og annað sem hjúkrunarfræðideildin hafi boðið upp á hafa fengið betri viðbrögð hjá stéttinni en henni óraði fyrir. „Stéttin hefur farið í gegnum ótrúlegt breytingarskeið. Margir með hjúkrunarpróf hafa farið í sérskipulagt BS-nám og margir taka nú meistarapróf og fara í doktorsnám. Það er margt gott og gefandi fólk í stéttinni. Vinnan okkar er líka gefandi, hún gefur okkur kraft að þróa starfið og leyfir okkur að vera bjartsýn. Fólk hefur verið framtaksamt og byggt upp námið og starfið,“ segir Marga. Eitt meðferðarherbergi í Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hefur fengið nafn Mörgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.