Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 33 Ritrýnd fræðigrein NIÐURSTÖÐUR 26,1% (477) einstaklinganna voru virkir í daglegum athöfnum á heimilinu. En þegar spurt var um meðaltíma í virkum athöfnum voru það 45,9% (838) sem vörðu miklum eða þó nokkrum tíma í virkar athafnir (sjá nánar mynd 1). Mynd 1. Meðaltími í virkum athöfnum. Fyrir komu á hjúkrunarheimilið höfðu 45,8% (835) þátttakenda búið einir og 11,5% (210) höfðu búið á annarri stofnun. Eigið herbergi var eftirlætisvistarvera til virkni hjá 81,1% (1480) íbúanna en að öðru leyti var skipting eins og sést á mynd 2. Mynd 2. Eftirlætisvistarverur til virkni. Þegar spurt var um þær tómstundir sem íbúar kjósa helst, kusu flestir samræður, næstflestir að hlusta á útvarp, síðan að horfa á sjónvarp og þar á eftir fylgdi tónlist en nánara yfirlit yfir þær tómstundir, sem íbúar kjósa helst, er í töflu 1. Tafla 1. Tómstundir sem íbúinn helst kýs (N=1825). % N Samræður 68,5 1250 Útvarp 64,1 1170 Sjónvarp 61,2 1117 Tónlist 50,3 918 Lestur og skriftir 41,8 762 Leikfimi/hreyfing 32,2 588 Göngutúrar/hjólastólar utandyra 30,5 556 Handavinna/hannyrðir/smíði 22,4 409 Trúarbrögð og andlegar athafnir 20,1 367 Spil og aðrir leikir 18,3 334 Ferðalög og innkaupaferðir 13,4 245 Hjálpa öðrum 12,4 227 Blóm og garðyrkja 4,1 75 Ekkert af ofanskráðu 8,8 160 innan stofnunar en utan deildarinnar d) utan stofnunar e) ekkert af ofanskráðu (HTR, 2000; Morris o.fl., 1997). Þá voru skoðaðar þær tómstundir sem íbúinn kaus helst, í RAI-gagnasafninu er merkt við alla virkni sem íbúinn kýs hvort heldur hún er möguleg innan eða utan stofnunar. Gefnir eru eftirfarandi svarmöguleikar: a) spil – aðrir leikir, b) handavinna/hannyrðir/smíði, c) leikfimi/ hreyfing, d) tónlist, e) lestur/skriftir, f) trúarbrögð/andlegar athafnir, g) ferðalög/innkaupaferðir, h) göngutúrar/hjólastóll utandyra, i) horfa á sjónvarp, j) blóm eða garðyrkja, k) samræður, l) hjálpa öðrum, m) ekkert af ofanskráðu, n) útvarp (HTR, 2000; Morris o.fl., 1997). Óháðar breytur Þrír af þeim kvörðum, sem búnir hafa verið til í tengslum við RAI-matstækið, voru meðal óháðra breyta rannsóknarinnar, þ.e. kvarði til að meta getu til athafna daglegs lífs (ADL), vitræna getu og RUG-III-flokkun. ADL-kvarðarnir í RAI-mælitækinu fyrir hjúkrunarheimili eru tveir, þ.e. stuttur ADL-kvarði og langur ADL-kvarði. Reiknuð eru meðalstig sjálfsbjargargetu. Stuttur ADL-kvarði hefur gildi á bilinu 0-16 en langur ADL- kvarði gildi á bilinu 0-28. Því hærra sem gildið er því minni er færnin (Morris o.fl., 1999). Vitræni kvarðinn segir til um vitræna getu og hefur gildi á bilinu 0 (engin vitræn skerðing) til 6 (mjög mikil vitræn skerðing) (Morris o.fl., 1994). RUG-III- flokkun er flokkunarkerfi sem sérstaklega hefur verið búið til, til að meta álag vegna umönnunar íbúa á hjúkrunarheimilum. Í því flokkunarkerfi eru 7 yfirflokkar sem nefnast endurhæfing, umfangsmikil hjúkrun, sérhæfð hjúkrun, flókin hjúkrun, andleg skerðing, hegðunarvandamál og líkamleg skerðing (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998). Það er ekki bara ADL-færni sem ræður röðuninni í flokkana heldur líka þörf t.d. á mikilli endurhæfingu. Loks voru með í rannsókninni bakgrunnsbreyturnar aldur, kynferði og búseta fyrir komu á hjúkrunarheimilið. Bæði er spurt hvort viðkomandi hafi búið einn og þá eru möguleikarnir þrír, þ.e. nei, já og á annarri stofnun. Síðan er það fyrri búseta og þá eru möguleikarnir sex, þ.e. fyrri búseta á þessu hjúkrunarheimili, annað hjúkrunarheimili/stofnun, heimili/ stofnun fyrir geðsjúka, heimili/stofnun fyrir þroskahefta, ekkert af ofanskráðu og þjónustuhús fyrir aldraða (HTR, 2000; Morris o.fl., 1997). Tölfræðileg úrvinnsla Við rannsóknina var notuð megindleg aðferðafræði. Unnið var úr gögnum í SPSS-forrritinu. Settar voru fram lýsandi tölulegar upplýsingar (meðaltal, hlutfall, fjöldi), marktækni athuguð með kí-kvaðratprófi og t-prófi (byggðu á Spearmans rho-stuðlinum) og reiknuð fylgni á milli breyta með Cramérs V og Spearmans rho-stuðlunum. Cramérs V stuðullinn nær frá 0 (engin fylgni) til 1 (fullkomin fylgni), og Spearmans rho-stuðullinn frá 0 til +1 eða -1 (fullkomin jákvæð eða neikvæð fylgni). Þegar vísað er til fylgni í niðurstöðunum verður viðmiðið eftirfarandi: 0,00 er engin fylgni, frá 0,10-0,30 er veik fylgni, frá 0,30-0,60 er talsverð fylgni, frá 0,60-1,00 er sterk fylgni en 1,00 er fullkomin fylgni (Levin og Fox, 2003). Það kom nokkrum sinnum fyrir í breytum að gildi vantaði (atriðabrottfall). Atriðabrottfall var mest 1,04%. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 H lu tfa ll % 14,9 31,0 43,7 10,1 Mikill, meira en 2/3 af tímanum fió nokkur, 1/3 til 2/3 af tímanum Lítill, minna en 1/3 af tímanum Enginn Mynd 1 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 H lu tfa ll % Eigi› herbergi Dagstofa Innan stofnunar en utan deildar Utan stofnunar Mynd 2 Ekkert af ofanskrá›u 81,1 71,1 28,3 21,9 8,3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.