Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 60
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200956 niðurstöðu. Einnig fór aðili, sem ekki tengdist rannsókninni en hafði þekkingu á aðferðafræðinni, yfir greiningarnar og staðfesti að rétt væri staðið að greiningu. Loks var litið svo á að réttmætið væri einnig metið með rýnihópum. Mikill samhljómur reyndist vera meðal þess sem kom fram í þeim og þess sem kom fram í einstaklingsviðtölunum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður voru settar fram með hliðsjón af því sem álitið var annars vegar styrkjandi og hins vegar ógnandi fyrir öryggi. Sérstaklega er gerð grein fyrir því hvernig hjúkrunarfræðingarnir telja að vinna eigi úr óvæntum atvikum sem upp koma þannig að árangursríkt sé. Hér verður fyrst þáttum sem taldir voru styrkja öryggi lýst. Skurðhjúkrun er fyrirbygging og vernd Þátttakendur töldu það vera grundvallarþátt í hjúkruninni að fyrirbyggja ógnir eða hættur sem hugsanlega gætu komið upp meðan á skurðaðgerð stendur og tryggja öryggi sjúklinganna. Meginskylda skurðhjúkrunarfræðingsins væri að hugsa fyrir þörfum sjúklingsins þar sem hann væri ekki fær um það sjálfur vegna áhrifa svæfingalyfja eða deyfinga. Fyrirbygging skaða Hjúkrunarfræðingarnir lýstu starfi sínu þannig að allt þurfi að ganga upp og ekkert óvænt gerist sem þeir eru ekki viðbúnir. Það er lykilatriði að sjúklingurinn skaddist ekki, huga þarf að legu hans í aðgerðinni og fylgja öllum reglum, svo sem um smitgát, talningar og umgengni. Þessu var lýst þannig: Ég myndi segja að við sjáum um sjúklinginn meðan hann er algjörlega ósjálfbjarga, þannig að við reynum að fyrirbyggja öll óhöpp sem geta komið upp af því sjúklingurinn er svo ósjálfbjarga. Samvinna í móttöku og öflun upplýsinga styrkir öryggið Móttöku sjúklings á skurðstofu var lýst samkvæmt gátlista að tryggja að um sé að ræða réttan sjúkling, á réttum stað og í rétta aðgerð. Lögð var áhersla á mikilvægi upplýsinga um sjúkling til að hægt sé að sinna honum sem einstaklingi en hjúkrunarfræðingunum fannst upplýsingar fyrir aðgerð oft ekki nægar. Sjúkraskrá er ekki aðgengileg fyrr en sjúklingur kemur á skurðstofu en með upplýsingasöfnun svæfingalækna úr innskriftarmiðstöð opnast möguleiki til að undirbúa betur þátt skurðhjúkrunarfræðinga í aðgerðarferlinu eða eins og einn hjúkrunarfræðingurinn lýsti því: … ég er búin að gera það í svolítinn tíma, náttúrlega eftir að það kom upp atvik, að þá les ég orðið blöðin hjá svæfingunni … þá ræðir maður við svæfinguna um þá sjúklinga sem eru þann daginn, hvað er sérstakt, hvað er öðruvísi og hvaða upplýsingar þær hafa. Styðja og virða sjúklinginn Það er stuttur tími sem sjúklingurinn er vakandi á skurðstofunni og hjúkrunarfræðingarnir sögðust reyna að vera hjá sjúklingnum þennan tíma, koma honum vel fyrir á skurðarborðinu og ganga úr skugga um að vel fari um hann. Þarna er sjúklingnum sýnd umhyggja og nærveru beitt til að styrkja öryggiskennd. Þessu er hins vegar ekki alltaf hægt að sinna eins vel og æskilegt er sem ræðst af því hversu vel er mannað á stofu. Þessu lýsir einn hjúkrunarfræðingurinn þannig: Ég hef alltaf auga á því að hann [sjúklingurinn] sé ekki einn, heldur sé alltaf einhver nálægur … Teymin skapa traust og styrkja öryggið með sérhæfðri þekkingu og færni Unnið hefur verið í teymum í nokkur ár á báðum deildunum og það var greinilegt að það er form sem hjúkrunarfræðingarnir voru ánægðir með og fannst henta skurðhjúkruninni vel. Að þeirra mati er starfið of margþætt til þess að hægt sé að vera vel að sér á öllum sviðum. Sérhæfð þekking og betri hjúkrun Þátttakendur bentu á að meiri færni og betri hjúkrun skapaðist af þjálfun hjúkrunarfræðinga í teymum. Þeir töldu sig öruggari í vinnubrögðum og hjúkrunin væri markvissari og betri. Innan teymanna skapast traust og samheldni. Eftirfarandi tilvitnun er lýsandi fyrir viðhorf hjúkrunarfræðinganna: … hún [hjúkrunin] er markvissari og ég held að við séum að veita betri hjúkrun eftir að við tókum upp teymisvinnu. Það vita allir nákvæmlega hvað þeir eiga að gera og vinna vel saman og ég held að fólk, það horfi meira á að halda betur hita á sjúklingi og gefi sér meiri tíma, ekki endilega að það gefi sér meiri tíma, það er bara orðið færara. Með teymunum aukast líkur á að alltaf sé einhver til staðar í hverri aðgerð sem þekkir aðgerðina og geti stutt þá sem minni reynslu hafa. Þegar spurt var hvort einhverju þyrfti að breyta kom fram að teymisvinnan mætti vera markvissari, verkaskipting skipulagðari og ábyrgð skýrari. Einnig mætti nýta teymin betur til faglegra umræðna um hjúkrunina og virkja alla með. Langt samstarf – góð samvinna Hjúkrunarfræðingarnir töldu að samvinna væri góð bæði meðal hjúkrunarfræðinga og þverfaglega. Flestir hafa unnið lengi á núverandi vinnustað, þeir þekkjast vel og treysta hver öðrum. Samvinna og samstarf Eftirfarandi tilvitnun er góð lýsing á samstarfi: Ég held að það sé mjög góð samvinna hérna, þetta fólk er búið að vinna hérna lengi, þetta er fólk sem þekkist vel og þekkir inn á persónurnar og það veit hvenær það má segja hvað. Þó samvinnu hafi almennt verið lýst sem góðri þá kom fram að teymisvinna geti leitt til þess að hver hópur fyrir sig einangrist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.