Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 25 Ritrýnd fræðigrein að hugtökin skarast og hafa bæði skírskotun til vellíðunar (Bengtson 2004). Heilsutengd lífsgæði byggjast á mati fólks á áhrifum heilsu og sjúkdóma á líðan sína og færni. Þetta er nauðsynlegt að skoða sérstaklega vegna þess að ýmis lífsgæði eins og mannréttindi og hreint andrúmsloft breytast ekki eftir heilsufari en geta þó haft áhrif á heilsuna (Tómas Helgason o.fl., 2000). Einnig eru tengslin milli heilsu og lífsgæða flókin. Sem dæmi má nefna að stundum er góð líkamleg heilsa ekki undirstaða vellíðunar og á sama hátt þarf heilsuveila ekki að skerða lífsgæði. Við eðlilegar aðstæður er samt heilsa mikilvægur þáttur vellíðunar því að telja verður að ef heilsa batnar sé líklegt að lífsgæði aukist. Gill og Feinstein (1994) telja að lítill munur sé á hugtakagreiningu heilsu og lífsgæða og að erfitt sé aðgreina hugtökin. Heilsutengd lífsgæði er einnig ómótað hugtak sem hefur verið notað í ýmsum fræðigreinum (Padilla o.fl., 1992; Parse, 1993; Silverman, 1993). Eftir að skilgreining WHO á heilbrigði var sett fram árið 1948 þar sem segir að heilbrigði sé ekki einungis firrð sjúkdóma heldur fullkomin andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan (WHO 1948) liðu nokkrir áratugir áður en gild og áreiðanleg lífsgæðamælitæki komu fram. Sá tími fór í hugtakagreiningu, hagnýtar skilgreiningar, þróun og prófanir. Samkvæmt Sullivan (1992) hafði skilgreiningin í för með sér að tvennt þótti nauðsynlegt til að dæma innihaldsréttmæti heilsuþátta. Í fyrsta lagi vegna þess hve heilsa er fjölþætt hugtak þyrfti að skilgreina helstu þætti hennar. Þeir voru: líkamsheilsa, andleg heilsa, hlutverk og félagshæfni, ásamt almennri skynjun á heilsufari (sjá töflu 1). Í öðru lagi, að því gefnu að heilsa sé ekki einungis firrð sjúkdóma og vanheilsu, þurfti að kynna jákvæða þætti hennar á heildrænan hátt. Þannig þurfi mælistika heilsutengdra lífsgæða að ná frá vanlíðan til vellíðunar, þ.e.a.s. bæði jákvæð og neikvæð atriði heilsu. Heilsutengd lífsgæði eru huglæg, einstaklingshæf og með áherslu á hvernig heilsa hefur áhrif á getu einstaklingsins til að lifa lífi sínu til fullnustu (Padilla o.fl., 1992; Parse, 1993; Wallace, 1995). Þau eru afstæð og metin í samanburði við það sem viðkomandi einstaklingur þekkir frá fyrri tíð. Sálfélagslegir þættir, álag vegna sjúkdóma og meðferða, félagsleg starfsgeta, hlutverk og geta til að sinna athöfnum daglegs lífs eru einnig mikilvægir þættir heilsutengdra lífsgæða (Bowling, 2005; Padilla o.fl. 1992). Hafa þarf í huga að huglægt mat einstaklinganna sjálfra litast af sjúkdómum eða slysum og afleiðingum þeirra sem fólk sættir sig misvel við (Tómas Helgason o.fl., 1997). Það getur einnig verið álitamál hvort aðlögun að ástandi eða sjúkdóm sé uppgjöf eða aðlögun. Það sem einum finnst ásættanlegt er óviðunandi fyrir annan. Hér er því fyrst og fremst um að ræða eigin upplifun fólks á gæðum lífs síns og hvernig heilsan hefur þar áhrif. LÍFSGÆÐARANNSÓKNIR Áhuginn á lífsgæðarannsóknum innan heilbrigðisvísinda hefur færst mjög í aukana, aðallega vegna ólíkra sjónarmiða innan heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstéttir líta til meðferðarárangurs, stjórnmálamenn reyna að draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og sjónarmið sjúklinganna sjálfra hafa orðið meira áberandi. Það hefur orsakað það að lífsgæði hafa verið notuð meira sem mælistika til að meta gæði heilbrigðisþjónustunnar með hagsmuni sjúklinganna að leiðarljósi (Björk, 1995). Allar þessar áherslur eru mikilvægar og bæta hver aðra upp. Þar sem markmið sjúkdómsmeðferðar er að lina þjáningar og auka lífsgæði eru mælitæki sem mæla lífsgæði mikilvæg sem árangursmæling í rannsóknum á hinum ýmsu sjúkdómum (Lips o.fl., 1997). Tæknilegar framfarir gera það að verkum að hægt er að bjarga mörgum mannslífum. En það að bjarga eða viðhalda mannslífum vekur spurninguna um hvernig líf og líðan sjúklingsins verður á eftir og hver skuli meta það. Þannig eru lífsgæði ekki stöðugt ástand né sjálfsagt takmark heldur frekar hverfult markmið í lífi einstaklings, breytileg eftir ástandi og aðstæðum. Einn af erfiðleikunum við lífsgæðarannsóknir er að skilgreiningin er oft háð sjónarmiði rannsakandans (Lindström, 1994) en skilningur á hugtakinu er nauðsynlegur þegar ætlunin er að gera fyrirbrigðið mælanlegt. Mikilvægt er að ákveða, ef ætlunin er að meta lífsgæði, hvort mæla eigi lífsgæðin út af fyrir sig eða það sem er forsenda fyrir lífsgæðum (Sarvimäki og Stenbock- Hult, 2000). Þar er aftur komið inn á hlutlæga og huglæga hlið hugtaksins en samkvæmt Nordenfeldt (1991) er hugtakið hlutlægt þegar talað er um það sem skapar lífsgæði en huglægt þegar einstaklingurinn sjálfur ákveður hvað séu lífsgæði fyrir hann (Björk, 1995; Sarvimäki og Stenbock-Hult, 2000). Tengslin milli þessa eru flókin og geta stundum hlutlægir þættir verið nauðsynleg (en ekki nægjanleg) skilyrði fyrir huglægum lífsgæðum. Samkomulag er því um að lífsgæðarannsóknir skuli Tafla 1. Meginmælivíddir heilsutengdra lífsgæða í rannsóknum Hugtak Skilgreiningar Líkamlegar kvartanir/vellíðan Sjúkdóma- og meðferðartengd einkenni, almenn einkenni og líkamleg geta Andleg vanlíðan/vellíðan Kvíði og þunglyndiseinkenni, jákvæð viðbrögð, vitrænar truflanir Starfshæfni Athafnir daglegs lífs, hreyfanleiki Hlutverk Atvinna og störf heima fyrir Félagshæfni/vellíðan Samskipti við aðra, magn og gæði félagstengsla, frítími Heilsa/lífsgæðaskynjun Almennt mat einstaklingsins Heimild: Sullivan 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.