Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 17 árangur. Í þverfaglega vinnuhópnum voru hjúkrunarfræðingar, öldrunarlæknir, sjúkraliði, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfi, alls 9 manns. Hópurinn hittist reglulega og alls urðu fundirnir 25. Vinnuhópurinn skipaði einn sem formann og einn sem ritstjóra. Hver faghópur bar ábyrgð á sínum þætti og vann í samstarfi við ritstjóra leiðbeininganna, samstarfsfólk á spítalanum og vinnuhópinn. Ákvörðun var tekin um að leiðbeiningarnar miðuðust við legusjúklinga á sjúkra- stofnunum. Ekki fundust nothæfar erlendar leiðbeiningar og því var ákveðið að gera nýjar en byggja þær aðallega á klínískum leiðbeiningum um byltuvarnir frá National Institute for Health and Clinical Excellence og Registered Nurses Association of Ontario (RCN, 2004; RNAO, 2005). Í byrjun fólst vinna hópsins aðallega í að skoða og meta heimildir og skoða byltumatstæki. Helstu leitarorðin við heimildaleit voru falls, accidental falls og prevention of falls. Leitin fór að mestu fram í Ovid og PubMed. Heimildaleitin fór fram allan tímann sem vinnuhópurinn starfaði en eftir á að hyggja hefði hún mátt vera markvissari. Ákveðið var að birta í klínísku leiðbeiningunum vinnuferla sem sýndu hver ætti að gera hvað við ákveðnar aðstæður. Þannig var ákveðið að hjúkrunarfræðingur, sem tæki á móti sjúklingi 67 ára eða eldri, ætti að meta hann með Morse-byltumatinu. Ef sjúklingur fengi 45 stig eða fleiri ætti fjölfaglegt byltumat að eiga sér stað þar sem hver fagstétt sinnti mati og meðferð samkvæmt gagnreyndum ráðleggingum. Einnig voru gerðir vinnuferlar sem sýndu hvað gera ætti ef sjúklingur legðist inn á sjúkrahús vegna byltna, ef hann dytti á spítalanum og ef sjúklingur í byltuhættu væri útskrifaður heim. Gagnreyndu ráðleggingunum voru gefin stig frá A til D eftir gæðum rannsóknanna sem að baki lágu. Forvitnilegar rannsóknir Hér byrjar nýr dálkur í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Lesendur eru hvattir til þess að senda inn 100–200 orða pistla um forvitnilegar rannsóknargreinar sem hafa orðið á vegi þeirra. Ekki er óskað eftir hefðbundnum útdrætti heldur svörum við spurningunum „hverjar eru helstu niðurstöður?“ og „af hverju á að lesa greinina?“. Svavarsdottir, E.K. og Orlygsdottir, B. (2009). Intimate partner abuse factors associated with women’s health: a general population study. Journal of Advanced Nursing, 65 (7), 1452–1462. Kynbundið ofbeldi hefur áhrif á heilsu kvenna bæði til skamms og langs tíma. Þetta er ekki nýtt en niðurstöður eru fundnar á nýjan hátt og styðja við áður gerðar rannsóknir. Konur sem reykja, eru þunglyndar, með vefjagigt eða með átraskanir segjast oftar hafa orðið fyrir ofbeldi en aðrar konur. Einnig fannst tenging milli ofbeldis og annarra langvinnra heilbrigðisvandamála eins og áfengisnotkunar og svefntruflana. Greinin er ekki auðlesin; á pörtum er textinn aðallega tölur og í textaúrtaki reyndist meðallengd málsgreina vera 42 orð. Samt er ástæða fyrir alla sem láta sig málið varða að rýna vel í niðurstöður þessarar rannsóknar. CM Pukkala, E., Martinsen, J. I., Lynge, E., Gunnarsdottir, H. K., Sparen, P., Tryggvadottir, L., Weiderpass, E., og Kjaerheim, K. (2009). Occupation and cancer – follow-up of 15 million people in five Nordic countries. Acta Oncologica, 48 (5), 646–790. Aðalniðurstöður eru að þrátt fyrir jafnræði á Norðurlöndum hafa aðstæður starfshópa afgerandi áhrif á krabbameinstíðnina. Vinnutengdir þættir eru einnig mikilvægir. Tveir Íslendingar, þar af einn hjúkrunarfræðingur, eru meðal höfunda. Greinin nær yfir 153 blaðsíður og í henni eru 87 töflur og 53 myndir. Mikill þörf er því á að draga saman og útskýra niðurstöður á hverju sviði fyrir sig. Tvær niðurstöður vöktu athygli mína: Að eiga börn snemma og að eiga mörg börn virðist vera vernd gagnvart brjósta-, legháls- og eggjastokkskrabbameini. Þá eru þjónar í mikilli hættu að fá reykingartengd krabbamein þannig að nýlegt bann við reykingum á veitingastöðum á greinilega eftir að reynast mikil lýðheilsubót. CM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.