Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Síða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200934 Dreifing á vitræna kvarðanum var þannig að flestir lentu á miðjum kvarða með gildið 3 eða 25,1% eða efst á kvarðanum með gildið 6 (minnst vitræn geta) eða 26,7%. Skipting á ADL-kvarða var mjög jöfn þó lítillega fleiri lentu í allra efsta hlutanum. Við RUG-III-flokkun lentu flestir í flokknum „skert líkamleg færni“, næst kom svo flokkurinn „sérstök endurhæfing“ en fæstir voru í flokknum „umfangsmikil hjúkrun“. Hlutfall skjólstæðinga hjúkrunarheimila sem eru virkir í daglegum athöfnum Ekki var marktækur munur á virkni í daglegum athöfnum eftir aldri (p = 0,262). Hins vegar voru hlutfallslega fleiri konur virkar heldur en karlar (p < 0,01) en sambandið var veikt (Cramérs V = 0,068). Hlutfallslega fleiri þeirra sem höfðu búið einir fyrir komu voru virkir heldur en þeir sem höfðu búið með öðrum (p < 0,01) en sambandið var einnig veikt. Munur var á virkni eftir fjölda stiga á ADL-kvarða (p < 0,001) og fylgnin var talsverð bæði varðandi stuttan (Cramérs V = 0,353) og langan ADL-kvarða (Cramérs V = 0,350). Eftir því sem einstaklingurinn var með minni ADL-færni var virknin minni hlutfallslega. Talsverð fylgni var milli vitræna kvarðans og virkni í daglegum athöfnum (Cramérs V = 0,350), þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því minni var virknin hlutfallslega. Munur var milli röðunar í RUG-III flokka og virkni (p < 0,001) en veik fylgni (Cramérs V = 0,177). Sambandið var þó ekki einhlítt, þ.e. það fylgdist ekki að öllu leyti að því þyngri sem einstaklingurinn væri samkvæmt RUG-III því minni væri virknin. Þeir skáru sig t.d. úr sem voru í flokknum „sérstök endurhæfing“ þannig að þeir einstaklingar voru hlutfallslega virkari en aðrir þó sá flokkur vegi næstþyngst í RUG-III-flokkuninni. Meðaltími í virkum athöfnum hjá skjólstæðingum hjúkrunarheimila Munur var á meðaltíma í virkum athöfnum eftir aldri (p = 0,001) en veik fylgni (rs = 0,078). Því eldra sem fólk var því minni var meðaltími í virkum athöfnum. Ekki var munur milli kyns og meðaltíma í virkum athöfnum (p = 0,246). Munur var milli fyrri búsetu og meðaltíma í virkum athöfnum (p < 0,001) en fylgnin þó veik (Cramérs V = 0,104), þ.e. þeir sem bjuggu einir áður en þeir komu á heimilið vörðu hlutfallslega meiri tíma í virkum athöfnum. Eftir því sem ADL-færni var lakari var meðaltími í virkum athöfnum minni (p < 0,001) og var fylgnin talsverð bæði við langa (rs = 0,416) og stutta ADL-kvarðann (rs = 0,421). Því meiri sem vitræn skerðing var því minni var meðaltími í virkum athöfnum (p < 0,001) og fylgnin talsverð (rs = 0,467). Marktækur munur var milli RUG-III röðunar og meðaltíma í virkum athöfnum (p < 0,001) en fylgnin var veik (rs = 0,091). Það fylgir þó ekki alltaf að því þyngri sem einstaklingurinn er samkvæmt RUG-III-flokkun því minni sé virknin, því þeir skáru sig m.a. úr sem voru í flokknum sérstök endurhæfing og voru hlutfallslega með meiri meðaltíma í virkum athöfnum þó sá flokkur vegi næstþyngst í RUG-III flokkuninni. Eftirlætisvistarverur skjólstæðinga hjúkrunarheimila til virkni Eins og fram hefur komið kýs 81,1% íbúa eigið herbergi til að vera í þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur. Munur var eftir aldri (p < 0,05) en sambandið var veikt (Cramérs V = 0,085). Hlutfall þeirra sem kjósa síður eigið herbergi eykst með aldrinum en þó sker yngsti aldurshópurinn sig úr og fylgir þeim elsta. Ekki var munur á óskum eftir kyni (p = 0,9). Þeir sem bjuggu einir fyrir komu á heimilið kusu frekar eigið herbergi (p = 0,001). Hlutfall þeirra sem kusu síður eigið herbergi jókst eftir því sem þeir höfðu minni ADL-færni (p < 0,001) á bæði stuttum (Cramérs V = 0,243) og löngum (Cramérs V = 0,232) kvarða. Talsverð fylgni (Cramérs V = 0,341) var við vitræna kvarðann, þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því færri hlutfallslega kusu eigið herbergi þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur (p < 0,001). Hvorki var aldurs- (p =0,068) né kynjamunur (p = 0,469) á þeim sem völdu dagstofuna þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur. Hins vegar kusu fleiri dagstofu af þeim sem bjuggu einir fyrir komu á hjúkrunarheimilið (p < 0,05) en fylgnin var veik. Hlutfallslega færri í hópi þeirra sem voru með minni ADL-færni fannst dagstofan besti staðurinn til dægradvalar (p < 0,001) en fylgnin var veik bæði við langa og stutta kvarðann. Einnig kom í ljós að því meiri sem vitræn skerðing var því fleiri kusu dagstofu til dægradvalar (p < 0,001) en þó sker elsti hópurinn sig úr, fylgnin var veik. Fleiri hinna yngri kusu að vera innan stofnunar en utan deildar þegar þeir stytta sér stundir (p < 0,01). Því minni sem ADL-færni var því færri hlutfallslega kusu að vera innan stofnunar en utan deildar í dægradvöl (p < 0,001). Því meiri sem vitræn skerðing var því færri hlutfallslega kusu að vera innan stofnunar en utan deildar við að stytta sér stundir (p < 0,001). Þeir sem eru yngri vildu frekar dvelja utan stofnunar við dægradvölina (p < 0,001). Karlar vildu líka frekar vera utan stofnunar við dægradvölina (p < 0,001) en kynjamunurinn var þó lítill. Þeir sem höfðu minni ADL-færni vildu síður vera utan stofnunar (p < 0,001). Sama átti við um vitræna kvarðann, þ.e. því meiri sem vitræn skerðing var því færri kusu að vera utan stofnunar (p < 0,001). Ekki verður fjallað nánar um RUG-III-flokkunina í niðurstöðukaflanum þar sem hún hefur ekki frekara gildi, sér í lagi þar sem endurhæfingarflokkurinn skar sig úr eins og kom fram hér fyrir ofan og það varð því ekki fylgni við þyngd RUG-III-flokkana. Þær tómstundir sem íbúinn helst kýs Oft var ekki kynjamunur á vali á tómstundum en þó kusu konur frekar handavinnu, hannyrðir eða smíði en karlar (p < 0,001). Þær kusu líka frekar trúarbrögð eða andlegar athafnir en sambandið var veikt (p < 0,01; Cramérs V = 0,065) og hlutfallslega fleiri konur en karlar kusu blómarækt eða garðyrkju (p < 0,01). Þá var lítill en marktækur munur milli kynjanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri karlar en konur kusu göngutúra eða vera í hjólastól utandyra (p < 0,01). Hutfallslega fleiri karlar en konur kusu líka að horfa á sjónvarp (p < 0,01) og hlusta á útvarp (p < 0,01) en munurinn var lítill. Varðandi getu til ADL og vitræna getu þá var það í öllum tilvikum þannig að því minni sem getan var því færri kusu tómstundamöguleikann nema þegar um tónlist var að ræða. Tónlist skar sig því úr við val á tómstundum. UMRÆÐA Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar eru 26,1% íbúa hjúkrunarheimila í landinu virkir í daglegum athöfnum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.