Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 2

Tölvumál - 01.02.2008, Side 2
2 | T Ö L V U M Á L // Ritstjórapistill Skýrslutæknifélag Íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru m.a. að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar og að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Starfsemin er aðallega fólgin í, auk útgáfu tímarits, að halda fundi og ráðstefnur með fyrirlestrum og umræðum um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagsaðild er þrenns konar; aðild gegnum fyrirtæki, einstaklingsaðild og námsmannaaðild. Greitt er fullt félagsgjald fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki, hálft fyrir annan og fjórðungsgjald fyrir hvern félaga umfram tvo frá sama fyrirtæki. Einstaklingar greiða hálft gjald og námsmenn hálft lægsta gjald. Félagsgjöld 2007: Fullt gjald: kr. 20.400, hálft gjald: kr. 10.200 og fjórðungsgjald: kr. 5.100. Aðild er öllum heimil. Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands: Formaður: Svana Helen Björnsdóttir Varaformaður: Magnús Hafliðason Gjaldkeri: Jóhann Kristjánsson Meðstjórnendur: Jón Heiðar Þorsteinsson, Ásrún Matthíasdóttir Varamenn: Einar H. Reynis, Eggert Ólafsson Nefndir og faghópar Ský eru: Orðanefnd Siðanefnd Ritnefnd Öldungadeild Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Vefstjórnendur, faghópur um árangursríka vefstjórnun UT-konur, félag kvenna í upplýsingatækni Fjarskiptahópur, faghópur um fjarskiptamál Persónuvernd, fulltrúi Ský: Svana Helen Björnsdóttir Arnaldur Axfjörð Fulltrúi í fjarskiptaráði: Sæmundur E. Þorsteinsson Fulltrúi Ský í starfshópi: samgönguráðuneytis um lénamál Eggert Ólafsson Forsíðumynd: Er tekin úr lofti við Rangárós Ljósmyndari: Þorvaldur Örn Kristmundsson Þorvarður Kári Ólafsson Skýrslutæknifélagið var sett á laggirnar árið 1968 og verður því 40 ára á þessu ári. Félagið hefur gefið út tímaritið Tölvumál frá því það var stofnað og ber þetta tölublað afmælisins nokkuð merki. Að þessu sinni er ekki tekið fyrir sérstakt faglegt tema eins og gjarnan hefur verið gert síðustu árin. Þess í stað er reynt að sýna hinar fjölbreyttu hliðar á starfi félagsins. Starfsemin í gegnum árin og um þessar mundir er auðvitað í sviðsljósinu en einnig er fjöldi faglegra greina úr ýmsum áttum. Vegna afmælisársins er horft um öxl á sögu félagsins og upplýsingatækninnar en einnig á það sem nú er efst á baugi í starfi félagsins og síðast en síst er horft fram á veginn. Nokkrir einstaklingar voru fengnir til að tjá sig um þá stafrænu tilveru sem þeir lifa og aðrir voru fengnir til að segja frá framtíðarsýn sinni á upplýsingatæknina. Af faglegri umfjöllun má nefna tvær greinar um hugbúnaðargerð, tvær um fjarskiptatækni, nokkrar tengdar skólastarfi, nokkrar um gervigreind og nokkrar um stjórnunarhliðar upplýsingatækninnar. Faghópar félagsins eru einnig allir með innlegg í blaðið að þessu sinni. Ljóst er að félag eins og Skýrslutæknifélagið þarf stöðugt að þróast og horfa til framtíðar. Þar ber til bæði stærð og breidd félagsins en ekki síst hin hraða þróun á því sviði sem félagið starfar. Samstarf og skörun við önnur félög kemur oft til umræðu og sömuleiðis nafn félagsins en af einhverjum ástæðum hefur það staðist tímans tönn. Hið öfluga starf sem vel sóttir fundir félagsins bera merki um benda til þess að starfsemin sé á réttri leið. Hið sama má segja um tímaritið Tölvumál en mikill áhugi er á því að skrifa í blaðið og góð viðbrögð lesenda sýna að þar er félagið einnig á réttri leið. En tímaritið þarf að þróast eins og annað starf félagsins og nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á ritrýndar greinar í blaðið. Lesa má reglur um slíkar greinar á vef félagsins, www.sky.is, en árangurinn af þessari nýjung fer auðvitað alfarið eftir því hversu duglegir fræðimenn eru að senda inn góðar greinar og hversu vel gengur að fá aðra fræðimenn til að ritrýna þær. Ritstjórn væntir þess að lesendur fái góða mynd af starfi félagsins með lestri þessa tölublaðs og að þeir njóti lestursins sem og annars starfs félagsins á afmælisárinu. Til hamingju með afmælið. Þorvarður Kári Ólafsson ritstjóri

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.