Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 4

Tölvumál - 01.02.2008, Page 4
4 | T Ö L V U M Á L Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og formaður Ský Markmið og viðfangsefni Markmið félagsins er að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsingatækni í því skyni að gera veg hennar sem mestan og stuðla að skynsamlegri notkun hennar. Nánar tiltekið eru markmið Ský að: • breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar, • skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna, • koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni, • stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni og síðast en ekki síst • að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni. Sem dæmi má nefna að Ský tók þátt í mótun náms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, en þeirri námsbraut var formlega komið á fót árið 1976. Meðal annarra mála sem félagið hefur látið til sín taka er löggjöf um meðferð persónuupplýsinga í tölvum. Á vettvangi félagsins hefur verið fjallað um mikilvægi tölvunotkunar við stjórn fyrirtækja og í opinberri stjórnsýslu. Einnig hefur verið fjallað um gagnasendingar um símkerfið. Grunnurinn að íslenskri stafagerð í stafatöflum og að íslensku lyklaborði var lagður fyrir tilstuðlan félagsins og hefur félagið átt aðild að margvíslegum verkefnum sem stuðlað hafa að stöðlun í upplýsingatækni. Á afmælisári Á þessu ári er Skýrslutæknifélag Íslands 40 ára og það er mikill hugur í félagsmönnum að gera árið eftirminnilegt og nota það til sóknar. Sumum Skýrslutæknifélag Íslands, eða Ský eins og það er skammstafað, er félag allra þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Félagið var stofnað árið 1968 og voru stofnendur liðlega 100, en nú eru fullgildir félagar rúmlega níu hundruð talsins. Félagið rekur skrifstofu með framkvæmdastjóra og starfsmanni. Félagsstarfið er í miklum blóma, haldnar eru að meðaltali 15 ráðstefnur og fundir árlega þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Fagtímaritið Tölvumál er gefið út af ritnefnd félagsins einu sinni til tvisvar á ári auk þess sem fyrrverandi ritstjóri sér um að nýjar fréttir úr upplýsingatækniageiranum birtast daglega á vef félagsins. Innan Ský starfa öflugir faghópar: faghópur um árangursríka vefstjórnun, Fókus - faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, faghópur um fjarskipti, faghópur um upplýsingaöryggismál, UT-konur og öldungadeild að ógleymdri orðanefndinni sem hefur starfað frá stofnun félagsins. finnst að nafnið félagsins sé forneskjulegt. Ég held ekki að nafnið hafi allt að segja, miklu meira skiptir það fyrir hvað félagið stendur í huga fólks. Yngra fólk er margt félagsfælið og álítur að það geti sinnt sínum faglegu þörfum á vegum Internetsins, t.d. með tölvupósti og vefrápi. Reynslan sýnir þó að ekkert kemur í stað beinna samskipta manna á meðal þar sem frjó og örvandi umræða á sér stað. Við sem störfum á vettvangi Ský sjáum fjölmörg tækifæri fyrir félagið og viljum halda því síungu og virku. Það er stundum sagt að við lifum á upplýsingaöld, við notum upplýsingatækni ekki aðeins í hefðbundnum tölvum, heldur einnig í símum, bílum, heimilistækjum, í viðskiptum, heil­ brigðisþjónustu, skólum o.s.frv. Fyrir vel flesta skiptir tæknin ekki máli út af fyrir sig heldur hvernig henni er beitt og hún hagnýtt við margvísleg dagleg störf. Um leið og veröldin tengist saman í upplýsinganet af ýmsu tagi fjölgar hlekkjunum í samskiptakeðjunni. Við treystum orðið á að aðrir vinni sína vinnu vel svo við getum unnið okkar. Yfirsýn, þekking og samvinna ólíkra faghópa er því nauðsynleg fyrir alla og hefur Ský óneitanlega sérstöðu á Íslandi. Innan Ský starfar tæknifólk, kennarar, viðskiptafræðingar, markaðsfólk, fjölmiðlafólk, lögfræðingar og svo má lengi telja. Margir vita um eða hafa sótt vel heppnaðar ráðstefnur og fundi félagsins um ýmis upplýsingatæknimál en færri gera sér grein fyrir því að Ský er eina þverfaglega félag landsins í upplýsingatækni. Ráðstefnur og fræðslufundir Ský um hina ýmsu þætti upplýsingatækninnar hafa í gegnum árin leitt saman þá sem málin varða. Við val á fyrirlesurum og efni fyrir ráðstefnur hefur mikil áhersla verið lögð á gæði og fagmennsku. Með því að stofna faghópa á ýmsum sviðum, gefa út Tölvumál og tölvuorðasafn Framtíðin er björt

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.