Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 6

Tölvumál - 01.02.2008, Page 6
Þróun upplýsingatækninnar Fengnir voru þrír sérfræðingar á mismunandi sviðum innan upplýsingatækninnar til að svara tveimur spurningum um þróun hennar ásamt því að meta helstu ógnanir sem hafa hamlandi áhrif á vöxt upplýsingatækninnar á Íslandi. Hvernig sérð þú framtíð upplýsingatækninnar fyrir þér á Íslandi? Það má líta á upplýsingatæknina á Íslandi á tvo vegu, annarsvegar sem hluta af þeirri þjónustu sem upplýsingatækniþjóðfélagið bíður upp á, allri atvinnu­og þjónustustarfssemi ásamt daglegu lífi okkar Íslendinga sem er í dag meira og minna tengd upplýsingatækninni á einn eða annan hátt. Hinsvegar eru það framtíðarsóknarfærin erlendis fyrir íslensk upplýsingatæknifyrirtæki sem hafa og eru að hasla sér þar völl en dæmi um það eru m.a. CCP og Marel svo fátt eitt sé nefnt. Hvort sem um er að ræða upplýsingatækni hérlendis eða erlendis þá er notkun hennar að aukast og stefnir eingöngu í þá átt að verða stærri og stærri hluti af daglegu lífi okkar. Hverjar telur þú vera helstu ógnanirnar í þróun upplýsingatækniiðnaðarins á Íslandi? Stærsta ógnunin í upplýsingatækni á Íslandi er skortur á starfsfólki. Það er einfaldlega of lítið framboð af fólki miðað við þau verkefni sem eru til staðar og einnig þau sem framundan eru og því er hætt við að það hamli vexti greinarinnar nema að til komi aðstoð erlendis frá. á Íslandi Hvernig sérð þú framtíð upplýsingatækninnar fyrir þér á Íslandi? Upplýsingatækni verður ein af helstu útflutningsvörum okkar í framtíðinni, fyrirtæki verða þar af leiðandi ekki bundin ákveðinni staðsetningu og launþegar fá frjálsara val á búsetu þar sem UT er alþjóðlegt umhverfi og tækifæri Íslands í að skapa okkur betri lífsgæði. Hverjar telur þú vera helstu ógnanirnar í þróun upplýsingatækni­ iðnaðarins á Íslandi? Helstu ógnanir UT­iðnaðarins í dag eru skortur á fagmenntuðu fólki hér á landi, stöðl­ uð ímynd á UT hjá fólki, of lítið fjármagn til UT­menntunar í grunnskólum lands­ ins, og háskólanámið er ekki í takt við þarfir atvinnulífsins, þá sérstaklega tölvunar­ fræðimenntunin. Frosti Bergsson Stjórnarformaður, Opin Kerfi ehf Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir Tölvunarfræðingur BSc, Kögun ehf 6 | T Ö L V U M Á L Viðtöl: Elín Gränz

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.