Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 8

Tölvumál - 01.02.2008, Page 8
8 | T Ö L V U M Á L Við Íslendingar erum einstaklega vel í stakk búnir til að taka á móti og þróa nýjungar í upplýsingatækni Það er einfaldlega of lítið framboð af fólki miðað við þau verkefni sem eru til staðar og framundan Háskólanámið er ekki í takt við þarfir atvinnulífsins Hvernig sérð þú framtíð upplýsingatækninnar fyrir þér á Íslandi? Við Íslendingar erum einstaklega vel í stakk búnir til að taka á móti og þróa nýjungar í upplýsingatækni. Markaðurinn er lítill og svarar nýjum vörum og þjónustum fljótt og vel. Stutt er í alla helstu áhrifavalda og ákvörðunartökuaðila sem gefur okkur færi á að þróa nýjungar hratt og í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Ég sé fyrir mér að við Íslendingar verðum „tilraunamarkaður“ fyrir nýjar vörur og þjónustur sem við bæði þróum sjálf og komum að innleiðingu á vegum annarra. Hverjar telur þú vera helstu ógnanirnar í þróun upplýsingatækniiðnaðarins á Íslandi? Þröngsýni. Það að festast í orðatiltækinu „Nei þetta er ekki hægt !“ er helsti dragbítur á hvers konar þróun og á ekki hvað síst við í upplýsingatækniiðnaðinum. Við þurfum að þjálfa með okkur skapandi hugsun og verðlauna starfsmenn okkar fyrir að þora að bera á borð fyrir okkur nýjar hugmyndir. Framsýni og sköpunargleði eru okkar helstu vopn í samkeppnisumhverfi framtíðarinnar sem okkur ber að nýta sem best. Forstöðumaður upplýsingatæknissviðs, Intrum Justitia Gunnar Sverrir Ásgeirsson

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.