Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 13
F7 Kona hringdi í öngum sínum í tölvuþjónustu og segist hafa slökkt á Hafnarfirði. Ég ýtti á F7 eins og þú sagðir að ég ætti að gera og þá fór rafmagnið af Hafnarfirði. Hvað á ég að gera? Hvernig kveiki ég aftur á bænum, það er ekkert rafmagn á tölvunni og ég get ekki ýtt aftur á F7? Ryksugan Hér á árum áður var til siðs að opna borðtölvur og ryksuga innan úr þeim 1­2 sinnum á ári og á námskeiði fyrir bankastarfsmenn var lögð sérstök áhersla á þetta. Einn daginn er hringt úr banka á Vestfjörðum og á línunni var vandræðalegur bankastjóri. Hann byrjaði að útskýra að þau hefðu opnað allar tölvur á föstudaginn og ryksugað vandlega en í dag, mánudag, þegar þau koma aftur til vinnu stemmdi ekki bókhaldið, það vantaði 7 milljónir. Er hugsanlegt, stundi hann upp, að þær hafi getað ryksugast út úr tölvunni? Kerfisstjóri í vandræðum Ég vann einu sinni hjá ágætu stórfyrirtæki hér í bæ. Eitt sinn fékk ég hringingu frá einum kerfistjóranum sem hafði verið vandræðum með netþjóninn sem sýndi fullt álag þrátt fyrir að hann væri búinn að slökkva á helstu forritum sem í gangi voru. Hann bætti því síðan við að það væri eitt forrit sem hann gæti ekki með nokkrum ráðum slökkt á og hvort ég þekkti til þess. Hvert er það, spyr ég. Það heitir system idle process, svarar kerfistjórinn alvarlegur í bragði. Gluggatjöld Einu sinni kom ljóska í gardínubúð og bað afgreiðslukonuna um lítil bleik gluggatjöld. Búðakonan spurði fyrir hvað hún ætlaði að nota svona lítil gluggatjöld, þá svaraði ljóskan að hún þyrfti þær fyrir tölvuskjáinn sinn! Afgreiðslukonan sagði að hún þyrfti ekki gardínur á tölvuna, en þá mælti ljóskan: Halló, ég er með Windows! Maður í loftbelg Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er. Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. vestlægrar lengdargráðu. Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgs­ maðurinn. Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það? Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp að þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína. Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun. Já, sagði maðurinn. En hvernig vissirðu það? Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna, og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök. Um forgangsröðun Þegar netbólan hafði bólgnað hvað mest út var mikið að gera hjá vef­ fyrirtækjum. Eitt sinn áttu fulltrúar eins slíks fund með banka sem var í viðskiptum við veffyrirtækið. Eins og vill gerast voru tvö verkefni að rekast á og var markmið fundarins að forgangsraða. Þegar eigandi verkefnanna hjá bankanum var spurður hvort verkefnið væri í forgangi svaraði hann: Verkefni A er klárlega í forgangi en verkefni B þarf að vera búið fyrst. Skemmtisögur úr upplýsingatæknigeiranum Er hugsanlegt að þær hafi getað ryksugast út úr tölvunni? Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.