Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 16

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 16
1 6 | T Ö L V U M Á L Fjörutíu ára afmæli Skýrslutæknifélags Íslands markar tímamót sem eðlilegt er að nota til að tengja saman sögu og framtíðarsýn. Um leið og ég árna félaginu allra heilla langar mig að bregða ljósi á mikilvæg áhrif upplýsingatæki á nám og nauðsyn breytinga í skólastarfi. hentar þeim. Þetta unga fólk þarf ekki lengur að vera háð því að sækja sér þekkingu og skila af sér afrakstri sínum einvörðungu í töluðu og rituðu máli, heldur eru möguleikarnir miklu fjölbreyttari til að afla sér þekkingar, vinna með viðfangsefni og skila af sér. Og hvernig vann svo unga fólkið sem ráðið var til hönnunarstarfa fyrir næstum áratug? Þau stunduðu stöðuga fjölsinnu (multitasking), en við það minnkaði ekki dýptin í vinnu þeirra. Né heldur háði það þeim við að einbeita sér. Hæfni þeirra til að „lesa“ margmiðlunarefni var þeim sjálfsögð. Hún birtist í því hvernig þau stýrðu för sinni um flókin og jafnvel ruglandi rými upplýsinga. Þeim virtist falla slíkt vel í geð og þau gerðu það af öryggi. Saman blandaðist nám og skemmtan/spenna og þau greindu það ekki nauðsynlega sundur. Að greina ekki sundur nám og skemmtan er reyndar nokkuð sem þekkt var áður úr námi utan veggja skólanna. Við að fylgjast með unga fólkinu sáu vísindamennirnir ekki að vinnubrögð þeirra líktust þeim sem skólinn hefur lengst af lagt áherslu á; að fylgja línulegum þræði og fara eftir leiðbeiningum. Þvert á móti líktust vinnubrögð þeirra meira því sem franski mannfræðingurinn Claude Levi­Strauss (1908­ 2007) kallaði „bricolage“, sem kannske mætti kalla fjölnýtingu. Þau notuðu allt sem tiltækt var innan seilingar (og seilingin nær langt á vefnum), allt eins og þúsundþjalasmiðir gera best. Þau sóttu í mörg svið, blönduðu saman texta, mynd, hljóði og fleiru og þau byggðu ekki upp samkvæmt fyrirfram ákveðinni forskrift. En þau náðu árangri, gátu skýrt það sem þau gerðu, hvernig þau fóru að og hvers vegna. Flestir kannast við hættuna sem skapast í skólum við að nemendur læra „vitrænt“ um tiltekið svið en eru samt vanhæfir til þess að beita þessari þekkingu við raunverulegar aðstæður. Sjálf get ég enn hlegið að sjálfri mér þegar ég settist á sundlaugarbakkann í regnskógum Ástralíu sumarið 1990. Hinum megin við laugina voru pálmatré og það var vandalítið fyrir mig að finna stað þar sem hornið milli trjánna leyfði mér u.þ.b. klukkustundar setu í sólinni. Lengri tíma hafði ég ekki þolinmæði í. En það liðu ekki nema Upplýsingatækni í starfi, menningu og daglegu lífi Ekki er ástæða til að hafa mörg orð um áhrif upplýsinga­ og samskiptatækni (UST) á daglegt líf, störf, ákvarðanatökur, menningarsköpun, hnattræn samskipti og margt fleira. Þetta er einfaldlega sá veruleiki sem við búum við og hefur gjörbreytt heimsásýndinni á örfáum áratugum. En þar með er ekki allt upp talið. Upplýsingatækni í námi er dálítið annað Nám er flókið fyrirbæri. Að vísu mismunandi flókið eftir því hvað um ræðir, en í grundvallaratriðum er nám breyting. Breyting á sýn, breyting á skynjun samhengis, eigin uppbygging nýrrar þekkingar, læsi á nýjar aðstæður og nýjar nálganir með öllum tiltækum miðlum. Áhrif UST á nám innan skóla eru hvergi viðlíka öflug og á þá þætti sem ég hef áður nefnt. Áhrif á val efnis og skipan kennslu í hinum ýmsu námsgreinum skólanna breytist enn afar hægt þótt búnaður og möguleikar aukist [1, 2]. Er ástæða til að halda að nemendur geti nú á tímum tekið á námi á annan hátt en samkvæmt hefðum skólanna, hefðum sem eiga rætur sínar í iðnaðarsamfélögum? Fjölmargir hafa lagt til þeirrar umræðu á undanförnum áratugum og með mismunandi stig UST í huga. Lítum á hvað John Seeley Brown, sem var lengi forystumaður Xerox og forstjóri Palo Alto Research Center, skrifaði um aldamótin, en hann leitaðist við að skilja hvað það merkti að alast upp í stafrænum heimi [3]. Lærir maður þá öðruvísi, og ef svo, hvernig þá? Meðal annars réði hann 15 ára unglinga til starfa til að hanna framtíðarumhverfi fyrir bæði störf og nám. Unglingarnir fóru allt öðruvísi að í úrlausn þessara verkefna en algengast er að nemendur geri við úrlausn skólaverkefna. Megináhrif breytinganna taldi Brown vera veraldarvefinn. En hann sagði hann þó vera lítið meira en fyrstu skref. Enda var hann sannspár og margt hefur breyst síðan sem gaf tilefni til að tala um „nýja útgáfu veraldarvefsins“. Samt sagði Brown þá: Nú eiga skólamenn þann möguleika opinn að byggja upp miðil sem gerir öllu ungu fólki kleift að stunda nám á þann hátt sem fyrir skóla Nýting upplýsingatækni í námi er ekki einfalt mál Anna Kristjánsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann í Agder í Noregi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.