Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 19
T Ö L V U M Á L | 1 9 hindranirnar eru skólunum óyfirstíganlegar á einhvern hátt. Þar á ég ekki við kaup á búnaði og opnun vefsvæða fyrir skólamenn. Hvorugt hefur haft mikil áhrif þrýstingsáhrif á að nýta UST í námi, þótt dálítið þokist. Ég sakna slíkra rannsókna á Íslandi og teldi mikilvægt að koma að slíku með fleirum. Hins vegar hefur nokkuð verið gefið út hér á landi af verkefnum nemenda í framhaldsnámi og einnig skýrslur nokkurra háskólakennara sem koma að þessum þætti. En það, sem ég hef skoðað, nær illa utan um spurninguna um áhrif UST á nám í námsgreinum og hugmyndir kennara þar um. Þó liggur þar þungamiðja þess sem nemendur fást við í skólum. Hvaða kennarar nýta UST í stærðfræði? Hvaða kennarar eru það sem nýta UST reglulega í kennslu námsgreina sinna? Eru það karlar, ungir, nýútskrifaðir? Margir halda það. Ég get ekki svarað þessari spurningu varðandi Ísland en í einu rannsóknarverkefna minna í Noregi [10] kom í ljós af svörum tæplega 700 grunnskólakennara að 17% þeirra áttu þess kost að nýta tölvur í stærðfræðikennslu sinni í hverri viku, en aðeins 6% gerðu það í reynd. Þessir kennarar voru aðeins í helmingi skólanna sem voru nær 40. Og víðast hvar var aðeins einn kennari við skólann sem gerði þetta. Í einum skóla voru kennararnir 10 og það var eini skólinn sem hægt var að segja að byggi að einhvers konar þróunarumhverfi á þessu sviði. Við nánari athugun á þessum dreifða hópi kom hins vegar í ljós að hann skar sig úr heildarhópnum. Meðalaldur þeirra var hærri en í heildarhópnum, karlar voru hlutfallslega nokkru fleiri en í heildarhópnum og tæp 60% kennaranna í þessum dreifða hópi höfðu lokið kennaramenntun fyrir 1990. Þá voru þeir jákvæðari til samstarfs en heildarhópurinn, höfðu meiri reynslu af að nýta hvers kyns kennslugögn og leituðu fanga miklu víðar ef þá fýsti að brydda upp á einhverju nýju í stærðfræðikennslunni. Á sama tíma og gögnum var safnað vegna þessarar rannsóknar áttu aðrir viðtöl við skólastjórnendur og voru engin tengsl á milli. En ósamræmi kom fram milli þess sem skólastjórnendur sögðu um UST og þess sem kennararnir þeirra sögðu. Þess vegna skiptir máli hvernig að gagnasöfnun er staðið. Við glímum við alvarlegt mál Nám er flókið og ekki síst ef það kallar á að ígrunda og endurskoða hugmyndir sem eru löngu myndaðar og maður tekur sem gefið að réttar séu. Það er vandi fyrir yfirvöld skólamála að halda svo á spöðum að þau ögri jákvætt og styðji kennara í verki, ekki sem einstaklinga heldur hvern skóla sem stofnun í þróun. Innan allra landa sem ég þekki geymir sagan dæmi um óraunhæfar kröfur á skóla, óljósar væntingar um framvindu og skort á skilyrðum til þess að skólinn sé eðlilegt námsumhverfi fyrir kennara. Einnig um vanþekkingu skólanna á nýtingu nemenda á upplýsingatækni utan þeirra, vantrú kennara á að þar sé um bitastæðar athafnir að ræða og samskiptaleysi heimila og skóla um þessi mál. Allt eru þetta atriði sem lítt eða ekki hafa verið skoðuð í Noregi enn, þótt vitund sé að vakna um mikilvægi slíkra rannsókna. Mér sýnist af yfirlitsathugunum mínum að hið sama eigi við hér heima. Lokaorð Skólinn verður aldrei í fararbroddi við að kenna nemendum að nýta UST almennt, en hann getur náð því, ef vel er að verki staðið, að jafna möguleika, að styrkja vitund nemenda um hvað það er að læra og hvernig maður getur verið að læra allt lífið. Hann getur einnig verið vandaður iðkunarstaður (community of practice) eins og áður var minnst á, ekki síst ef saman koma nemendur á mismunandi aldri og hópar eru nógu stórir til að hafa fleiri kennara. En allt vex þetta best ef við treystum skólunum okkar, væntum mikils af þeim og opnum við þá umræður um þessi mál. Þar getur Skýrslutæknifélag Íslands enn átt miklu hlutverki að gegna. Heimildir (sóttar á vef 14.12.2007) [1] http://www.ramboll­management.com/dan/sites/press/newsarchive/ elearningnordic2006.htm [2] publications.becta.org.uk/download.cfm?resID=33980 [3] http://www.usdla.org/html/journal/FEB02_Issue/article01.html [4] http://www.sethkahan.com/Kahan_Wenger.pdf [5] http://www.exploratorium.edu/ifi/resources/museumeducation/ situated.html [6] http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid­efni/utgefin­rit­og­ skyrslur/HTMLrit/nr/2024 [7] www.sites2006.net [8] http://www.namsmat.is/vefur/rannsoknir/sites/sites_islensk.pdf [9] http://zalo.itu.no/ITU/filearchive/ITU_Monitor_07.pdf [10] http://www.matematikksenteret.no/content.ap?thisId=57 (bls. 109­120) [11] http://www.ifip.or.at Færni var þjálfuð í stað þess að nota þessi forrit til könnunar og eiginlegs náms innan námsgreina Skólinn verður aldrei í fararbroddi við að kenna nemendum að nýta UST almennt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.